Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Íþróttir

Jæja jæja

Maður er nú loksins að jafna sig eftir helgina og allt skrallið á laugardaginn, díses þetta verður sko ekki endurtekið í bráð, ekki það að það var alveg hrikalega gaman, bara höfum það aðeins minna af hinu góða næsta skipti. En Bryggjuhátíðin gekk vel og söngurinn líka, reyndar ekki á ballinu þar sem ég var ekki í standi til að syngja, og Sæsi var hvorki með texta né neitt lag sem ég kunni þannig að ég var eins og hálfviti þegar hann byrjaði að spila á nikkuna, en það er víst liðið og þýðir ekkert að svekkja sig á því.. Brynki frændi sýndi gríðarlega takta á dansgólfinu og allir frændurnir í stuði eftir vel heppnað Lokahóf Leifturs og KS.

Marý mætti svo til mín í gær og við tókum útilegukaffi á veröndinni heima og Bjössi bekkjabróðir kíkti líka á okkur og við vorum að rifja upp hvað greyið kennararnir okkar máttu þola hérna í den. Þá var það það slæmt að maður var að reyna að vera vondur(þau sko :-D) til að fá að fara í tossabekkinn til Palla því hann keypti alltaf kók og nammi handa þeim, þvílíkt. Þórir læsti Hjölla einu sinni inn í skáp og ég veit ekki hvað og hvað. En þetta var mjög gaman og hlógum við ekkert smá mikið :-D

Gardínukaupin eru ekki ennþá gengin í garð því hann Rúní minn fékk allt í einu skoðun á hlutunum og fannst ekkert flott það sem ég var búin að velja þannig að núna erum við komin með 7 kappa heim og það verður haldin sýning í kvöld í Ólafsveginum, áhugasamir mætið um 8 :-D Bið að heilsa ykkur í bili og vona að allir séu svona að ná sér andlega og líkamlega tí-hí.....Ciao


What a feeling ...dí

Jújú dömur mínar og herrar, skvísan hún Lísa byrjaði að æfa í gær eftir u.þ.b. 2gja mánaða hvíld og mikla þolinmæði, sjúkrapakkann og alles!! Byrjaði að þjálfa gellurnar í gymminu í gær og það var engin smá mæting, dí hvað ég var ánægð. Fullur salur og allir í góðum gír, það gerist ekki betra. Fór svo heim og tók eitt stykki Body Pump og var að reyna að læra prógrammið og jesús minn almáttugur hvað skrokkurinn minn er í fýlu við mig, ég er með svooooooooo mikla strengi að ég emja og veina við hvern stól, tröppur og að fara upp í bíl en hins vegar fílar maður þetta víst að maður finnur að maður var aldeilis að taka á því. I´m back baby...

Svo ég snúi mér að öðru þá bara fæ ég ekki skilið hvers vegna hárið mitt síkki ekki! HVAÐ ER MÁLIÐ?? Ég bara verð að spyrja, ég hugsa geggjað vel um það, fer í snyrtingu annað slagið til að særa, by the way svo það vaxi hraðar, en NEI EKKI HJÁ LÍSU HEPPNU...við skulum bara vaxa niður að öxlum, kannski nokkrar lufsur yfir og svo ætlum við bara að sitja þar......arrg gæti geðbilast. Birna mín....any advise?? Var að sjá það í dagskránni að ég væri að fara að syngja um helgina á Bryggjuhátíð á Óló og það er æfing á morgun þannig að ég býð alla bara innilega velkomna í fjörðinn. Alltaf brjálað að gera og endalausar uppákomur, hver þarf á Akureyri að halda og hvað þá Reykjavík...ojojoj :-D

Tjúllað að gera í skólanum, íslenskukennslu, skipuleggja þjálfun, finna út úr hvernig ég vil raða i húsið mitt(alltaf að breyta), elska manninn minn, elska sjálfan mig, elska lífið og allt sem því fylgir, syngja, ganga frá bókhaldi og ó elsku guð minn guð......."Gætiru nokkuð bætt svona sirka 6klst inn í sólarhringinn fyrir mig, bara út þennan mánuð??".... 


Magni - ÍR í kvöld

Stykkorð og stuttar setningar í dag:

- Hef aldrei verið svona hamingjusöm held ég bara

- Ég elska nýju vinnuna mína

- Við erum bæði með kvef

- Brúðkaup um helgina

- Er að fara á Ak

- Mér finnst rigningin góð :-D

- Love


Skólasetning kl. 10.00

Ó mæ god hvað nóttin var erfið, held bara að ég hafi ekki sofið neitt, en ég sef þá bara í dag þegar stóra stökkið er búið...að hitta liðið en er nú samt pínku spennt, verð að viðurkenna það. Er búin að skreyta stofuna hátt og lágt í öllum litum og allt kreisí kósí. Við hjúin tókum loksins skurk á að raða fötunum í skápana þannig að nú er þetta bara eiginlega komið. Á bara eftir að ná í gamla rúmið mitt heim og það erum við good to go!!!

Blíðan í Óló er náttúrulega bara undur þessa dagana og sólin mallar frá kl. 7 á morgnana til 8 á kvöldin og það er alveg blankalogn alla daga, oh þetta er yndislegt. Rúnar er svo æstur hérna á óló að hann aktar eins og beljurnar þegar þær fara fyrst út á sumrin. Við erum víst komin í Björgunarsveitina sem er auðvitað bara jákvætt og er búið að halda einn fund en þetta er voðalega spennandi og hlökkum við mikið til að takast á við lífið hérna á Norðulandinu fagra :-D

Edda systir pápsa er svo að koma um helgina og koma mér endalega inn í kennarakúnstina í 1. bekk og ætlar hún að gista bara í villunni hjá okkur auðvitað. Stefnt er einnig á Héðinsfjarðargöngu áður en allt fer fjandans til í þeim fallega dal...... Lifið heil og wish me luck little ones.....Ciao


We are still alive :-D

Jessss við erum loksins flutt á Óló eftir mikla spennu og kreisí viku, helgi og daga bara. Búin að leigja hina íbúðina þannig að við erum good to go!!! Veðrið hefur aldrei verið betra eftir að við komum í bæinn enda komum við með sól í hjarta í Ólafsveginn Hlæjandi Vinnan er tekinn við og ég er svo spennt að mig dreymdi að ég hafi verið að kenna þeim í alla nótt. Verð með 12 snillinga í bekknum þannig að ég get ekki beðið að byrja. Skólasetning á fimmtudag og læti þannig að ég verð að skreyta skólastofuna mína til að gera þetta allt saman kósy og næs! Rúní er að klára sumarfríið sitt þannig að þetta fer allt aftur að snúast í raunveruleikann þó við séum ennþá að tipla á tánum!

Mínum ferli er lokið hjá Magnagellz þar sem þrekið mitt virðist bara ekki koma eftir þetta sjúkrahúsbrölt og ég er nú bara alveg að missa þolinmæðina mína en maður getur ekki gert allt. Þær rústa þessu hvorteðer. Takk fyrir sumarið skvísur, miss youSkömmustulegur En ætlaði nú aðallega bara að láta ykkur vita að við erum hérna ennþá þó svo að mikilvægari hlutir hafi fengið forgang en að blogga og svo vil ég bara minna á það að hún móðir mín góð á afmæli á morgun, til lukku skvísa, we love you....

XXX Lísa


Noch ein Tag!!

Síðasti dagurinn í fríi er að renna út því á morgun hefst skólinn, djíses hvað ég hlakka til, ég bara get varla beðið. Mér líður eins og ég sé að fara að upplifa fyrsta skóladaginn aftur ég sver það, er að fara að versla skóladót og allt Hlæjandi Veturinn hefst reyndar á námskeiði á Sigló sem verður örugglega bara fjör. Helgin fór fram á Óló í afslöppun og endurteknum skoðunum á Ólafsvegi 48, fáum húsið líka á morgun já!! Tengdó kíkti í fjörðinn fagra og leist bara svonna rosa vel á fenginn við vatnið. Einnig skelltum við okkur á pæjumót á Sigló til að fylgjast með Tinnu og Jónínu og gekk þeim það vel að þær unnu alla leikina sína, snilld.

Ætlaði bara rétt að droppa og láta vita af okkur. Erum að fara að renna út á Óló aftur með meira dót og svoleiðis. Hafið það bara sem allra best og ég updeita þegar ég gef mér tíma, býst ekki við að það verði á næstunni samt. Take care og áfram Magni Svalur


Komin heim!!

Sorry að ég hef ekki verið að setja neitt á blað en ég er hreinlega eins og flestir mínir venner vita, búin að hanga á spítala í heila viku vegna blöðrubólgu sem náði að troða sér í nýrun mín og svo loks gefa mér eitt stykki blóðeitrun þannig að ég er búin að vera bjargarlaus en er komin heim og er það nánast ennþá!! Ég fékk svooo margar sprautur í rasskinnarnar að mér leið orðið eins og Tomma og Jenna þegar þeir fóru í sturtu eftir skothríð eða eitthvað ves þá kom vatn út úr þeim allsstaðar, nema á mér þá kom út úr rasskinnunum á mér þegar ég fór í sturtu!!!Hlæjandi En ég má sem sagt ekki gera neitt þó ég sé komin heim nema liggja og slappa af og það fór alveg með mig að setja í eina vél og hengja það upp, meira er nú ekki þrekið ennþá. En Rúní er hrikalega duglegur og er búin að pakka nánast öllu og við erum meira að segja búnað fara með nokkrar ferðir út á Óló, dí við erum orðin svo spennt að við erum að deyja. Vinnan byrjar 15. ágúst þannig að þetta nálgast hratt.

Hallbera og Smári versluðu sér eitt stykki Land Cruiser og eru svo flutt á Laugarvatn, til lukku með það elskurnar, kíkkum á ykkur við fyrsta tækifæri. Svo er það sem sagt skírn í kvöld hjá Þorra frænda og Gúu, það verður spennandi að sjá hvort foreldrarnir hlýði eldri syni sínum Steina og skýri litla bróðir Steinbjörn því honum finnst það passa vel saman fyrir bræður!!!! Dúlla.. Annars er það svo næsthelst(if that´s a word) á dagskrá að MAGNI-Völsungur er í kvöld á Grenó og er það nánast úrslitaleikurinn okkar. Staðan er ruuussssssaleg í deildinni og við hreinlega verðum að taka þessar Húsavíkurmeyjar í nefið í kvöld til að halda Toppsætinu okkar. Koma svo, allir að mæta á völlinn og öskra úr sér lungun til stuðnings......XXX LiZ


Byrjuð að pakka hérna megin!!!

Dí hvað þetta er allt orðið spennandi, styttist í flutninga og tók skvísan sig til í gærmorgun og tæmdi geymsluna niðri og brunaði með hana út á óló, þannig að þetta er allt saman komið af stað. Fór reyndar eitthvað voða illa með bakið mitt þegar ég var að halda á verkfæratöskunum Rúnars og get hreinlega ekki staðið í annan fótinn, en leikur á morgun og maður verður bara að harka af sér ekki satt!!!

Helgin út í gegn var algjör snilli og það var svo gaman að fá þau öll í heimsókn til okkar, tvíbbarnir fóru á kostum og sömuleiðis foreldrar vegna þreytu :-D Sumir sofnuðu fyrr en aðrir(Þórey) en hún má nú eiga það að hún var samt virk í Trivialinu sem við tókum og svaraði einhverju sem hún muldi upp úr svefni og þegar við ýttum í hana þá sagði hún:"Svaraði ég rétt"!! snúlla :) Brúðkaupið var hin mesta skemmtun en fyrir mína hönd þá fannst mér heldur mikil ölvun vera í gangi og voru ekkert allir að höndla þetta mjög vel!! say no more.. En við héldum heim á leið um miðnætti og áttum kósýkvöld hér með genginu okkar og fórum að horfa á vídeó sem flest allir sofnuðu yfir eftir nammiát og fína Laugarvatnsstemmingu. Næsti dagur fór í undirbúning fyrir leik því við áttum að keppa við Fjarðarbyggð kl. 14 sem við gerðum og tókum þær í þurrt............. og sigruðum 6-0 sem henti okkur aftur upp í efsta sæti. Annar leikur á morgun á Grenó við Leikni F og ég hvet ykkur til að mæta og sjá hvernig á að spila fótbolta ;-D Endilega takið piknick og komið og styðjið við bakið á okkur MagnagellZ.

Hallbera og Smári kíkkuðu í heimsókn í gærkvöldi og við leigðum eina stráka og eina stelpumynd og svo horfðum við Hallbera inn í rúmi en þeir frammi, voðalega kósí, kúrðum svo öll upp í rúmi til klukkan eitthvað...Halla og Gunnsi ætla svo að kíkka í kvöld þannig að það er fullt prógram framundan :-D Bökkan mín og Þorri eignuðust yndislega sæta prinsessu í gærnótt og var hún heilar 13merkur og 51cm. Oh hún er svo mjúk og sæt að manni langar bara til að knúsa hana endalaust. Bökka mín þú hringir bara ef þig vantar aðstoð :-D Innilega til hamignju foreldrar. Bið að heilsa ykkur í bili er að fara að vesenast með Halley Berri og Smára Stef........ over and out


Brúðkaup og aftur búðkaup!!

Eitt búið og aðeins 2 til stefnu. Um helgina ætla þau Bíbí og Öggi að ganga í heilagt hjónaband og við munum auðvitað mæta og sjá til þess að allt gangi vel fyrir sig ásamt páskafylgiliðinu okkar þ.e. Þórey, Ella, Val, Erni, Hallberu og Smára þannig að það er þvílík tilhlökkun í gangi og var ég að tala við Þórey og þau voru hreinlega að leggja af stað þannig að ætli þau lendi ekki um 20.00 í kveld og eins Berry og Smári, talaði við hana líka áðan og þau voru hreinlega í bílahugleiðingum þannig að það er aldrei að vita nema þau komi bara á nýjum kagga í Skarðshlíðina. Ætlum að klifra og eitthvað fullt spennandi, líklega fara í sund og grilla og út að borða og svo er auðvitað leikur hjá mér á sunnudaginn á Grenó þannig að vonandi þau bara skelli sér þangað og hvetji stelpuna sínaHlæjandi

Hjalti minn varð hvorki meira né minna en 20 ÁRA gamall í gær og viljum við óska honum innilega til lukku með daginn. Við splæstum í hann snyrtitösku og munnhörpu í C, sem hann var ekkert smá ánægður með og var búinn að æfa eitt lag þegar ég talaði við hann í gær.

Familýan er bara í brjáluðu ferðalagi og vonandi að þau lendi hér í grenndinni á sunnudag, líklega orðin kolsvört eftir alla blíðuna sem guð er búinn að færa okkur undanfarnar vikur. En ætla að skella mér í verslunarleiðangur svo maður eigi nú eitthvað í ísskápnum þegar Valli og Eddi mæta á svæðið. Hafið það gott í dag og alltaf og munið hvað mér þykir vænt um ykkur..... XXX LiZ


Gjörsamlega ALLT AÐ GERAST!!

sjitt maður hvað er allt að verða vitlaust hérna megin. Maður er bara búinn að versla nýjan bíl, selja litla kaggann, komin með kennarastöðu á Ólafsfirði og að berjast við að versla einbýlishús á pleisinu, dí maður, held hreinlega að ég þurfi smá Morfín í æð til að meðtaka þetta allt saman. En vonandi verður þetta bara frábært og á eftir að ganga vel, við hlökkum mikið til að skella okkur út í þetta allt saman. Hlökkum líka rosalega mikið til að fá Þórey og Co og Hallberu og Co til okkar á fimmtudaginn...veivei höfum ekki hittst síðan í Norge og Denmark ma´r og strákarnir orðnir 2gja ára í gær og allt þannig að það er allt að gerast. Ullandi

Hanna Dögg og Birgir sögðu bæði JÁ, þannig að þau eru orðin hjón þessar elskur og vá hvað þau voru falleg og ung og sæt og geislandi. Ja það má allavega segja að það hafi verið felld nokkur stór tár í kirkjunni og þar á meðal var ég frekar rosalega tæp á meðan ég var að syngja takk, svoooo mikil væntumþykja í gangi. Veislan var æðisleg og vá hvað maturinn var góður, grillaðar lambalundir takk og allt með því var hreinlega himneskt. Við stelpurnar stigum auðvitað á stokk og tókum eitt atriði og fórum allar með nokkur vel valin orð til Hönnunnar okkar og enduðum svo á að syngja auðvitað lagið okkar "traustur vinur" sem toppaði alveg svitakastið sem Svanborg var í vegna stresssssss. En hún komst í gegnum það þessi elska og fréttir herma að þær hafi skemmt sér illa vel á Kaffi Ak. Vöndinn greip einhver sem ég veit ekkert hver er en sokkabandið fór í hendurnar á Magna frænda eftir þvílíkan slag og kaos. Þannig að Kata mín, viltu ekki bara byrja að skipuleggja?!! Glottandi Við Rúní stungum af eftir Brúðarvalsinn og nokkur tár og brunuðum af stað í útilegu til að testa nýja tjaldið okkar. Byrjuðum á Vaglaskóg en þar var allt stappað, keyrðum á Illugastaði en nei, þar var ekkert tjaldstæði, keyrðum þá að Goðafossi við Skjálfandafljót en þar var yfirfullt líka þannig að við sem sagt enduðum þessa ferð okkar á Kiðagili kl. 01:30 um nóttina. Snilldartjaldstæði og öll aðstaða til fyrirmyndar. Bongóblíða og brunasár hér og þar en bókin er alveg að hafast og er ég komin á bls. 237 Ágústa mín!!

Magna dömur stóðu sig með prýði um helgina og gerðu þær 1 jafntefli við Hött og unnu svo Fjarðarbyggð með glæsibrag 8-2 þannig að þá er það bara æfing í kvöld og ég mun taka á honum stóra stóra mínum til að brenna öllu bullinu sem ég innbyrgði um helgina..... ciao


« Fyrri síða | Næsta síða »

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband