Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Tvíburarnir in da house =)

Stærstu og merkilegustu fréttirnar í dag fyrir okkur eru þær að Hallberan okkar og Smári eignuðust tvo stálhrausta stráka í gær. Sá fyrri kom kl.23.33(13merkur og 52cm) og sá seinni kl.23.39(11merkur og 50cm) eða aðeins 6mín síðar og þar með var hetjan okkar með heil 24mörk inside, alveg 2merkum meiri en Kristján bróðir var fæddur!!! Vá það var svo geggjað að heyra í henni í dag og þeim, alveg gjörsamlega í skýjunum þessar elskur. Oh...æði, Innilega til lukkuHeart Hér koma prinsarnir: 

13105

Annars eru bara allir busy eins og venjulega, við erum á fullu að skipuleggja útilegur, sumarbústaði og svo fara öll kvöld þessa vikuna í hljómsveitaræfingar og það er bara snilld að fá aðeins að öskra úr sér lungun stundum. Fór á æfingu í gær með Eyþóri Inga og sjiiiiiitttttttttttttttttörinn hvað drengurinn er með svaðalega rödd, maður bara orgaði af gæsahúð og Maggi átti ekki til orð því það voru varla til hærri tónar á gítarnum til að halda í við drenginn. Ef þið ætlið á blúsinn þá mæli ég með föstudagskvöldinu, ekki mín vegna heldur til að upplifa að sjá hann á sviðinu því ég get lofað ykkur geggjuðu showi!

Das wetter er búið að vera schön þessa vikuna og maður er bara orðinn brúnn og sætur eftir sólböð og kósíheit, Karen Helga farin að skríða og vill vera í rólunni sinni allann daginn, orðin svakabrún á nebbanum sínum og er náttúrulega bara sætust. Við stefnum á útilegu eftir blús þannig að við vonum bara að þið hafið það jafn gott og viðWhistling


Hæ hó og jibbý jey og jibbý jey....við erum loksins búin að versla tjaldvagn :-D

Ó já og búin að skella okkur í fyrstu útileguna. Keyptum gamlan Camp-let vagn sem er reyndar í topp-formi, enda komin af góðu og fallegu fólki og farið með hann eftir því! Hérna kemur djásnið okkar og smá sýnishorn af geggjuðum stað , geggjuðu veðri og geggjaðri tilveru. Hólar í Hjaltadal, jeyj...WhistlingP6130059P6130088
Við eigum vagninn til vinstri og svo skelltum við Jónína, Tinna og Mamma okkur í kvöldgöngu í þessu yndislega veðri og kíktum á staðinn þar sem Jón Arason var hálshöggvin árið 1550 og ég skal veðja að:

 

 

"Meira en helmingur Íslendinga hefur aldrei komið þangað! Hvað segið þið um það borgarbörnin mín góð?

 

P6140098 P6140107Yndislegt líf og ég mæli með að allir fari í útilegu aðeins til að finna sjálfan sig, og það langt í burtu frá sinni venjulegu rútínu s.s. vinnu, vinum, íþróttum, sjónvarpi, tölvum, símum o.s.frv. og ég er líka viss um það að það geta það ekki margir þ.e. sleppt öllu þessu sem ég var að telja upp, án þess að fríka út. En við ætlum aftur næstu helgi þannig að ef ykkur langar, en komið ykkur ekki af stað...þá er ykkur velkomið að koma til okkarInLove Annars bíðum við bara spennt eftir þriðja ísbirninum og þá sérstaklega hvað verður gert við þann kauða.

 Kv. L


Jæja loksins búið að klára málið

Greiði bætur vegna banaslyss, fimmtudagur 5. júní 2008

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að foreldrar tvítugs karlmanns, sem beið bana í umferðarslysi árið 2001, eigi rétt á 2 milljóna króna bótum hvort um sig. Karlmaður, sem olli slysinu, var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi að sýna af sér saknæmt gáleysi. Hann er nú látinn en dóttir hans, sem tókst á hendur ábyrgð á skuldum dánarbúsins, var í dag dæmd, ásamt vátryggingafélagi mannsins, til að greiða bæturnar 

Bílslysið varð á gatnamótum Drottningarbrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri en maðurinn, sem olli slysinu, beygði bíl sínum í veg fyrir bílinn, sem ungi maðurinn ók. Sá sem slysinu olli og var 72 ára þegar þetta gerðist, játaði sök í refsimáli, sem höfðað var gegn honum og sagði að orsökin hefði verið augnabliks einbeitingarleysi af sinni hálfu.

Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði dóttur mannsins af bótakröfunni en Hæstiréttur segir, að  maðurinn teljist hafa gerst sekur um alvarlegt brot á umferðarreglum og verði ástæður slyssins eingöngu raktar til stórfellds gáleysis hans í skilningi  skaðabótalaga. Því fellst rétturinn á kröfur foreldranna um bætur. Einn dómari í Hæstarétti, Gunnlaugur Claessen, skilaði séráliti og vildi sýkna dóttur mannsins og vátryggingafélagið af bótakröfunni.  

 

FARIÐ VARLEGA Í UMFERÐINNI KÆRU VINIR Heart

//

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband