Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Nú minnir svo ótal margt á jólin..

Dí ég bara get ekki slakað á í jólaskapinu, er byrjuð að skreyta meira og meira og skipuleggja allt sem ég ætla mér að gera fyrir jól og jólalögin eru gjörsamlega búin að heltaka mig Heart Takk fyrir kveðjur afmælisbarnsins elskurnar og miðað við sms-in þá held ég að ég hafi unnið skreytingarmótið sem var um helgina.

Leikritið á föstudaginn var algjör snilld og mæli ég með því að fara á svona öðruvísi leikrit eða Hr. Kolbert. Þvílík drama og blóð og læti og svo ég tali nú ekki um nektaratriðið.....fjúddfjú!! Inn á Akureyri eða í kaupstaðarferðinni þá versluðum við held ég bara fyrir allann desember í Bónus, dí maður, skottið fullt og bíllinn og allt og við tókum með okkur kælibox undir frystivöru, hehe mér leið í fyrsta skipti þarna eins og ég byggi í sveit en það var bara svo kósý að gera þetta svona og geta svo bara farið frá Akureyraræsingnum í fjörðinn fagra. Hið ljúfa líf Halo Hele familien kom í laufabrauð á sunnudaginn og vá ó vá hvað voru margir og hvað var gaman. Gerðum ég veit ekki hvað margar kökur og borðuðum gjörsamlega yfir okkur af nammi og sætabrauði sem við amma bökuðum, nammi namm.

Nú er bara verið á fullu að undirbúa árshátíðina sem verður á föstudaginn þannig að það eru allir út í málningu hér og endalaust fjör. Bið að heilsa ykkur í bili og vonandi lifið þið sem heilust fram að jólum...Kissing


Til hamingju með afmælið ástin mín eina :-#

Jújú drengurinn minn á afmæli í dag og vaknaði rosastór í morgun þegar ég færði honum í rúmið með stýrurnar í augunum. Byrjaði sko á því í gær eftir miðnætti að nudda hann og svonna kósíkósí svo er dagurinn rétt að byrja. Erum að fara á Akureyri á eftir að fagna og versla og borða og brosa og vera glöð og ástfangin og svo ætlum við í leikhús...oh ég hlakka svo til. Gaf honum sko brúna herraúlpu og hermannahálsmen sem stóð á nafn, heimilisfang, kennitala, blóðflokkur og ég veit ekki hvað og hvað... þannig að ef að hann týnist þá vitiði hvert þið eigið að senda hann!!! InLove 

Við byrjuðum að hengja upp jólaseríur í gær sem er by the way ekki frásögufærandi því það er ekki nóg með það að hann hafi skoðanir á gardínukaupum heldur fór hann að skipta sér að því hvernig ég vildi hengja upp seríurnar! Díses... be a manPolice hehe neinei ég er að djóka afmæ´lisbarn, þú ert voða krúttlegur maskular .. Bottom line er það að við komumst sem sagt ekki að niðurstöðu um hvernig við ætlum að hengja þær upp, þannig að við ætlum að halda keppni, seríukeppni í sinnhvorn gluggan og þið verðið að dæma sko....og senda bara sms á mig og ég skrifa atkvæðin á korktöfluna heima þannig að kæra þjóð...þetta er í ykkar höndum-það er fólkið sem heima situr sem ræður úrslitum!!! Svo er það bara jólahlaðborðið á morgun, allir að mæta í kósí stemmara, er að fara að syngja og læti en voða ljúf lög sko, og svo er það bara BODY PUMP á eftir þannig að við sjáumst bara þar eða þá á lau kl. 11.....

XXX Liebe Liebe....LiZ


Skipulagsdagar eru hreinlega mínir uppáhalds dagar !! Eða....NEI

Dreg orð mín til baka hvað það varðar. Ég nenni ekki að skipuleggja annir, það er held ég það leiðinlegasta sem ég geri, til hvers að vera að gera eitthvað fram í tímann? Mamma sagði mér frá gamalli konu í gær sem ég man ekkert hvað heitir, sem skildi aldrei hvers vegna fólk var að plana eitthvað fram í tímann því það vissi ekki einu sinni hvort að það vaknaði næsta morgunn og ég er svona sammála þessari vitru konu að ég nenni ekkert að vera að stressa mig á þessum skipulagsdögum. Ég ætla bara að föndra í dag og gera stofuna mína fína áður en krakkarnir mínir mæta á morgun og ég ætla hreinlega að vera með jólalögin í botni í leiðinni, eins og við mamma og amma gerðum um helgina.

Já pabbi tók semsagt upp á því að pússa upp allt parketið heima(mamma var búin að gera jólahreingerningu b.t.w). Þannig að við mamma pökkuðum niður stofunni, kristalsglas fyrir kristalsglas og það er ALLT ALLT ALLT í ryki og Rúnar er búinn að vera að hjálpa honum og hann kom heim í gær með hvítt hár og gallabuxurnar hans voru orðnar ljósar :-) Krútt! En það gengur voðalega vel og það er búið að lakka 2 umferðir sem þýðir að það er bara ein eftir. Við mamma þurfum líklega að taka til starfa á morgun eða í kvöld að henda stofunni upp aftur, en eins og pabbi sagði þá er þetta það sem gefur lífinu lit-framkvæmdir í faðmi fjölskyldunnar :-D

Lyftan opnaði á laugardaginn og nógur snjór til að skíða í spegilsléttum brekkunum, ú-je. Missti af nýja X-factor þættinum, held samt aðallega vegna þess að ég sá skvísuna syngja hjá Hemma Gunn á fimmtudaginn með Palla sæta og ég missti andlitið...á hverju var hún??? En vonandi er hún annars bara hress og sínu starfi hæf... spåter....Liz


Kreisí veður ma´r

Þvílík snilld þetta veður oh...brjálað rok og snjór svo hvín í gluggum, hurðum og bréfalúgum umm ég fæ gæsahúð bara að skrifa það. Ég kveikti á kertum og óskaði þess helst að rafmagnið færi svona eins og þegar maður var lítill. Fullt af sköflum til að stökkva í og búa til snjóhús og fara út að leika með pleymóið sitt og ímyndunaraflið í eftirdragi...manstu Alma?? :-D

Those were the good old!! Styttist annars bara í annarlok og er maður bara aðallega að undirbúa foreldraviðtölin og einkunnir og svonna sko. Mjög skrýtin tilfinning! Hélt pottakynningu á fös og þar varð allt kreisí og bara allir yfir sig hrifnir, stemmarinn var það mikill að sumur karlpeningurinn var farinn að máta kjóla af mér síðan ég var þarna stóra stykkið muniði :-D Takk fyrir mig elskurnar og vona ég bara að þið njótið vel. Ólafsfirðingar eru orðnir þokkalega tæpir á snjómokstrinum því það eru komnir einhverjir Dallara-djö.... í verkin hans Árna Helga og þeir eru sko engan veginn að standa sig. Allt ófært og þeir þora ekki að opna vegna veðurs sem ég skil ekki því ef ég rýni vel þá held ég að þetta sé Grímsey sem ég er að góna á!! Soo...Árni we want you back okey?

take care.....


Laufabrauð um helgina!

Díses hvað er farið að styttast í jólin. Erum að fara í laufabrauð á sunnudaginn hjá ömmu Sigrúnu og sennilega að hlusta á jólalög og súpa jólasnafs, ég held að mig hlakki bara til þó svo að það sé bara 10. nóv. Snjórinn setur líka enn sterkari tilfinningu inn í þetta og sonna og svo er fólk farið að kveikja á seríum hér og þar, dí maður.

Fór á fyrirlestur með Stefáni Karli á þriðjudaginn og man ó man hvað er gaman að hlusta á hann. Það var hörkumæting, alveg 13 manns :-/ en við fengum þá bara meira kaffi í staðinn og jólakökur, jummí. Aðallega var verið að tala um hvað foreldrar hefðu lítinn tíma fyrir börnin sín því lífsgæðakapphlaupið er að fara með alla á Íslandi og minntist hann m.a. á það að maður þyrfti að tala ensku ef maður færi í Hagkaup því Íslendingar hefðu ekki efni á því að vinna í Hagkaup!!, Jeppinn í innkeyrslunni kosti of mikið, húsið sem bara verður að vera með því öllu flottasta, tölvan, gemsinn, og blebleble og svo eru allir svo stressaðir og upptjúnnaðir að fólk kemur heim úr vinnu og hendir öllum sínum áhyggjum yfir fjölskylduna sína í reiði. Farið í gymmið, komið heim og borðað yfir fréttunum og svo eru börnin farin að sofa. Þannig að tíminn styttist og styttist gott fólk, hvaða stund er það sem þið ætlið að eyða með familíunni? Í ellinni með lífeyrinum þegar þið eruð búin að missa öll tilfinningaleg tengsl við börnin ykkar??  

Stebbi Kalli kom með þessa snilldarhugmynd sem mér finnst hreinlega að allir ættur að taka upp heima hjá sér hvort sem maður er einn, tveir eða tíu í fjölskyldu. "LEIÐINDASTUND"

-Maður verður að slökkva(ekki setja á silent)SLÖKKVA á öllum gemsum, heimasímum, útvarpi. tölvu og sjónvarpi.

-Byrja á því að elda saman. Allir fá eitthvað hlutverk og það er bannað að laumast út úr eldhúsinu á meðan maturinn er að verða klár og fara á klóið og lesa fréttablaðið, má samt fara á klóið.

-Allir borða saman og ganga frá og svo er sest inn í stofu og spjallað, nema hvað það þorir enginn að byrja því hjá foreldrum virðist allt vera leyndó og þau geta ekki talað um tilfinningar sínar við börnin þannig að best væri kannski að byrja að spila, eða föndra, eða bara hreinlega að gera fjölskyldumálverk þar sem allir fá einn pensill og mála, eitt strik í einu og setjast svo og næsti tekur við. Þannig gengur það uns málverkið er búið og svo ertu líka komin með dýrindis veggskraut :-D

-Endilega að kveikja á kertum og það má setja geisladisk sem öllum finnst skemmtilegt að hlusta á, ekki fréttir minni ég enn og aftur á. Fá sér eftirrétt og smjatta saman. Svo er bara haldið áfram að spjalla og spila og þá er það keppni um titilinn vökumeistarinn. Keppni um hver getur vakað lengst, en það má ekki kveikja á sjónvarpinu, heldur verður að vera í sófanum aðeins með það sem við höfum.....HVORT ANNAÐ og hlúa að því

-Hafið þessa stund 1x í mánuði og sjáið muninn hjá börnunum ykkar, mönnunum ykkar og á ykkur sjálfum. Snilldin ein og munið að hugsa jákvætt, það er miklu léttara :-D

Matarboð í kvöld í Villu 48, hlakka til að fá ykkur og sjá ykkur. Góða helgi XXX Lísan


Munið endurskinsmerkin elskurnar mínar

Jújú myrkrið er farið að segja til sín og fengum við bara gjöf frá Sparó í dag í 1.-2. bekk fyrir hádegi. Þeir komu og splæstu á okkur endurskinsmerki þannig að ég er allavega vel upplýst :-D Svo fengum við aðara heimsókn frá litlu snúllos Elleni Helgu. Oh það var svo gaman að sjá hana, knús út í eitt.  Við SvannaBogga vorum að koma úr Body Pump og það var þvílíkt tekið á því mar, uss strengirnir eru strax farnir að segja til sín, það er helvítis framstigið, það er bara alltaf jafn erfitt, jesús!! Fín mæting og brilliant tími, djöfull gott að vera bara búin að æfa hádegi á föstudag. Sjáumst í fyrrmálið kl. 10 ja, eða 11. maður er orðin svo ofvirkur í þjálfuninni að það er bara allt í boði :-D

 Sprengingarnar hækka bara og hækka held ég og það nötrar allt á heimilinu mínu þar sem maður býr nú nánast ofaní þessum snilldargöngum. Þvílík læti og skemmtilegheit, en það er bara í smá stund í vibót, þangað til þeir komast aðeins lengra inn. Spurning um hvort tékkarnir séu eitthvað farnir að fá að komast "inn" :-D Það er farið að fjölga ansi mikið í bænum og þeir hljóta nú að lenda einhversstaðar þessar elskur. Hef reyndar ekki hitt né séð neinn en þetta er algjörlega á vörum allra kvinderne i byen!!

Rólegheitarhelgi framundan þó mig langi hrikalega að taka Sálarball í Sjallos, sjitt. En það verður bara að bíða betri.... Við erum að fara að gera fiskibollur tí-hí. Líf og fjör í Óló...ávallt velkomin! BLEBLE....LIZ 


Nú er ég klædd og komin á ról :-D

Já ég veit að þið eruð komin með leið á þyrlunni, en hún flýgur samt!! :-) Fullt að frétta hérna megin er hreinlega að hugsa um að hafa þenna fyrsta pistil nóvembermánaðar í svona sentos:

-Body Pumpið er að vekja gríðarlega lukku í firðinum og alltaf fullt í tímum. Hvet ykkur öll til að mæta í þetta brilliant lyftingarprógramm í hóp, mikið stuð og þarna er sko tekið á því. Sjáumst kl. 18 today

-Fékk streftakokka(líka alveg rétt skrifað hjá mér!!) í háls og eyrnavesen þannig að ég var frá kennslu og biðst afsökunar hjá reiðum líkamsræktarfríkum :-D en síðasti dagurinn í dag á lyfjum þannig að ég vona að þetta hafi verið síðasti punkturinn yfir i-ið í veikindum ársins 2006...plís!!

-Fórum að heimsækja borg óttans og kláruðum hreinlega að versla jólagjafir...úlla-la, tókum þvílíkt á því í Smáralind, IKEA, Kringlunni, Skeifunni, leikhúsastemmarinn var yfirvofandi og skelltum við okkur á Footlose með Jónínu og John, fórum á Mýrina og í eftirmat var tekið á því með MacDonalds. Fjalli félagi og Fríða buðu okkur í mat sem var illa góður og svo fékk ég gæjann minn til að smakka SUSHI og ummmmmm og svipurinn á honum á meðan hann tugði það stendur upp úr ferðinni :-D

-Kíktum líka til Johnny og Hildar Völu með krúttlegu kúluna sína út í loftið og við fengum okkur að sjálfsögðu Hagamelsís, gamla sko!! Brynja Hvað?? Ég fékk áritaðan disk og allt Ó.M.G :-D

-Á heimleiðinni droppuðum við í sveitinni hjá ömmu sætu á Brandarskarði og hlóg ég hreinlega í tvo tíma því hún er svo hrikalega fyndin og væri án efa búin að fá verðlaun ef hún væri leikkona. Keyrðum yfir Þverárfjall og komum við hjá Gullanum okkar en hann var ekki við þannig að við brunuðum bara hjemme på þar sem beið okkar dýrindis jólamatur hjá bróa og Helgu. Um kvöldið fórum við Svanborg svo á Ak að dansa og keyrðum svo heim, snilldin ein.

-Nú er skólinn bara byrjaður aftur og Hallbera mín átti afmæli í gær, takk fyrir spjallið sæta, það var æði. Aftur orðið klikkað að gera, styttist í annarskil þannig að það er allt að gerast. Keypti mér kókómjólk í gær og það stóð á henni GLEÐILEG JÓL....common!!

-Er ekki með netið heima þannig að ég verð að reyna að blogga í vinnunni....lifið heil og plís ekki byrja að skreyta strax, það er bara 1. nóv ennþá......hóhóhó....Lísan kveður over and out


Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband