Bloggfærslur mánaðarins, maí 2006
Sunnudagur, 7. maí 2006
MOLI COACH...
Jújú við erum búnar að negla þjálfaramálin hjá okkar Magnaða Magna liði og er það hann Siguróli eða Moli eins og hann vill orða það. Mér leist nú bara vel á hann og hlakka mikið til að sjá hvernig þessi litskrúðugi hópur á eftir að höndla þetta sumar. Við fengum bara í rauninni 3 reglur sem við þyrftum að leggja á minnið:
-Það má bara vera í fýlu í 15mín eftir tapleik
-Það er bannað að gefast upp og labba í leik
-Við verðum að velja hvort við viljum hafa þetta SKEMMTILEGT eða BARA GAMAN!!
Þannig að þarna sjáið þið að þetta er sport fyrir alla og eru gamlir og nýjir endilega velkomnir. Það var hörkumæting í gær í Bogann og vorum við 27stk eða 54 hoppandi júllur á þessum klukkutíma, toppiði það! Enginn slasaðist neitt alvarlega þannig að stefnan er tekin á æfingu á morgun kl.19 í Hrafnagili og þá munu takkaskórnir vera teknir fram. Öss.... Hittumst svo heima hjá Birnu Bald til að halda upp á afmælið Stefaníu og kíktum á Kaffi AK og svo auðvitað á Palla minn sem henti vinkonu sinni auðvitað á gestalista ásamt 5stk handa uppáhaldsvinkonum mínum í liðinu, þekkti reyndar ekki alla sem ég lét hafa miða, en seldi svo síðasta þannig að ég græddi eiginlega bara fínt á að fara í Sjallann....Sorry enn og aftur Birna :-D(átti sko miðann sem ég seldi)
Kllifur í dag frá 10.30-16.00 í þvílíkri Bongóblíður að maður er bara orðinn þokkalega brúnn. Ég var drulluhrædd fyrst en var svo farin að klifra upp í 10m hæð, vúhú, reyndar með tryggingu og allt, datt einu sinni en meiddi mig ekki neitt og vá hvað þetta er gaman, þið bara verðið að prufa þetta áður en þið deyið, næst á dagskrá hjá mér er sky-diving...er það ekki mamma??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 5. maí 2006
Hláturinn lengir lífið-nema maður drepist auðvitað úr hlátri!!
Þessa krúttilegur setningu kom Rögnvaldur gáfaði með í gær við kynningu lags af nýja disk þeirra Hvanndalsbræðra, og ég held í alvörunni að þetta eigi eftir koma fyrir eldri bróður minn, Kristján Hauksson. Þegar hann nebblega springur upp úr þá þarf hann að standa upp og hallar sér aftur á bak til að reyna að ná andanum en getur svo bara andað inn, og stundum þá þarf hann bara að fara út í hurð til að fá sér ferskt loft, þetta er rosalegt án gríns.. En Tónleikarnir komu mér annars virkilega á óvart og þeir voru illa góðir. Tóku mjög sérstaka og brilliant flotta útgáfu af maistjörnunni og ég vona að hún sé á disknum, á eftir að hlusta á hann. Rúní fékk sér aðeins í tánna og var ekkert smá krúttlegur, sérstaklega þegar við komum heim og hann fór að elda sér. Ég skildi loksins af hverju Joey Tribbiani eldar ekkert sem frussast þegar hann er nakinn :-D
Hey ég fékk afmælisgjöfina mína frá honum í gær og var það geggjað klifurbelti, hjálmur og kalkpoki þannig að búnaðurinn er kominn á góða leið. Við ætlum eitthvað að kíkka á Munkann á morgunn og æfa okkur í klettum þannig að þetta er mjög spennandi. Hann keypti sér nebblega líka þannig að í augnablikinu lítum við út eins og Ísfirðingarnir á skíðunum sem voru alltaf með búnaðinn tipp topp en kunnu eiginlega ekki neitt í íþóttinni sjálfri!! Ég minni ykkur á að kíkka endilega á æfingu á Laugardaginn í Boganum, en það verður í fyrsta sinn sem við mögnuðu Magna gellur spilum á stórum velli þannig að þolið verður að vera gott, sjitt maður er bara orðinn stressaður! Æfingin er klukkan 16 en þeir sem vilja koma að hjóla í kvöld þá eruð þið velkomin með okkur Rúní um kvöldmatarleitið. Annars bið ég ykkur að lifa heil... já og kaupa diskinn með Hvanndalsbræðrum :-D
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 4. maí 2006
01:02:03 04/05/06
Vöknuðuð þið ekki í nótt þegar þetta skall á?? Það slokknaði á sjónvarpinu okkar og allt og við gátum engan veginn kveikt aftur og svo kviknaði á viftunni inn í eldhúsi og útidyrahurðin opnaðist!!! Díses hvað ég er að bulla í ykkur. Neinei Rúní sýndi mér þetta á maili í gær og þetta er eitthvað sem kemur bara ekki aftur fyrir svo lengi sem við göngum á þessari jörðu, rosa kúl.
Magna liðið er allt að taka við sér og það mæta sífellt fleiri á æfingu, spurning um að hafa A og B lið :) Moli er orðinn þjálfari liðsins, þannig að vonandi að hann fari að mæta því ég hef ekki hugmynd um hvernig þessi manni lítur út! Búningarnir komnir á langa leið held ég og ég er að reyna eftir bestu getu að taka sjöuna frá en við erum svo margar að ég veit ekki hvort Guð hlusti á bænir mínar...PLÍS!! Tónleikar í kvöld með Hvanndalsbræðrum á Græna Hattinum og hvet ég alla til að mæta. Skýrr voru svo elskulegir að bjóða okkur þannig að allavega mæti ég á staðinn elskurnar. Eigiði annars góðan dag og sjáumst á æfingu stúlkur mínar :-D Ciao
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 1. maí 2006
CLEAN...ummm
Vá hvað var ljúfur dagur í gær. Tók daginn snemma og fór á grasspyrnuæfingu eins og Rúnar myndi orða það og það var hreinlega hin fínasta mæting þó sumar hafi verið í annarlegra ástandi en hinar :-D En allt gekk vel og enginn slasaðist nema Stefanía smá, en hún er hörkukjella og hristi þetta af sér á einum spretti. Fundur í dag á Greifanum í hádeginu og verið að ákveða fjárveitingar og bla þannig að ef einhver vill styrkja okkur þá tökum við því með opnum örmum. Eftir æfingu var ég með svo mikla orku að ég hóf tiltekt á þessu yndislega heimili mínu og þvoði hvorki meira né minna en 4 þvottavélar og þreif allt frá toppi til táar, skipti út styttum og kertastjökum og má hreinlega segja að vorstemmarinn sé kominn í Skarðshlíðinni, dí hvað mér líður vel. Rúnar hjálpaði mér auðvitað og svo fórum við út að borða og í bíó...brilliant dagur. Kíkkuðum á "failure to lunch" sem er bara hin fínasta ræma og ekki kvartar maður nú yfir skrokknum á gaurnum...úff!!
Tókum helgina á Óló og svo eftir æfingu þá biðu manns fermingarveislur og eftir það var Birna að halda upp á þrítugsafmælið sitt þannig að kcal-fjöldinn var ekki minimum þessa helgi. Annars sé ég fram á það að þessi yndislegi 1.maí verði líka geggjaður því veðrið er gott og ALLT HREINT, dí mér líður eins og Monicu...hreinlæti turns me on :-D ...Fjalar?? Rúnar er farinn að sakna þín og vill að þú kíkkir til okkar áður en tímabilið fer á fullt..Can that be done my friend? EN elskurnar....njótiði dagsins og eigiði góða vinnuviku. Ætla að drífa mig á þennan fund og reyna að eigna mér númerið mitt...(sjöuna)..wish me luck....ciao
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006