Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um gömlu teiknimyndirnar?

Já þar sem ég er núna í fæðingarorlofi með mína yndislegu prinsessu er kúrt svolítið fram eftir morgni og einnig kveikt á tv seinni partinn þegar pabbinn kemur heim. En það sem ég skil ekki og mun aldrei skilja af hverju er verið að sýna þessar teiknimyndir sem eru sýndar núna. Þetta snýst allt um einhverjar ofurhetjur sem drepa mann og annan og ef ekki þá eru það skrímsli sem breytast í eitthvað annað til að drepa einhvern annan, ég bara skil þetta ekki og ég skil ekki heldur hver velur þetta.

Hvað varð um teiknimyndirnar sem maður vaknaði spenntur til að horfa á um helgar eins og "Bangsi bestaskinn, nebbarnir, í Óskaskógi, Kærleiksbirnirnir, Einu sinni var, Kalli og Kýklóparnir, Foli minn litli og fleira og fleira" sem senda börnum actually umhyggju og kærleik í stað ofbeldis! Ekki það að foreldrar geta alveg valið hvað börnin þeirra horfa á, en þetta er í almennu sjónvarpi og ég meina, ÞAÐ ER EKKI EINS OG TEIKNIMYNDIR VERÐI ÚRELLTAR!!!! Ég heimta að þeir hjá sjónvarpinu og stöð 2 fari að sýna þessar gömlu góðu aftur því það virðist koma fram í annarri hverri umræðu í þjóðfélaginu..."hvað verður um þessa kynslóð, ofbeldishneigð, hatur, eiturlyf......og eitt leiðir af öðru" Ég held að fólk ætti að byrja á því að leita aðeins dýpra og byrja á sjónvarpsefninu sem núverandi "kynslóð" er að horfa á!

En takk fyrir Janúar, næsta markmið er að klára Febrúar með bros á vör.  Good Day


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að svara commentinu frá þér á mínu bloggi!

Erla var með mér í Fjölni svona síðustu andardrætti mína í boltanum. Tveir góðir öskurapar saman þar. En þar fyrir utan þá var hún líka að vinna á leikjanámskeiðum hjá Fjölni þegar hún var 15 og ég 20 og sá um námskeiðin. Við Matti og Þröstur heimsóttum þau svo meiraðsegja út til London. Enda Erla snillingur og hvað er ein London ferð milli vina, sérstaklega þegar innifalið er Arsenal - Tottenham;)

Er orðin ógeðslega forvitin eftir þessa símtalshótun svo "Pick up the phone" Þú ert í fæðingarorlofi hvort eð er og hefur ekkert betra að gera. GSM 663-6678.

Later, gater!

Kristín H. H. (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 12:43

2 identicon

já eigum við eitthvað að ræða hversu skemmtilegir Kalli í kíklópunum voru.. Þetta voru sko uppáhalds teiknimyndirnar... Maður beið spenntur eftir hverjum Laugardegi til að horfa á þá.... Spurning um að senda 365 eitt stk e-mail.. :)

En við biðjum bara að heilsa hérna fyrir austan.. Sjáumst svo hress og kát í sumar.. :)

William Geir (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 14:29

3 identicon

Segðu....hrikalega er ég sammála þér ;-D

Lísa (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 18:06

4 identicon

En það var nú reyndar til He-Mann og e-h fleiri dráps teiknimyndir, spiderman og eitthvað meira sem var líka í að drepa.. Var ekki bangsi besta skinn líka að berjast eitthvað... man það ekki, en Kalli var fínasta teiknimynd þyrfti að nálgast þá seríu e-h staðar.

Bestu kveðjur frá akureyri

Þorri (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 19:45

5 identicon

Jú það er rétt hjá þér með He-man og Spiderman, gleymdi þeim víst. En þrátt fyrir þær þá vil ég fá fleiri gamlar myndir inn t.d. Mikey Mouse, Villi spæta og hina classíkana sem ég skrifaðu í færsluna, vinnum að þessu ;-D

Ef þú finnur "Kalla og co" sem þú getur hent á flakkara, endilega láttu mig vita og ég fæ þættina hjá þér, HREIN SNILLD. Kv. frá Óló 

Frænkan í Undralandi (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband