Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

9. október!?!

Heartjæja elskurnar mínar nær og fjær, þar sem sögurnar eru farnar að fara ansi langt og vítt og breytt og út og suður þá mun ég hér með upplýsa það að Lísebet Hauksdóttir og Rúnar Gunnarsson eru komin 3 mánuði á leið og við vorum í skoðun í morgun í fyrsta skipti og allt var í góðu, fengum að heyra geggjað hraðan hjartslátt og allt í einu varð þetta svo raunverulegt oh...ég svíf á bleiku skýi alveg hreint og pabbinn líka, brosandi út að eyrumInLove Við förum svo í sónar í fyrramálið og hnakkaþykktkarmælingu og vonum við og biðjum til Guðs um að allt sé í lagi og vonandi þið líka. Danke. 

Eftir þessa snilldarviku þá erum við loksins komin á áfangastað frísins okkar sem hefst í Hollandi, þar sem við fljúgum á föstudaginn út og komum heim á þriðjudaginn og þá munum við bruna á Þingeyri til Þóreyar og Ella og tvíbbana sem komu í Skólahreysti í gærkveldi!!! ásamt Hallberu og Smára þannig að það er þvílík spenna í loftinu hérna megin og okkur öllum heyrist mér. Brói og Helga eru líka að fara út eða til Ungverjalands í brúðkaup til Sandors og Tunde og þau hlakka ekkert smá til og svo er Hjalti brósi að fara í æfingaferðalag á sunnudaginn og verður í tíu daga og mamma og pabbi ætla eitthvað líka í ferðalag, þannig að það er bara allt að verða vitlaust í familíunni... Ætla ekki að hafa þetta lengra, er farin að pakka...sjitt fer að verða sein mar....

Gleðilegt frí og já...GLEÐILEGA PÁSKAWhistling


We are the champions

eða allavega í top 4 við Elís sko. Málið er það að við fórum á BODY PUMP námskeið um helgina og viti menn við náðum ásamt bara tveimur öðrum af tíu stykkjum sem reyndu við þetta hrikalega þol og kennslupróf, djöfull er maður í hrikalega góðu formiDevil Ferðin byrjaði reyndar ekkert hrikalega vel þar sem fluginu okkar var fresta og mættum við tveimur tímum of seint, en það var allt í góðu við vorum hvorteðer langbest...oh mér finnst svo gott að vera svona hógvær!! Helgin út í gegn var annars bara snilld og mikið mikið mikið hlegið, held eiginlega bara allann tímann því við gátum ekkert sofið þannig að við vorum í svefngalsa frá föstudegi til sunnudags. Tounge Nokkur stykkorð úr ferðinni sem þið þurfið ekkert að reyna að skilja:

-framstig

-axlir

-pungur

-ganga í svefni?

-andsetinn

-brake og moonwalk

-nammi

-bjúgur

-drama

-pizza á Horninu

-Leg

-Hagamels-ís og margt margt fleira sem gleður mitt hjarta endalaust að hugsa til. Lenti á Ak í gær kl. 13 og við droppuðum við í hitakompuna hjá Birnu og Tóta og fengum lyf handa RúnariGrin(smá loco), brunuðu svo heim í afmælisveislu hjá honum pabba mínum því hann á afmæli í dag þessi elska og vil ég óska honum innilega til hamingju með áfangannHeart, love you

hef þetta ekki lengra í dag, förum til Hollands eftir 4 daga.....sjitt


Hvað er með kók og þeirra nýju uppfinningar!!

ÞEtta er allt nákvæmlega ein, diet kók, coca cola light og jújú viti menn það er komin enn ein tegundin sem geriri það nákvæmlega sama og coca cola light þ.e. kók ZERO með SAMA BRAGÐ OG ENGANN SYKUR....common, hvað er að ykkur í þessu fyrirtæki, hvað varð um gamla góða TAB-ið sem er by the way örugglega langt best af þessu öllu saman. Og svo nýjasta auglýsingin, jesús ég æli! Róleg á að gera nýja auglýsingu með alveg sama grunn og auglýsingin um coca cola light sem var í rauninni mjög flott og skemmtileg...."....Nú ætlum við að standa upp og klappa fyrir manninum sem reif sig upp úr sófanum og fór og keypti undirföt handa kærustunni sinni, og svo ætlum við að standa upp og klappa fyrir.....o.s.frv." Þetta var actually skemmtileg auglýsing en núna eru þeir bara alveg búnir að fara með það með nýjustu auglýsingu Coke um ZERO-ið, með gaurinn sem allir eru hreinlega að klappa fyrir og hann er að tala í  einhverja keilu ofan á rútu og endar svo úti í vatninu...Jesús hvað þetta pirrar mig. Ég held ég fari bara í mótmæli og fari að drekka pepsí!!

Jæja, gott að vera búin að pústa um þetta, nú get ég andað léttar og vitað það að dagurinn á eftir að verða góður. Siggi frændi minn til hamingju með litla prinsinn sem fæddist í morgun, heilar 18 merkur og 55cm og er búið að nefna engilinn Konráð Þór. Æði!

Minni á nýja púðursnjóinn sem kom í gær og í dag...MAÐUR Á AÐ FARA ÚT AÐ LEIKA OG EF YKKUR VANTAR LEIKFÉLAGA ÞÁ HRINGIÐI BARA Í MIG...GrinLoVe It


Tvær vikur í Holland Beibí

Usss ég bara get ekki beðið eftir að kíkka til Helu og Máa sérstaklega þar sem núna er 17 stiga hiti hjá henni og logn og sól, dí ert´að grínastCool Ég verð nú að reyna að vera dugleg að vera úti til að ná nokkrum freknum áður en við fljúgum út svo ég brenni nú ekki. Fór reyndar á gönguskíði áðan í þessari svaka bongóblíðu og tók alveg ferlið á þetta, tók pásur á 10mínútna fresti og bleytti feisið á mér með snjó til að vera brún og sonna Grin og viti menn það virkaði sko, er komin með 12 nýjar freknur á nebbalinginn, jí-ha!

Annars er bara búið að vera brjálað að gera eins og hjá flestöllum Íslendingum nema kannski Hemma Gunn, vó-djúpur og næst á dagskrá er það að fara að skoða nýja húsið hans Bjössa bekkjarfélaga en hann var að fjárfesta í svakalegu einbýlishúsi hérna í nágrenni við vinkonu sína. Til hamingju Aðalbjörn. Annað er það að frétta að Elís frændi er orðinn samkennari minn og er að kenna íþróttir fyrir Völlu og hann er algjörlega að fíla þessa kennslu þannig að allir eru voða bjartsýnir á að hann drífi sig svo bara í nám, rasi aðeins út og komi heim í fjörðinn fagra tila ð taka frænku sína alveg til fyrirmyndar!Tounge  Oddur er svo að koma í heimsókn til okkar á fös og verður yfir helgina þannig að ef ykkur vantar leikfélaga þá er ég laus. og já eitt enn, endilega fleiri að skrá sig í blakið. Það var fullmannað síðasta sunnudag í 2 lið og var keppnin gríðarlega hörð, endilega takið vini og vandamenn með næsta sunnudag kl. 12-13.30 og reynum að ná 4 liðum og að sjálfsögðu að taka sundfötin með og sóla sig.

Áfram Mikael BrekiHeart


Snjór snjór snjó....love it

Öss hvað er gaman að vera til þessa dagana, það bara snjóar eins og í gamla daga þegar maður var að týnast í einhverjum sköflum og stökkva fram af Tréver og festa sig upp að mitti, díses hvað þetta er gaman. Búið að troða fullt af slóðum og allt þannig að skíðin verða sko tekin fram á morgun, enda er Útivistardagur hjá okkur í skólanum og þá fara sko allir með smurt og heitt kakó á skíði eða þotu eða whatever, ú-je!!Grin Bara get ekki beðið.

Fórum á matreiðslunámskeið í gær fyrir pottaeigendur og það var hörkustuð og rosalega góður matur sem við fengum að smakka þarna m.a. kjúllaréttur, fiskur, lambalæri, kartöfluréttur, lasagne  og eplakaka með sósu og rjóma, eins gott að ég var búin að kenna BP áður en ég mætti og át á mig gat ummm. Birna og Tóti eru búin að nefna prinsinn og heitir hann Mikael Breki, til lukku með það elskurnar. Annars er plan helgarinnar að brosa og njóta snjósins og svo ætlum við að skella okkur í afmæliskaffi á sunnudaginn hjá Jóhanni bróðir Rúnars... Bið ykkur bara að gleyma ekki barninu í ykkur með bros á vör í öllum þessum snjó og ég mana ykkur til að fara að renna ykkur á ruslapoka á Gullatúninu, ef þið þorið ekki ein þá kem ég glöð með.....jííííííí-haaaaaaaaaaaaaaaa


Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband