Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Það er ALLT leyfilegt um jólin

Orð í heilsuræktarbransanum sem ég er gjörsamlega komin með nóg af, allavega í desembermánuðinumGrin

-Lífrænt ræktað

-Gluteinóþol

-Fitandi

-Óhollt

-Hreinsun

-Ekkert af þessu virkar hvorteðer þannig að tölum bara saman í janúar! þannig að ég læt hér fylgja með KALORÍUREGLUR FYRIR JÓLIN. Gott að styðjast við, áður en maður fer að hugsa hvað maður setur ofan í sig.

-Maturinn sem þú borðar þegar enginn sér til hefur engar kaloríur
-Þegar þú borðar með öðrum eru einungis kaloríur í matnum sem þú borðar umfram þau.
-Matur sem er neytt af læknisfræðilegum ástæðum (t.d. jólaglögg, heitt súkkulaði, rauðvín o.s.frv.) inniheldur aldrei kaloríur

-Því meira sem þú fitar þá sem þú umgengst daglega því grennri sýnist þú
-Matur (t.d. poppkorn, kartöfluflögur,hnetur, gos, súkkulaði og brjóstsykur) sem er borðaður í kvikmyndahúsi eða þegar horft er á myndband er  kaloríulaus vegna þess að hann er hluti af skemmtuninni.
-Kökusneiðar og smákökur innihalda ekki kaloríur þar sem þær molna úr þegar bitið er í þær.
-Allt sem er sleikt af sleikjum, sleifum, og innan úr skálum eða sem ratar upp í þig á meðan þú eldar matinn inniheldur ekki kaloríur vegna þess að þetta er liður í matseldinni.
-Matur sem hefur samskonar lit hefur sama kaloríufjölda (t.d. tómatar = jarðaberjasulta,  næpur = hvítt súkkulaði)
-Matur sem er frosinn inniheldur ekki kaloríur því kaloríur eru hitaeiningar

Ég mæli með því að þetta HENGIST Á ÍSSKÁPINN
GLEÐILEG JÓL
 

Sit hérna og narta í yndislegt smákökudeig sem ég var að laga á meðan ég skrifa þessa yndislegu grein, já það er sko gaman að vera til þessa dagana. Eða bara alltaf-ég er svo hamingjusöm lítil stelpaInLove

Lísa í Undralandi kveður.. 

 


Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband