Mánudagur, 1. maí 2006
CLEAN...ummm
Vá hvað var ljúfur dagur í gær. Tók daginn snemma og fór á grasspyrnuæfingu eins og Rúnar myndi orða það og það var hreinlega hin fínasta mæting þó sumar hafi verið í annarlegra ástandi en hinar :-D En allt gekk vel og enginn slasaðist nema Stefanía smá, en hún er hörkukjella og hristi þetta af sér á einum spretti. Fundur í dag á Greifanum í hádeginu og verið að ákveða fjárveitingar og bla þannig að ef einhver vill styrkja okkur þá tökum við því með opnum örmum. Eftir æfingu var ég með svo mikla orku að ég hóf tiltekt á þessu yndislega heimili mínu og þvoði hvorki meira né minna en 4 þvottavélar og þreif allt frá toppi til táar, skipti út styttum og kertastjökum og má hreinlega segja að vorstemmarinn sé kominn í Skarðshlíðinni, dí hvað mér líður vel. Rúnar hjálpaði mér auðvitað og svo fórum við út að borða og í bíó...brilliant dagur. Kíkkuðum á "failure to lunch" sem er bara hin fínasta ræma og ekki kvartar maður nú yfir skrokknum á gaurnum...úff!!
Tókum helgina á Óló og svo eftir æfingu þá biðu manns fermingarveislur og eftir það var Birna að halda upp á þrítugsafmælið sitt þannig að kcal-fjöldinn var ekki minimum þessa helgi. Annars sé ég fram á það að þessi yndislegi 1.maí verði líka geggjaður því veðrið er gott og ALLT HREINT, dí mér líður eins og Monicu...hreinlæti turns me on :-D ...Fjalar?? Rúnar er farinn að sakna þín og vill að þú kíkkir til okkar áður en tímabilið fer á fullt..Can that be done my friend? EN elskurnar....njótiði dagsins og eigiði góða vinnuviku. Ætla að drífa mig á þennan fund og reyna að eigna mér númerið mitt...(sjöuna)..wish me luck....ciao
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Athugasemdir
Þessi fótbolti býður ekki mikið upp á Akureyrarferðir á næstunni. Sorry. Við finnum samt eitthvað út úr þessu. Fjalar
Fjalar Þorgeirsson (IP-tala skráð) 1.5.2006 kl. 20:31
Lísa!!1 Lísa !!! Lísa!!!. skipti út styttum og kertastjökum, þetta er náttúrulega bara snilld. Er allt grænt og bleikt núna?
Gaman að blogginu þínu(ykkar)
Kv. Sigga frænka Óló
Sigga G (IP-tala skráð) 2.5.2006 kl. 11:42
Hoj... Ég sakna þín ;*
Er búin að fara út að labba á hverjum degi síðan ég kom hérna og ætla sko pottþétt að halda því áfram því það er svo ótrúlega fallegt hérna og alltaf gaman að fara út að skoða... svo tala ég nú ekki um hitann! Fór út að labba áðan bara í training buxum og nike bol frá þér :)
Labba svo oft meðfram ánni og á sunnudaginn lágu ástfangin pör útum allt að kyssast (pirrandi) og fólk að lesa eða í pikknikk, sumir með jarðaber og kampavín, fullt af fólki í fótbolta, sumir sofandi! og allir pöbbar fullir og allir að kæla sig niður með bjór.. nema ég heh... en það kemur!
Ég mæli með cambridge!!
Love love love
ÞÍN Heiðdís
Heiðdís Austfjörð (IP-tala skráð) 3.5.2006 kl. 13:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.