Færsluflokkur: Íþróttir
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Ég held það nú...
Takk fyrir kveðjurnar allir saman, mér þykir mjög vænt um þær. Spurning hvort þetta sé kakan sem verður í brúðkaupinu okkar fyrst maður er kominn á þessar slóðir!!! Ég er game
Íþróttir | Breytt 10.8.2008 kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Herramaðurinn á skeljarnar :-D
Og ég auðvitað í skýjunum og við öll. Vorum búin að velja okkur hringa saman, völdum demant á minn og svo stendur inní þeim "ÞÚ SEM ERT MÉR ALLT" Rúnar fór spesferð til pabba til að biðja karlföður um hönd mína. Færði ma og pa dýra koníaksflösku eins og sannur herramaður. Kom heim og bjó til picknikk handa okkur familíunni og kom með smurðar samlokur, 3 svala og súkkulaðikex og hann var svoooooo flottur og einlægur og yndislegur þessi maður. Og að heyra þessi orð..."Viltu giftast mér Lísebet Hauksdóttir?" Ég fæ ennþá gæsahúð að hugsa um þetta. Hann valdi sem sagt mánaðardaginn 06.07.08 því þá myndi hann alltaf muna daginn, dúlla Svo um kvöldið elduðum við okkur sóðalegustu hamborgara sem ég hef séð og við erum að tala um að áleggstegundirnar voru.....skinka, sveppir, egg, kál, paprika, rauðlaukur, beikon, bbq-sósa, ostur undir og yfir, gúrka, tómatar og feta ostur...og JESÚS...no words. Verðið bara að prufa. Og það voru sko 2 á mann og auðvitað skáluðum við svo fyrir okkur og framtíðinni, ég í rautt og hann í svart og svo var auðvitað dekrað við hvort annað það sem eftir var kvöldsins.
Rúnar Gunnarsson þú ert mér allt
Föstudagur, 4. júlí 2008
Blues(fleiri myndir hjá Guðný Ágústar)
Jújú stelpan fór víst á kostum á föstudagskvöldið þar sem hún gjörsamlega sleppti sér á sviðinu og flippaði svona allsvakalega út. Fékk mjög verðskuldaða gagnrýni og var alveg í skýjunum eftir kvöldið á tók út egóflippið þar fyrir júní. Spurning hvað gerist í júlí
Helgin var yndisleg í alla staði og vorum við í bústaðnum okkar með mömmu og pabba að gista þar í fyrsta sinn í HELLIDEMBU og vá hvað við vorum fegin að fara ekki í útilegu þann dag, hefðum endað í pollum og bleytu. En bústaðurinn stóð fyrir sínu, Rúnar fór á kajak og svo fengum við fullt af heimsóknum þangað.
Þessi helgi fer hins vega fram í tjaldvagninum góða n.t.t á Húsabakka í Svarfaðadal þar sem við erum að fara á bilað ættarmót með Árnahúsfjölskyldunni og það verður bara geggjað í veðurblíðunni sem er núna. Spári 20 stiga hita og sól þannig að maður verður eitthvað tanaður á sunnudaginn
Óska ykkur góðrar helgar og í guðanna bænum fariði varlega í umferðinni Já sendi einnig Kidda, Gísla, Fjalari, Gulla og Degi saknaðarkveðju, bæbb little ones. Kv. L
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 25. júní 2008
Tvíburarnir in da house =)
Stærstu og merkilegustu fréttirnar í dag fyrir okkur eru þær að Hallberan okkar og Smári eignuðust tvo stálhrausta stráka í gær. Sá fyrri kom kl.23.33(13merkur og 52cm) og sá seinni kl.23.39(11merkur og 50cm) eða aðeins 6mín síðar og þar með var hetjan okkar með heil 24mörk inside, alveg 2merkum meiri en Kristján bróðir var fæddur!!! Vá það var svo geggjað að heyra í henni í dag og þeim, alveg gjörsamlega í skýjunum þessar elskur. Oh...æði, Innilega til lukku Hér koma prinsarnir:
Annars eru bara allir busy eins og venjulega, við erum á fullu að skipuleggja útilegur, sumarbústaði og svo fara öll kvöld þessa vikuna í hljómsveitaræfingar og það er bara snilld að fá aðeins að öskra úr sér lungun stundum. Fór á æfingu í gær með Eyþóri Inga og sjiiiiiitttttttttttttttttörinn hvað drengurinn er með svaðalega rödd, maður bara orgaði af gæsahúð og Maggi átti ekki til orð því það voru varla til hærri tónar á gítarnum til að halda í við drenginn. Ef þið ætlið á blúsinn þá mæli ég með föstudagskvöldinu, ekki mín vegna heldur til að upplifa að sjá hann á sviðinu því ég get lofað ykkur geggjuðu showi!
Das wetter er búið að vera schön þessa vikuna og maður er bara orðinn brúnn og sætur eftir sólböð og kósíheit, Karen Helga farin að skríða og vill vera í rólunni sinni allann daginn, orðin svakabrún á nebbanum sínum og er náttúrulega bara sætust. Við stefnum á útilegu eftir blús þannig að við vonum bara að þið hafið það jafn gott og við
Íþróttir | Breytt 26.6.2008 kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Hæ hó og jibbý jey og jibbý jey....við erum loksins búin að versla tjaldvagn :-D
Ó já og búin að skella okkur í fyrstu útileguna. Keyptum gamlan Camp-let vagn sem er reyndar í topp-formi, enda komin af góðu og fallegu fólki og farið með hann eftir því! Hérna kemur djásnið okkar og smá sýnishorn af geggjuðum stað , geggjuðu veðri og geggjaðri tilveru. Hólar í Hjaltadal, jeyj...
Við eigum vagninn til vinstri og svo skelltum við Jónína, Tinna og Mamma okkur í kvöldgöngu í þessu yndislega veðri og kíktum á staðinn þar sem Jón Arason var hálshöggvin árið 1550 og ég skal veðja að:
"Meira en helmingur Íslendinga hefur aldrei komið þangað! Hvað segið þið um það borgarbörnin mín góð?
Yndislegt líf og ég mæli með að allir fari í útilegu aðeins til að finna sjálfan sig, og það langt í burtu frá sinni venjulegu rútínu s.s. vinnu, vinum, íþróttum, sjónvarpi, tölvum, símum o.s.frv. og ég er líka viss um það að það geta það ekki margir þ.e. sleppt öllu þessu sem ég var að telja upp, án þess að fríka út. En við ætlum aftur næstu helgi þannig að ef ykkur langar, en komið ykkur ekki af stað...þá er ykkur velkomið að koma til okkar Annars bíðum við bara spennt eftir þriðja ísbirninum og þá sérstaklega hvað verður gert við þann kauða.
Kv. L
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 10. júní 2008
Jæja loksins búið að klára málið
Greiði bætur vegna banaslyss, fimmtudagur 5. júní 2008
Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að foreldrar tvítugs karlmanns, sem beið bana í umferðarslysi árið 2001, eigi rétt á 2 milljóna króna bótum hvort um sig. Karlmaður, sem olli slysinu, var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi að sýna af sér saknæmt gáleysi. Hann er nú látinn en dóttir hans, sem tókst á hendur ábyrgð á skuldum dánarbúsins, var í dag dæmd, ásamt vátryggingafélagi mannsins, til að greiða bæturnar
Bílslysið varð á gatnamótum Drottningarbrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri en maðurinn, sem olli slysinu, beygði bíl sínum í veg fyrir bílinn, sem ungi maðurinn ók. Sá sem slysinu olli og var 72 ára þegar þetta gerðist, játaði sök í refsimáli, sem höfðað var gegn honum og sagði að orsökin hefði verið augnabliks einbeitingarleysi af sinni hálfu.
Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði dóttur mannsins af bótakröfunni en Hæstiréttur segir, að maðurinn teljist hafa gerst sekur um alvarlegt brot á umferðarreglum og verði ástæður slyssins eingöngu raktar til stórfellds gáleysis hans í skilningi skaðabótalaga. Því fellst rétturinn á kröfur foreldranna um bætur. Einn dómari í Hæstarétti, Gunnlaugur Claessen, skilaði séráliti og vildi sýkna dóttur mannsins og vátryggingafélagið af bótakröfunni.
FARIÐ VARLEGA Í UMFERÐINNI KÆRU VINIR
//Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 30. maí 2008
Vika eftir af skólanum
Jess þá er dagurinn liðinn sko gærdagurinn sem var sá dagur er allt kláraðist hjá Lísebetunni í gymminu. Konuátakið búið, Íþróttaskólinn búinn og Karlaátakið kláraðist í gær. Enduðum þetta með stæl hjá konunum og færðum tímann út í sólina og vorum nánast bara á Evuklæðunum, vegfarendum til mikillar ánægju og svo enduðu karlarnir mínir á því að fíra mér út í sundlaugina í öllum mínum klæðum og það var hreinlega ekkert sem ég gat gert því þeir eru orðnir svo massaðir eftir námskeiðið og fituprósentur og sentimetrar hafa hreinlega fokið af þeim, þannig að ég réði ekkert við þá. Ég er svo stolt af þessum vitleysingum og hlakka bara til að starta aftur í haust með þá, sem þeir b.t.w. báðu sérstaklega um! Svo ætlum við að keppa við sjóarana í kappróðrinum á laugardaginn þannig að það verður bara stuð, veit samt ekki alveg hvort ég verði stýrimaður, sjáum hvað setur!
Sumarið er komið hjá okkur í firðinum fagra. Við erum búin að slá garðinn, láta eitra fyrir roðamaur, skella sumarblómunum niður og snyrta garðinn fyrir sjómannadaginn þannig að Ólafsvegur 48 fer bara að líta ágætlega út sonna. Á reyndar eftir að bera á viðinn og smíða pall en það kemur með betra veðri. Karenu Helgu líst ekkert á grasið nema þegar hún er búin að rífa það upp og smakka á því, en hún vill ekki liggja þar og leika sér, hún fær bara hroll og skilur ekkert hvað þetta er, dúllan. Svo er hún nú byrjuð að toga sig áfram eins og hermaður og skríða, já afturábak sko þannig að það er mjög gaman að fylgjast með henni þróas og þroskast þessa dagana. Svo fer að koma útilegutími á okkur þannig að við verðum að venja barnið við the nature!
Sjómannadagshelgin er full af dagskrá og við munum að sjálfsögðu fara í kirkju, keppa í kappróðrinum, horfa á stakkasundið, koddaslagin og allann slaginn um Alfreðsstöngina, svo verða hoppikastalar, tívolí, ball, Tinu-showið og ég veit ekki hvað og hvað. Allir í fjörðinn á þessari frábæru helgi og vonum bara að það komi enginn jarðskjálfti. Sjæse. Annars sendum við bara stórt knús á alla á Suðurlandinu og vonum að allt komist fljótt í réttar skorður í lífinu og tilverunni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Til hamingju Ísland með að ég fæddist hér :-)
Húsfreyjan hún ég, á sem sagt afmæli í dag og er skvísan orðin 28ára gammel, ú-je og ég er orðin miklu þroskaðri, grennri, fallegri, hressari, vitrari og BARA BETRI MANNESKJA fyrir vikið. Ég veit ekki hvað er í gangi en þetta varð bara svona eftir nóttina. Í fyrsta lagi ætlaði ég aldrei að sofna vegna sæluvímu svaðalegra afmælisgjafa sem gærdagurinn færði mér fyrirfram:
-Manchester United tóku vítakeppnina að sjálfsögðu fyrir mig
-"Oversize" stelpan vann í Americas next top model
-David Cook........Ó DAVID COOK VANN IDOLIÐ OG ÉG VAKTI YFIR HONUM Í NÓTT
-Í DAG MUNU SVO REGÍNA OG FRIKKI KOMAST ÁFRAM KL. 19 fyrir Íslands hönd
-Við mæðgur fáum loksins að knúsa og kyssa Rúnar eftir vikudvöl í borg óttans
ÉG ÆTLA AÐ FAGNA ÞESSUM DEGI MEÐ ÞVÍ AÐ KEYRA SUÐUR OG SÍNA NAFLANN FYRST AÐ SUMARIÐ ER KOMIÐ. Er að hugsa um að stoppa á Þelamörk, Varmarhlíð, Blönduósi, Víðihlíð, Laugabakka, Staðaskála, Brú, Hreðavatnsskála, Baulu, Borganesi og svo loks er síðasta sýningin í Mosó. En þeir sem ekki sjá mig á þessum stöðum þá skal ég setja inn eina naflamynd fyrir ykkur svona í tilefni dagsins.
Annars vona ég svo innilega að þið eigið góðan dag og ég vil óska þeim afmælisbörnum sem eiga til hamingju með daginn og þá sérstaklega afa mínum Jónsa og Hjaltameðsamaafmælisdagogég
TEK BON JOVI Á ÞETTA OG SEGI......
HAVE A NICE DAY
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 19. maí 2008
Flottastur...
KARLMENNSKA? ég var spurð að því í dag hvað þetta orð næði yfir mörg lýsingarorð og það eina sem kom upp í mitt yndislega heilabú var HERMANN HREIÐARSSON
pant vera hraustur og klára leikinn með brotið kinnbein!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. maí 2008
Hugleiðing dagsins..
Af hverju í ósköpunum er aldrei kcal-fjöldi á nammi? Ég bara botna ekkert í því hvers vegna maður geti ekki fylgst með nammikalóríunum samsíða öllum hinum kalóríunum svona allaveganna á meðan maður er í átaki svo maður geti þá allavega haft val um kalóríuminnsta nammið svona aðeins til að andlega hliðin sé ekki alveg í messi þó svo maður skelli smá chockolade í kjammann.
Sælkerinn...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006