Leita í fréttum mbl.is

Jæja loksins búið að klára málið

Greiði bætur vegna banaslyss, fimmtudagur 5. júní 2008

Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu, að foreldrar tvítugs karlmanns, sem beið bana í umferðarslysi árið 2001, eigi rétt á 2 milljóna króna bótum hvort um sig. Karlmaður, sem olli slysinu, var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi að sýna af sér saknæmt gáleysi. Hann er nú látinn en dóttir hans, sem tókst á hendur ábyrgð á skuldum dánarbúsins, var í dag dæmd, ásamt vátryggingafélagi mannsins, til að greiða bæturnar 

Bílslysið varð á gatnamótum Drottningarbrautar og Þórunnarstrætis á Akureyri en maðurinn, sem olli slysinu, beygði bíl sínum í veg fyrir bílinn, sem ungi maðurinn ók. Sá sem slysinu olli og var 72 ára þegar þetta gerðist, játaði sök í refsimáli, sem höfðað var gegn honum og sagði að orsökin hefði verið augnabliks einbeitingarleysi af sinni hálfu.

Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði dóttur mannsins af bótakröfunni en Hæstiréttur segir, að  maðurinn teljist hafa gerst sekur um alvarlegt brot á umferðarreglum og verði ástæður slyssins eingöngu raktar til stórfellds gáleysis hans í skilningi  skaðabótalaga. Því fellst rétturinn á kröfur foreldranna um bætur. Einn dómari í Hæstarétti, Gunnlaugur Claessen, skilaði séráliti og vildi sýkna dóttur mannsins og vátryggingafélagið af bótakröfunni.  

 

FARIÐ VARLEGA Í UMFERÐINNI KÆRU VINIR Heart

//

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús til þín elskan

Una (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:07

2 identicon

Einmitt... "augnabliks einbeitingarleysi" getur haft afdrifaríkar afleiðingar

Finnst þetta mjög "góður" dómur ef hægt er að segja það... þó ekki sé nema til að undirstrika það hve lítið þarf út af að bregða til að eitthvað hræðilegt gerist.  Það eru ekki bara drukknir einstaklingar sem valda skaða í umferðinni, líka þeir sem eru einfaldlega ekki með augun opin.  Þetta minnir mig allavegana á að keyra varlega.  Hugsa hlýjar hugsanir til töffara aldarinnar og þeirra sem honum tengdust....

Knús og aftur knús litla mín 

Berglind Gestsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband