Leita í fréttum mbl.is

26. mars 2008

 -Pabbi minn, hinn yndislegi Haukur Sigurðsson er hvorki meira né minna en 52 ára í dag. Innilega til hamingju með það gamli. Mundu hvað okkur þykir vænt um þig. Í tilefni þess þá splæstum við systkinin í miða á tónleikana með John Fogerty þann 21. maí kl. 21.00Heart

-Heiddi Hall á einnig afmæli þennan dag og hann er 28 ára kjúklingurinn, til lukku

-Skil á Skattaskýrslu er í dag og mun það líklega ganga bara eftir þetta árið á þessu heimili 

-Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress!! Læknar höfðu lýst Zach Dunlap, rúmlega tvítugan Bandaríkjamann, heiladauðan eftir slys sem hann lenti í, og ætluðu að fara að taka úr honum líffæri til að græða í aðra sjúklinga, en í gær, fjórum mánuðum síðar, kom Dunlap fram í sjónvarpi og sagðist bara vera nokkuð hress. Læknar lýstu Dunlap látinn 19. nóvember á sjúkrahúsi í Wichita Falls í Texas, og fjölskylda hans veitti heimild fyrir því að líffæri yrðu tekin úr honum til ígræðslu. Þegar fjölskyldan var að kveðja hann hinsta sinni hreyfði hann annan fótinn og höndina. Hann sýndi viðbrögð þegar annar fótleggur hans var rispaður með vasahníf og stungið undir nögl á fingri. 48 dögum síðar fékk hann að fara heim af sjúkrahúsinu, og er enn á batavegi. Í gær kom hann fram í morgunþætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar með fjölskyldu sinni. „Ég er bara nokkuð hress, en þetta er erfitt ... mig skortir þolinmæði,“ sagði Dunlap. Hann kvaðst ekkert muna eftir slysinu sem hann lenti í, en hann segist muna vel eftir því þegar læknarnir lýstu hann látinn.

-Karen Helga er alveg farin að sitja og er komin með tvær tönnslur, algjör rúsínubollaInLove

-Veðrið er fínt og ég er farin á skíði Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar og til hamingju með pabba, tendgapabba og afa :)

 Æjj veistu Lísa, Gulla og amma voru búnar að segja að þið væruð með fullt hús og ég sá einmitt bílaflotann þegar að ég keyrði framhjá! Kunni ekki við það að trufla ykkur með fólkinu. En það verður stutt í næstu ferð, lofa því, og þá kíkjum við á ykkur og litla sæta tannálfinn :) jii hvað ég hlakka til að sjá tannamyndabrosið hennar :)

 En elskurnar..hafið það gott!
Hlökkum til að sjá ykkur,
Jóka, William og líklegast litla pæjan :)

Jóka og William (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband