Leita í fréttum mbl.is

Jæja, nú er sumarið loksins komið fyrir alvöru

jibbý jey, jibbý jibbý jibbý jey!! Skólaslit fóru fram í gær í íþróttahúsinu með prýði og var það bara mjög spennandi upplifun. Börnin voru þvílíkt stillt og tóku stolt á móti skírteini 1. bekkjar, þau eru svo miklar dúllur, dí hvað ég á eftir að sakna þeirra HeartHins vegar verður svakalega ljúft að komast í frí eftir helgi og chilla bara í sólinni með grænan frostpinna í annarri og og diet kók í hinni, úllalí!Cool Veðrið er allavega eftir því og spáir allt að 20 stigum hérna fyrir norðan í vikunni. Útilegurnar fara svo að taka við í hrönnum og er búið að plana fyrstu ferð um helgina með familíunni innanborðs. Hvert við förum er hins vegar óákveðið.

Aðalhelgi Ólafsfirðingar er liðin og ég held að það sé u.þ.b. 20 tonnum létt af hverjum manni hér í bæ. Þvílík hátíðarhöld voru auðvitað í gangi bæði á laugardaginn og á Sjómannadaginn sjálfan í blíðuveðri, Svanborg og Ingólfur urðu hjón og einnig Hallbera og Smári og Helga systir Hallbera eignaðist strák á meðan..Innilega til lukku allir samanInLove Við hjúin brunuðum suður á föstudeginum og fórum út að borða með Fjalari og Fríðu og þegar við lögðum bílnum sáum við konu í mjög svo annarlegu ástandi í bílstjórasætinu við hliðina á okkur. Hún hékk hreinlega í beltinu og það var pípa á gólfinu. takk fyrir túkall! Ég opnaði hurðina hjá gellunni og spurði hvort ekki væri í lagi?....vinan gat varla talað og hljómaði eins og gaur sem er búin að vera á fyllerí í 10 daga.."É ætl´i sko b´ra rétt a´eis a dorma"....Jesús, þá var gellan að bíða eftir vinum sínum og ætlaði bara að fara á rúntinn í þessu ástandi...við héldum nú ekki og hringdum á POLIZEI sem reddaði málunum. Við fórum hins vegar að borða SUSHI og makimaki... eða ég sá um grænmetisréttina þar sem óléttar konur mega ekki borða sushi......namminammm hvað þetta var gott og fullkomnaði Reykjavíkurferðina mína að komast í sushi. Fórum svo í bíó á Pirates... vá ekki fara hún er svona 2 tímum of löng!! En við Fjalli sofnuðum bara værum blundi þar á meðan Rúnar og Fríða kláruðu myndina.

Brunuðum svo á í Skálholtskirkju til Hallberu og Smára og mættum þar óvænt og vá hvað þú varst falleg hallbera mín, dí ég held bara að ég hafi grenjað allann tímann. Stebbi sá um sönginn og gerði það að sjálfsögðu hrikalega vel. Veislan var svo upp á Laugarvatni í lífi og fjöri og allir skemmtu sér fram á rauða nótt. Við brunuðum af stað í bæinn um hálf 2 og ætluðum að keyra alla leið heim en flöskuðum á því og gistum hjá Rúnari og Orra í lanholtsveginum. Takk fyrir okkur allir. En núna taka starfsdagar við og þá er best að fara að týna niður dótið af veggjunum.... set inn myndir þegar ég nenni næst....bæbb bæbb og eigiði góða viku!

Lísa, Rúní and the beibíHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig er farið að langa að sjá kúluna þína Lísa. Þú verður að fara að setja inn myndir. Verð svo að kíkja á þig í fjörðinn við tækifæri og knúsa þig

Ginga (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband