Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

HUGO BOSS...

oh.....gott að vera komin heim í Kúrukotið með allt nýja dótið og nýju HUGO BOSS fötin gæjans míns sem áttu að kosta 59.900 en það var 50% off þannig að við sluppum með 30kallinn sem er snilld fyrir svona flott föt og vá hvað hann var sætur í þeim í weddinginu...fjúff!!Tillögurnar góðar á húsinu og ég er mjög sammála þessu nafni en Rúní er með einhverja stæla og vill ekki hafa þetta svona væmið, hann er svo rough þessi jakkafatamassiPolice

En vá hvað Reykjavík er leiðinleg maður, það eru að meðaltali 3 bílar á heimili þarna og það er gjörsamlega allt að springa utan af sér hvort sem það er bílastæði, íbúðahúsagötur eða þessar brautir eins og Miklabraut og co, aldrei myndi ég halda geðheilsunni að búa þarna og vorum við mjög fegin að koma heim í hlað á sunnudagskvöld.

Brúðkaupið var reyndar geggjað og vá hvað hún Helena var falleg og þau og Lena er náttúrulega bara snillingur í sínu starfi og gerði þennan dag frábæran. Ég söng 3 og hálft lag eiginlega og gekk bara fínt og svo í veislunni mætti Stebbi auðvitað og tók lagið surprise fyrir brúðhjónin sem var reyndar geðveikt, allir tóku undir og þvílík stemning sem kom í salinn. Þannig að utan við mína heilsu og minn fallega bjúg þá var þessi ferð brilliant, ég þurfti að kaupa mér skó nr 42. þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig fæturnir fallegu eru orðnir hehe! ...Gistum hjá Frigga og Hrund, hittum Hildi Völu og Jón, Golla og Konna, Svavar Örn og Danna, Fjalla og Fríðu, Jónnu Bjöss, Hjalt bró og fleira fallegt fólk en toppurinn á ferðinni var auðvitað að versla fyrir erfingjann sem er á leiðinni og vá hvað við völdum gegggggggjaðan vagn, get ekki beðið eftir að fara á göngu með hann. Hugsuðum til Ólafsfjarðar og ákváðum að kaupa ekki eins og allir í heiminum eiga þar annað hvort bláan eða svartan vagn þannig að við keyptum skær-rauðasta vagninn sem fannst í búðinni og dí hvað hann er flottur. Misstum okkur líka aðeins í IKEA og Olavía og Olíver en það var bara gaman. Erum búin að henda ljótu mottunni út í forstofunni og gera hana upp á nýtt þannig að það er orðið kósý líka í forstofunni, nammi namm. Á heimleiðinni lentum við reyndar í þvílíka rugl veðrinu þar sem var skínandi sól og risastór snjókoma upp á heiðunum. Réttir voru líka á sínum stað og held ég að Lína hafi verið þarna í essinu sínu að hóa á eftir þessum skrilljón rollum sem við mættum!! Bílaröðin var reyndar stór eða svona um 200 bílar að bíða eftir rollum og á svipnum að dæma af fólkinu þá voru nokkrir búnir að framkvæma glæp í huganum, en við Rúní tókum ´essu bara eins og danirnir og vorum frekar ligeglad með myndavélina bara, enda vön þessum röðum í borg óttans og ég tala nú ekki um rollurnar sem hafa verið hjá okkur á lóðinni í sumarGrin

En dagurinn í gær fór bara í að ganga frá og setja saman dót og þvo þvott og eitthvað svonna og reyndar fór húsmóðirin á heimilinu út í garð í gær og tók upp kartöflurnar í garðinum og uppskeran var bara algjör snilld, ummm elduðum okkur í gær og þær bara bráðnuðu upp í manni, reyndar með miklu smjöri!!  ...Að lokum vil ég óska Leiftur/KS til hamingju með árangurinn að komast upp og vonum bara að næsta summer verði jafn flott. TillykkeWizard over and out


Áfram Ísland...

Jújú við rennum af stað í fyrramálið af stað til borg óttans að versla og versla fyrir litla babíið sem er alveg að koma í fangið mitt þannig að það er gríðarleg tilhlökkun í gangi hjá okkur. Vorum um helgina að þvo barnaföt og dúlla okkur í að gera klárt, ekkert smá sætt allt saman og vá hvað þetta er allt lítið. Maður er ekki alveg að átta sig á þessuHeart Ég stækka og stækka og fæ meira bjúg og meira bjúg og ég sver að þegar ég brosi þá vottar fyrir góðum svip af súmóglímukappa í augunum þ.e. í þau skipti sem að sést í þauGrin Fer nú samt ennþá og syndi mínar 40 ferðir og hangi í pottinum það sem eftir er dags því þar líður mér langbest. Reyndar líka í baðkerinu á kvöldin það eina er að baðið mitt er svo lítið að mér er alltaf ískalt á bumbunni þegar ég fer í bað á kvöldin að slaka á því hún stendur lengst uppúr!

Rúnar er allur að koma til í bakinu og hendinni og byrjar hjá sjúkraþjálfara í fyrramálið þannig að þetta er allt að skríða saman vonandi. Hann og mamma takið eftir, ekki ég!, saumuðu gardínur fyrir efri hæðinu í vikunni og vá hvað er orðið kósý og flott hjá okkur, hreinlega elska heimilið mitt og held bara að ég eigi aldrei eftir að sjá eftir að hafa flutt heim aftur, LOVE ITWink Það eina sem vantar á húsið mitt er eitthvað nafn, mér langar svo í svona skilti eins og í gamla bænum og að vera kennd við einhverns svona bæ eða eitthvað eins og í gamla daga og ef þið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir um nafn á kofann þá endilega látið vita í kommentið, mér persónulega hefur dottið margt í hug en það vantar eitthvað, ætla að prufa nokkur nöfn og sjá hvernig mér finnst þau passa þegar ég ber nafnið mitt við þaðSideways 

Kveðja....Lísa í ...."Kattholti" hvernig hljómar það???  


Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband