Leita í fréttum mbl.is

Áfram Ísland...

Jújú við rennum af stað í fyrramálið af stað til borg óttans að versla og versla fyrir litla babíið sem er alveg að koma í fangið mitt þannig að það er gríðarleg tilhlökkun í gangi hjá okkur. Vorum um helgina að þvo barnaföt og dúlla okkur í að gera klárt, ekkert smá sætt allt saman og vá hvað þetta er allt lítið. Maður er ekki alveg að átta sig á þessuHeart Ég stækka og stækka og fæ meira bjúg og meira bjúg og ég sver að þegar ég brosi þá vottar fyrir góðum svip af súmóglímukappa í augunum þ.e. í þau skipti sem að sést í þauGrin Fer nú samt ennþá og syndi mínar 40 ferðir og hangi í pottinum það sem eftir er dags því þar líður mér langbest. Reyndar líka í baðkerinu á kvöldin það eina er að baðið mitt er svo lítið að mér er alltaf ískalt á bumbunni þegar ég fer í bað á kvöldin að slaka á því hún stendur lengst uppúr!

Rúnar er allur að koma til í bakinu og hendinni og byrjar hjá sjúkraþjálfara í fyrramálið þannig að þetta er allt að skríða saman vonandi. Hann og mamma takið eftir, ekki ég!, saumuðu gardínur fyrir efri hæðinu í vikunni og vá hvað er orðið kósý og flott hjá okkur, hreinlega elska heimilið mitt og held bara að ég eigi aldrei eftir að sjá eftir að hafa flutt heim aftur, LOVE ITWink Það eina sem vantar á húsið mitt er eitthvað nafn, mér langar svo í svona skilti eins og í gamla bænum og að vera kennd við einhverns svona bæ eða eitthvað eins og í gamla daga og ef þið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir um nafn á kofann þá endilega látið vita í kommentið, mér persónulega hefur dottið margt í hug en það vantar eitthvað, ætla að prufa nokkur nöfn og sjá hvernig mér finnst þau passa þegar ég ber nafnið mitt við þaðSideways 

Kveðja....Lísa í ...."Kattholti" hvernig hljómar það???  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ekki spurning um annað en LÍSA Í KÚRUKOTI  

Lóa (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 11:53

2 identicon

Hey kúl, legg það undir nefnd

LiZ (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 14:38

3 identicon

Tek undir Kúrukot finnst það BARA viðeigandi fyrir kúrulísu... Hvað er málið með hugarreikninginn til að kvitta hér... er alveg að brenna út við þetta :) XXX

Þórey (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 11:47

4 identicon

ohh hvað ég hlakka til þegar fer að líða að þessum tíma hjá okkur... en vonandi reyniru að láta þér líða vel fyrir utan þessi bjúg-ógeð!! 

og já Kúrukot á alveg vel við þig... ;)

kíktu á bloggið okkar, var að blogga smá um það þegar við vorum í heimsókn hjá þér um daginn ;)

Love you og bið að heilsa alle sammen :* 

Tinna Björg (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 13:39

5 identicon

Guð hvað ég skil þig með að liggja bara í heita pottinum eða bara vera í vatni. Villi Nínu hitti mig núna fyrir stuttu og nefndi það akkúrat við mig að hann hefði haft áhyggjur af því hvort hann þyrfti að taka á móti hjá mér enn hann slapp enn svo sagðist hann vera farinn að hafa eins áhyggjur með þig

Inga Hilda (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 18:02

6 identicon

Mér líst mjög vel á Kúrukot, ferlega krúttað nafn á flott hús

Skil þig vel að vera í vatninu, ótrúlega gott að vera svona létt og geta hreyft sig auðveldlega. Mér fannst það svo gott að ég endaði á að fæða gaurinn minn bara í vatni, algjört æði  

Vona bara að þú hafir það eins gott og hægt er þessa síðustu metra, þetta líður alveg ótrúlega fljótt og þú verður komin með krílið í hendurnar áður en þú veist af.

Gullý (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 17:18

7 identicon

HEHE JÆJA VAR EKKI ÖRUGGLEGA EITTHVAÐ Í VERÐLAUN FYRIR ÞANN SEM AÐ KÆMI MEÐ FLOTTASTA NAFNIР 

SÝNIST ÞAÐ VERA BARA KÚRUKOT SEM KEMUR TIL GREINA ÞAR SEM AÐ MÉR FINNST NÚ EKKERT PASSA BETRU VIÐ ÞIG

ANNARS BARA KASTA KVEÐJU LÓA  

Lóa (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 19:16

8 identicon

Lísa? hvað passar við Lísa?? hmmmm HALLÓ, UNDRALAND. Lísa í Undralandi. Mundi klárlega skíra húsið það´!!! hahaha

Hjalti (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:24

9 identicon

Hæ fallegust!

Bara að láta þig vita að ég er hriiiiikalega spennt að bíða eftir krílakrúttinu ykkar :) Get ekki beðið eftir að sjá myndir og hvort þetta verður nú strákur eða stelpa!!!

Ég styð Hjalta með Undralandstillöguna! Það væri bara snilld...

Knús og kossar frá Danmörku,

Eva

Eva Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 19:00

10 identicon

Hæhæ

Frábært að ykkur líður vel í húsinu "mínu" hehe Ég á alltaf eftir að eiga smá í því, þó ég sé alveg aaaagalega fegin að vera komin í "bæinn"  Við nefndum þetta húsið á sléttunni... var eitthvað svo einmannalegt á túninu þarna hehe.....En ég styð Lísu í undralandi hugmyndina

En gangi ykkur rosa vel þessar síðustu vikur.....Ekki langt í að þið verðið komin með krílið í hendurnar og þurfið að fara setja upp hliðið aftur 

Kveðja frá eyrinni

Kristín, Baldur og Tanja Dögg

Kristín Margrét (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 03:24

11 identicon

Hæ hæ, var að sjá síðuna þín eftir smá bloggferðalag. Til hamingju með þetta allt saman og við fylgjumst með þegar krílið kemur í heiminn. Gangi ykkur vel á endasprettinum og við hugsum til ykkar.

Bestu kveðjur frá Köben

Steinunn, Hölli og babies

Steinunn og Hölli (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 20:29

12 identicon

Já mér finnst Kúrukot flottast;) Það er e-hvað svo ekta þú!!

Fer að styttast í litla gullið=) Get ekki beðið eftir að fá að kyssa það og knúsa og færa ykkur e-hvað fallegt 

Annars bara að kvitta afþví ég er svo "dugleg" Við það

Hildur (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband