Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
Mánudagur, 30. apríl 2007
Bandý, blíða, gæsun, bústaður og jammerí
Jæja jæja þá er helgin loks liðin og var hún í alla staði bara algjör snilld. Veðrið brosti við okkur og eru allir orðnir frekar sólbrúnir hér á bæ. Spenningurinn var yfirvofandi fyrir undirbúning bandýmótsins og við stelpurnar í "unformazing" skelltum saman einu liði og tókum Svanborgu og gæsuðum hana í leiðinni, mikið gaman mikið grín!! Rændum henni af Sparó-liðinu kl. 10 um morguninn og skelltum henni í gæsabúning því við vorum veiðimenn og hún því snilldarbráð! Leigðum bústað með öllu tilheyrandi og skelltum okkur svo á bandýmótið sem hófst með skrúðgöngu um bæinn. Alls 18 lið voru skráð þannig að það var allsstaðar stappað Við rústuðum 1. leiknum 4-0 og seinni leiknum töpuðum við 1-2 og ég missti aðeins skapið en það reddaðist um kvöldið því ég fékk verðlaunapening fyrir að vera "tapsárasti leikamðurinn"..vúps!!! Eftir mótið fórum við í pottinn í sólarmollu við vatnið, Naree eldaði tælenskan mat fyrir okkur og svo græjuðum við okkur upp fyrir kvöldið. Tjarnarborg var troðfull af fólki í mis-skemmtilegu ástandi og hlutirnir voru mjög dramatískir eftir að okkar atriði leið dagsins ljós, en við skulum bara orða það þannig að allt endaði vel og við jömmuðum langt fram á nótt með gæsina okkar góðu
Sunnudagurinn fór aðallega í það að hlæja af gærdeginum og sötra kaffi og borða köku sem ég skellti svonna í... Á meðan við vorum í því þá tók Rúní sig til og bjó til heilan kartöflugarð hjá okkur sem lítur bara vel út, sveitasælan alveg að fara með manninn! Svo er það bara frí aftur á morgun þar sem maí er að ganga í garð og það þýðir bara eitt.............ÞAÐ ERU TUTTUGU OG TVEIR DAGAR Í AFMÆLIÐ MITT......... víííííí
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 23. apríl 2007
Merry Sommer
jújú sumarið gengið í garð, ég gengin 17 vikur, gengið hefur lækkað og í dag hefur útivistarhópurinn minn gengið að Garði og gert hinar ýmsu æfingar í þessu blíðskaparveðri sem var á okkur í dag...YNDISLEGT ÞETTA LÍF Ég naut helgarinnar í botn þar sem ég fékk í fyrsta sinn í tæp 3 ár að sofa út og kúra í manninn minn.. svona smá allavega, þurftum allavega ekki að vakna í íþróttahúsið og setja upp þrautabraut og stöðvar fyrir þjálfunina þar sem við erum búin að færa þennan tíma og henda honum í útivist á mánudögum...sweet!
Andrésarleikarnir eru afstaðnir og svei mér þá nemendurnir ekki ennþá komnir niður á jörðina. Það gekk öllum ótrúlega vel miðað við snjóleysið sem hefur herjað á okkur í vetur og mátti sjá marga arka á verðlaunapall við hið sívinsæla Andrésarlag..dudududududududududu-dudu-dudududududududududu...allir að klappa í takt.....o.s.frv....úff maður fær alveg fiðring! Fór reyndar ekki inneftir að horfa, heldur naut þess að vera heima og passa litla frænda minn sem er mesta dúlla í heiminum...www.barnaland.is/Kristján Már Kristjánsson......tékk it out. Leyniorðið er krútt vorum líka hörkudugleg í kraftgöngunni við Rúní og skelltum okkur út og suður í uppsveitum Ólafsfjarðar
Lifi Þróttur...kv.LiZ
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 17. apríl 2007
"does that make me crazy"...
það kemur ekkert annað í huga mér en þetta frábæra danslag þegar ég hugsa til þess hvað ég er þreytt þessa dagana, ég bara skil þetta ekki með lúrinn eftir hádegi og hvað maður er farin snemma að sofa í þessu ástandi.. ég hélt allavega ekki svona lengi, maður er nú komin á 16. viku!! En vonandi fer þetta að lagast.
Fórum í leikhús á föstudaginn á "Lífið-notkunarreglur" og það var bara hrikalega gaman og það rifjast alltaf upp fyrir manni hvað Þorvaldur Þorsteinsson frændi minn er sérstakur. Á laugardaginn tók svo við hrikalega langur dagur á kennaraþingi á Ak sem var allt í lagi nema það að um 4 leytið þá var það búið og við reyndum að fara í ræktina, á glerártorg, í hagkaup og alls konar dót og vá hvað mér leiddist Akureyri, það var allt lokað og ég sé hreinlega ekki eftir neinu þarna á Aklureyri nema jú ég sakna þess að geta ekki farið á skokkið í hindum yndisfagra Kjarnaskógi og hana nú. Ólafsfjörður rokkar!
Byrjaði með Útivistarhóp í gær og var það algjör snilld og gott fyrir alla að fara aðeins út með ræktina. Sjáumst galvösk í dag í gymminu elskurnar.....Kv. Lísa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 9. apríl 2007
Wir sind zu Hause gekommen :-D
oh hvað er gott að vera komin heim þó það hafi auðvitað verið hrikalega gaman í þessu langa ferðalagi. Við ákváðum að skella okkur Norður í gær eftir miklar umræður og eiga einn dag hér með familíunni áður en farið væri að vinna aftur. Það tók okkur ekki nema 8 KLUKKUTÍMA að keyra hingað, ert´að grínast hvað þetta var erfitt og það var aðvitað páskadagur þannig að allar sjoppur voru lokaðar og ég hélt hreinlega að dagar mínir væru taldir af hungri þegar ég sá glitta í ljós í Víðigerði, af öllum stöðum sem jú, bjargaði lífi okkar þetta dimma páskakvöld.
Dagurinn í dag einkenndist af þvotti, þrifum og að ganga frá öllu því sem við keyptum í skápana og svo náttúrulega að skrúfa hjólið saman, dí hvað það er flott, ég bara get ekki beðið eftir að fara að hjóla Annars er matarboð í kvöld sem hefst á heita pottinum kl 16.04 með öllum tilheyrandi kósýheitum. En Hela, Mái, Embla, Anna Rósa, Hallbera, Smári, Elli, Þórey, Ernir og Valur......TAKK FYRIR OKKUR
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Holland-Þingeyri-Ólafsfjörður
Takk takk allir saman fyrir kveðjurnar og hamingjuóskirnar maður fer bara hjá sér Við erum sem sagt lent og komin á áfangastað númer 2 Þingeyri city! Holland var sko bara geggjað og fallegt og rómantískt og spennandi og við eigum pottþétt eftir að fara þangað aftur. Reyndar fengum við ekki farangurinn okkar þegar við lentum og þurftum við að nálgast hann daginn eftir en það reddaðist auðvitað. Við skoðuðum hrikalega mikið og miðbærinn heillaði mig upp úr skónnum, sérstaklega rauða hverfið Við eyddum náttlega fullt af penge og þar sem við áttum 2gja ára afmæli þá gaf Rúnar mér ekta Hollenskt(svona beint í baki) hjól, gíralaust og með bremsu í hælunum og meira að segja með körfu framan á, dí hvað ég get ekki beðið að hjóla um á Ólafsfirði og fá hiksta yfir umfjöllun fólksins um hvað ég gangi of langt alltaf hreint Rúnari gaf ég hins vega klifurhjálm, bakpoka, tölu og twist(klifurdót) og svo eyddum við pínku miklu í H&M ásamt fleirri stöðum eins og gengur og gerist. En heima er best og þegar við lentum í KEF þá tókum við á rás á Vestfirðina og keyrðum í brjáluðum vindi og rigningu og kreisí um Ísafjarðardjúp sem ég hélt hreinlega að ætlaði aldrei að enda. Enn einn dagur búinn og við kíkkuðum á Ísafjörð í dag, hittum Sirrý, Örn Torfa og síðast en ekki síst Árna gönguskíðagarp sem var að keppa við bróður minn og hann lítur nákvæmlega eins út í dag eins og þegar hann var 15 ára og hann spurði hvort ég ætlaði ekki að keppa í sprettgöngunni sem var að hefjast í miðbænum.....djö skíðin mín voru á Þingeyri, en ef ég hefði vitað þetta í gær þá hefði ég sko keppt, þetta var ítingur 60m og þvílíkur stemmari í bænum...ansk!!
En Hallbera og Smári eru á leiðinni þannig að við bíðum spennt, það er búið að skipuleggja dagana framundan og það lítur allt út fyrir það að það verði "Líf og fjör" eins og Laugvetningum einum er lagið. Við óskum ykkur gleðilegra páska og sjáumst von bráðar.....
Habbidier-í
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006