Leita í fréttum mbl.is

Skipulagsdagar eru hreinlega mínir uppáhalds dagar !! Eða....NEI

Dreg orð mín til baka hvað það varðar. Ég nenni ekki að skipuleggja annir, það er held ég það leiðinlegasta sem ég geri, til hvers að vera að gera eitthvað fram í tímann? Mamma sagði mér frá gamalli konu í gær sem ég man ekkert hvað heitir, sem skildi aldrei hvers vegna fólk var að plana eitthvað fram í tímann því það vissi ekki einu sinni hvort að það vaknaði næsta morgunn og ég er svona sammála þessari vitru konu að ég nenni ekkert að vera að stressa mig á þessum skipulagsdögum. Ég ætla bara að föndra í dag og gera stofuna mína fína áður en krakkarnir mínir mæta á morgun og ég ætla hreinlega að vera með jólalögin í botni í leiðinni, eins og við mamma og amma gerðum um helgina.

Já pabbi tók semsagt upp á því að pússa upp allt parketið heima(mamma var búin að gera jólahreingerningu b.t.w). Þannig að við mamma pökkuðum niður stofunni, kristalsglas fyrir kristalsglas og það er ALLT ALLT ALLT í ryki og Rúnar er búinn að vera að hjálpa honum og hann kom heim í gær með hvítt hár og gallabuxurnar hans voru orðnar ljósar :-) Krútt! En það gengur voðalega vel og það er búið að lakka 2 umferðir sem þýðir að það er bara ein eftir. Við mamma þurfum líklega að taka til starfa á morgun eða í kvöld að henda stofunni upp aftur, en eins og pabbi sagði þá er þetta það sem gefur lífinu lit-framkvæmdir í faðmi fjölskyldunnar :-D

Lyftan opnaði á laugardaginn og nógur snjór til að skíða í spegilsléttum brekkunum, ú-je. Missti af nýja X-factor þættinum, held samt aðallega vegna þess að ég sá skvísuna syngja hjá Hemma Gunn á fimmtudaginn með Palla sæta og ég missti andlitið...á hverju var hún??? En vonandi er hún annars bara hress og sínu starfi hæf... spåter....Liz


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ Sæta gott að heyra fréttir af þér. Vonandi sjáumst við sem fyrst LiZ :)

Stefanía (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband