Leita í fréttum mbl.is

THE DAY AFTER...

Já það gleymist nú seint þegar maður var að kynnast þessum Laugvetningum aðeins betur og ég spurði góðvin minn hann Ellert Örn skólastjóra með meiru á Þingeyri hvenær hann ætti afmæli, eina skýringin sem hann gaf mér var þessi "The dasy after" og svo átti ég bara að fatta hvaða atburð hann var að meina og auðvitað svaraði mærin rétt.....hann á sem sagt afmæli í dag, "daginn eftir" þessi klikkuðu hryðjuverk þarna um árið 11.sept og ég vil bara óska honum innilega til hamingju með daginn, ætla hans vegna ekkert að minnast á hvað hann er gamall en við skulum bara orða það þannig að hann náði að eignast tvo stráka og gifta sig áður en hann varð þrítugur og það er orðið nokkuð langt síðan Koss

Við hjúin skelltum okkur á BINGÓ í gærkvöldi eftir gardínuvalið mikla og það var ekkert smá skemmtilegt. Mér leið eins og ég væri aftur orðin 10 ára og ég sagði meira að segja alveg JeSSSSSSSSSSSSSSSSS í hvert skipti sem ég fékk tölu!!! Ræunar leist ekkert á þetta og átti ekki orð þegar var standandi bingó, algjör dúlla. Ég fékk náttlega Bingó á N-línuna og í verðlaun var blandari. Malín fékk líka, þannig að við þurftum að draga. Drógum báðar 6-u, ég dróg hjarta og hún spaða. Þá lærði ég það nýtt að spaðinn er á undan sem ég er ennþá ósammála því í vísunni "hjarta, spaði, tígull, lauf, þú ert með opna buxnaklauf" þá er augljóst hvað kemur á undan. Einnig þegar maður kaupir nýjan spilastokk þá er hjartað alltaf fremst!!! Þannig að ég er ennþá tapsár Öskrandi

En svona er lífið og maður verður bara að sætta sig við það, best að vera ekkert með læti við nemendur :-D  Lifið heil, björgunarsveitarfundur í kvöld og æfing og allskonar, tala nú ekki um gardínuuppsetningu!!!! Auf wiedersen meina Damen und Herren


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Lísa og Rúnar! Takk fyrir afmæliskveðjuna vestur á firði - eitthvað hefur pakkanum seinkað en ég bíð enn! Ekki alveg rétt farið með staðreyndir í textanum hér að ofan... ég er ekki þrítugur ég er tuttugu og ellefu ára! En til að kætast aðeins á þessum merku tímamótum sendi ég þér slóð sem sýnir hvað maður aðhafðist þegar maður var ungur og frjáls námsmaður í hjáverkum! Hér er slóðin; http://www.youtube.com/watch?v=NPVrdBz_Y0c og ef þú ert ekki að kveikja þá getur þú kíkt hér... http://video.google.com/videoplay?docid=2015570935756570908 ! Með virðingu, vinsemd og kveðju til elsku Glimmergstrengsins og hennar eðalmaka! EÖE

Ellert Örn & Co. (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband