Leita í fréttum mbl.is

Photos los bumbos

Þá eru komnar aðeins fleiri kúlumyndir og ég veit að ég er ekkert að standa mig í að uppfæra þetta blogg, en mér er bara skítsamaGrin Er samt núna hætt að vinna þannig að kannski maður fari að bulla meira og kvarta og kveina yfir þeirri "löngu" bið sem framundan er. Yeah foks, that´s right, only 5 wees to go og þá kemur okkar yndislega barn í faðminn minn, get ekki beðiðHeart

En það er bara ýmislegt búið að gerast hérna hjá okkur og staðan ekkert ofsalega góð á heimilinu þar sem ég er með grindagliðnun og bjúg dauðans og Rúní með ónýtt bak og höndina í fatla þá komum við ekki mjög miklu í verk. Við klæðum hvort annað í sokkana, hann er kominn með hitapokann minn og snúningslakið og svo förum við á göngu á hraða snigilsins eins og áttræð hjón til að liðka okkur aðeins. Díses kræst þetta er bara fyndið sko, ætluðum að baka pizzu á sunnudaginn en þá var mér svo illt í baki og fótum að ég gat ekki staðið og hann gat ekki hnoðað deigið þar sem öxlin var úr lið þannig að þetta er pínku flókið dæmi en vonandi fer þetta að lagast. Við erum frábært team og vinnum vel saman þegar á reynirInLove

Mamma afmælisbarn og pabbi hinn mikli komu heim í gær frá Portó og við tókum að sjálfsögðu á móti þeim með pompi og prakt. Vorum búin að bjóða til surprise-veislu í Ólafsveginn, með blisum og kampavíni og öllu tilheyrandi. Gott að fá þau heim og jú auðvitað fengum við pakka...nike nike og aftur nike þannig að skvísan var alveg í skýjunum og Rúnar auðvitað líka. Takk fyrir okkur brúna fólk!Smile

P.S. ef þið hafið lausan tíma þá er ykkur velkomið að slá garðinn eða þvo bílinn eða skúra heimilið þar sem hvorugt okkar getur gert það þessa stundina, annars bið ég ykkur bara að lifa heil, en ef ekki þá eruð þið velkomin í þemað í Ólafsveginum "liggja á bakinu með hátt undir fótum og drekka mikið vatn"... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FLOTTAR MMYNDIR :) 

 HEHE HVAÐ EF BARNIÐ KÆMI NÚ NÚNA ? HVER Á AÐ GRÆJA OG GERA :) ÞIÐ BARA BÆÐI Í RÚMINU .. HVÍLDU ÞIG NÚ VEL OG RÚNAR LÁTTU ÞÉR BATNA :)  

Lóa (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: ÍKÍ-kroppar

Elsku kellingin mín, afhverju pöntuðu þið ekki bara pizzu, manst það næst. Ótrúlega stutt bara fimm vikur í STRÁKINN, en samt líða þær ótrúlega hægt. lov u, aldrei að vita nema ég komi og strjúki á þér bakið, Jónína.

ÍKÍ-kroppar, 30.8.2007 kl. 16:31

3 identicon

Ekkert smá krúttleg bumban orðin=) en gangi þér vel á síðustu metrunum =) vonandi farið þið nú að hressast bæði tvö,,kannski þið gætuð fengið heimilishjálp eins og gamla fólkið hehe djók=)=)=)

Una (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 22:03

4 identicon

Segðu, hehehe ég var einmitt að spá í að fara að hóa í Kikku bekkjarsystur og biðja hana að taka einn rúnt í viku um gólfin mín

Lísa (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 08:11

5 identicon

fínar myndir vissulega. Veit bara þú liggur á einni agalegra flottri af grillmeistaranum síðan um síðustu helgi sem mér þætti gaman að sjá í næstu færslu. Mjúkleikinn og safaríktin í kjötinu var ógnvænleg!

Kv. little bro! 

Hjalti (IP-tala skráð) 31.8.2007 kl. 23:55

6 identicon

Æðisleg bumbumynd;-)

Hlakka ekkert smá til að sjá ykkir og knúsa eftir 2 vikur...

Luv, H

Helena (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 20:00

7 identicon

Æ þú ert nú krúttleg í frásögn þinni af ykkur skötuhjúum. Fariði bara vel með ykkur og þá líður allt betur - taka lífinu með ró - mundu það!!! Ekki laust við að maður sé orðin spenntur með ykkur og nú styttist óðum í gullmolann... Knús og kossar frá Þingeyrinni góðu XXX

Þórey Sjöfn (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 21:25

8 identicon

hæhæ snúllur :) ótrúlega flottar myndirnar, þú ert svo sæt Lísa ;) en langaði bara að láta vita að við erum komin með nýja bloggsíðu: tbk.bloggar.is ;) tékk it át! farið nú vel með ykkur bæði 2 :)

Tinna Björg (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 15:44

9 identicon

hæhæ...æðislega flottar myndir...

sigurlaug (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 18:04

10 identicon

Hæ snúlla

Það var fundur hjá okkur í efra í dag og mikið var nú tómlegt án þín :( Ég fékk engan knús og ekki neitt.  Vonandi hefur þú það bærilegt, maður fer nú ekki fram á meira eins og ástandið er á ykkur hjúunum.  Sjáumst nú vonandi fljótlega.

kv. Sigga

Sigga Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 19:08

11 identicon

Hæ hæ flottar bumbumyndirnar af þér Lísa mín!
 Hafið það gott á síðustu metrunum og reyndu að taka því rólega

 kv. Björk og Embla Þóra 

Björk Óladóttir (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 11:55

12 identicon

Hæ hæ Lísa

Ég datt inn á síðuna þína í gegnum síðuna hjá Jóhönnu og bara varð að kvitta fyrir mig (",)  Til hamingju með væntalegan erfingja og þessi bumba er ekkert smá sæt á þér.

kv.Dísa (hans Sævars) 

Dísa (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:18

13 identicon

HÆ HÆ SÆTA KÚLA 

 Á EKKI AÐ SETJA INN NÝJAR MYNDIR SVO MAÐUR GETI SÉÐ BARNIÐ STÆKKA OG DAFNA ,,EÐA BARA GERA SÍÐU MEÐ FULLT FULLT AF MYNDUM

VONA AРÞÉR LÍÐI VEL OG GANGI ÞÉR ROSALEGA VEL Á SÍÐUSTU METRUNUM VILDI SKO ALLVEG AÐ ÞETTA VÆRI LÍKA AÐ FARA KOMA HJÁ MÉR  

EN ÉG ER NÚ BARA RÉTT Á EFTIR ÞÉR ..

  KVEÐJA LÓA 33.V

Lóa (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband