Mánudagur, 26. júní 2006
Fékk hreinlega að líta rauða spjaldið í gær
En það var algjörlega þess virði því annars hefði þetta orðið mark þannig að ég sé ekki eftir þessu fyrir fimmaura. Hefði samt alveg fyrst vilja fá gult, en neinei hann þrumaði bara rauða strax, beint framan í feisið á minni! Bætti líka upp sjálfsmarkið á lau og skoraði þetta glæsimark með skalla eftir hornspyrnu frá Jónu Benný, þvílík snilld, elska að vera sweeper og geta skorað, það eru ekki margir varnarjaxlarnir sem fá að reyna það. En leikurinn í gær gekk rosalega vel og vorum við bara hressari og ferskari ef eitthvað var, en daginn áður á móti Hetti. Byrjuðum af hörku og tókum fyrri hálfleik 4-0. Í seinni hálfleik fórum við eitthvað að stressast upp en náðum nú samt að skora sko og þær settu líka eitt, en leikurinn endaði 5-1 fyrir okkur MagnagellZ þó svo að við hefðum bara verið 11, engir varamenn og þjálfaralausar, djös snilld. Sæja kom með sterkan punkt á vellinum þar sem ég vildi byrja á móti vindi, en hún sagði að það myndi lægja með kvöldinu þannig að það skipti engu!!(klukkan var 15.00) krútt. Tóti og Hreggó stóðu sig eins og hetjur og voru rosastolti af okkur og við af þeim. Takk stráksar. En við náðum markmiðinu sem var að koma okkur aftur efst í deildina sem við og gerðum og nú er það bara að halda sér þar. Ég verð reyndar í banni næsta leik en svona er þessi bolti maður veit aldrei hvað gerist. Nú er bara að reyna að ná sér eftir þessa rússíbanameðferð og hlúa að hælunum sem eru nú báðir alblóðugir og leita sér aðstoðar hjá kíró! Hvað segiru um það Sandra, áttu laust?? Er hreinlega öll í köku!
Hildur Gyða er líklega komin af skurðarborðinu núna en það átti að taka keisara á henni í morgun þannig að það verður spennandi að vita hvað hún átti þessi elska. Til lukku!! Leikjanámskeið og sund á morgun og er ég strax farin að hlakka til að hitta gríslingana mína. Við ætlum í hjólatúr ú-je. Svo er það bara útilega um næstu helgi þannig að vikan hljómar frekar spennandi hérna megin. Heiðdís mín á afmæli á morgun í útlandinu og óska ég þér innilega til hamingju músin mín. Við söknum þín sæta..... XXX Lísa og Rúní
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Athugasemdir
Það var geggjað að hafa ykkur.. og þið magnastelpur stóðuð ykkur frábærlega! Til hamingju með þessa leiki og að vera komin á toppinn!
Annars bið ég bara að heilsa héðan úr austurlandssólinni!
Knús og kram til ykkar...og eitt.. myndirnar lísa koma þær inn eða?
JókaSmára (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 21:07
Já takk fyrir geggjaða helgi, þetta var algjör snelldz. Myndirnar koma inn við tækifæri, ég reyndi í morgun en það var eitthvað klikk í vélinni sjálfri, þær komu ekki inn í tölvuna..en maður má ekki gefast upp ;-D Hey já og Hildur Gyða er búin að eignast litla prinsessu...mússí´mús
Lísan (IP-tala skráð) 26.6.2006 kl. 22:02
æi jeij en gaman að þú minnist á mig! jibbí jibbí jeij! :D sakna ykkar líka!!!
lovelovelove
Heiðdís Austfjörð (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 22:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.