Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

400 Kcal?!!!

Ja-hérna-hér...ég var að lesa grein í morgun um hana Jónínu Ben og hennar detox kúr í Póllandi og þar kemur fram að prógrammið hjá henni felst aðallega í því að fólk fær ekki að borða meira en 400 hitaeiningar á dag. Á dag..... Á DAG!!! Hvaða bull er þetta, ég er ekki hissa á að manneskjan hafi lést um 17 kg á viku, okey kannski tveimur!!!W00t Við skulum sjá...... Matseðillinn myndi þá líta út einhvern veginn svona ef ég dreifi bara hollustu og óhollustu á milli daga svona til að halda manni "sane":

Mánudagur: Stór kálhaus, appelsína og 2 tómatar

Þriðjudagur:Soðinn fiskur með gúrku, Rófur í eftirmat

Miðvikudagur: Einn Bjór og 2-3 hnetur með af barborðinu

Fimmtudagur: Sellerí, lítil skyr dós, Herbashake

Föstudagur: Kjúlli með sveppum og 1 msk af hrísgrjónum, kannski smá soyja sósa, radísa í eftirmat

Laugardagur: Mars-stykki

Sunnudagur: Tær súpa með grænmeti útí og gulrót í eftirmat

Ég hugsa að ég myndi bara taka Laugardagsmatseðilinn alla daga og choppa stykkið niður í morgunmat, morgunkaffi, hádegismat, kaffi, kvöldmat og kvöldkaffi það eru 6stk og ég hugsa að ég myndi skera það þvert yfir svo það myndi lúkka stærra!!! En ég segi bara...Guð veri með þessu fólki.


Mig langar í nýjan bíl NÚNA!!

en maður verður víst bara að bíða þolinmóður, bæði eftir að hinn komi úr viðgerð og að leita að öðrum á netinu og það gerir mann alveg hreint geðveikan að fara yfir þetta. Djöfull er til mikið af bílum! Erum að leita að LandCruiser 80 og já hann má vera mikið keyrðu og já hann má vera gamall. Viljum bara vel með farinn, góðann og breiðan bíl sem við getum notað til að keyra yfir kjöl án þess að nötra í sundur eins og sumar og borgarjeppanum okkar. Aldrei aftur skal ég kaup mér nýjan, flottan borgar/frúar-bílNinja

Núnar eru allir í firðinum að jamma....enda tvennt í boði í augnablikinu. Lokahóf hjá strákunum okkar í Leiftri/KS og svo er Réttarball út í Hringveri hjá frjárbóndunum öllum. Þvílík upplyfting orðin þar og eru karlar með rollur á pallinum á öðrum hverjum bíl, ætti að vera auðvelt að redda kjéti fyrir veturinn allavega. En við Rúní nenntum ekki út. Fórum frekar í tiltekt og það var ekki einu sinni mín hugmynd, ég elska manninn minnHeart Hann langaði svo að skrifstofan/tölvuherbergið yrði fínt fyrir veturinn og vinnurnar okkar þurfa ansi mikið möppupláss og vinnuaðstöðu þannig að við erum búin að henda 3 ruslapokum þaðan út, tveimur tölvum og fuuuuuulllt af snúrum sem kappinn átti á lager. Líf og fjör hjá okkur á Laugardagskvöldi. Enda er bannað að vera trött á morgun því við ætlum loksins að fara saman í fjallgöngu upp á Múlakolluna kl. 11 í fyrramálið. Allir velkomnir sem vilja með, hittumst í Undralandinu og veriði stundvís, takkGrin

p9190073.jpgAnnars er heimilislífið æði, vinnan frábær og krefjandi, þjálfunin æði, ungbarnasundið æði, Karen Helga sjúklega sætust, familían ágætlega heilsuhraust og kartöfluuppskeran brilliant.

Bið ekki um neitt betra. 

Betan kveðurInLove

 


Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband