Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006
Mánudagur, 26. júní 2006
Fékk hreinlega að líta rauða spjaldið í gær
En það var algjörlega þess virði því annars hefði þetta orðið mark þannig að ég sé ekki eftir þessu fyrir fimmaura. Hefði samt alveg fyrst vilja fá gult, en neinei hann þrumaði bara rauða strax, beint framan í feisið á minni! Bætti líka upp sjálfsmarkið á lau og skoraði þetta glæsimark með skalla eftir hornspyrnu frá Jónu Benný, þvílík snilld, elska að vera sweeper og geta skorað, það eru ekki margir varnarjaxlarnir sem fá að reyna það. En leikurinn í gær gekk rosalega vel og vorum við bara hressari og ferskari ef eitthvað var, en daginn áður á móti Hetti. Byrjuðum af hörku og tókum fyrri hálfleik 4-0. Í seinni hálfleik fórum við eitthvað að stressast upp en náðum nú samt að skora sko og þær settu líka eitt, en leikurinn endaði 5-1 fyrir okkur MagnagellZ þó svo að við hefðum bara verið 11, engir varamenn og þjálfaralausar, djös snilld. Sæja kom með sterkan punkt á vellinum þar sem ég vildi byrja á móti vindi, en hún sagði að það myndi lægja með kvöldinu þannig að það skipti engu!!(klukkan var 15.00) krútt. Tóti og Hreggó stóðu sig eins og hetjur og voru rosastolti af okkur og við af þeim. Takk stráksar. En við náðum markmiðinu sem var að koma okkur aftur efst í deildina sem við og gerðum og nú er það bara að halda sér þar. Ég verð reyndar í banni næsta leik en svona er þessi bolti maður veit aldrei hvað gerist. Nú er bara að reyna að ná sér eftir þessa rússíbanameðferð og hlúa að hælunum sem eru nú báðir alblóðugir og leita sér aðstoðar hjá kíró! Hvað segiru um það Sandra, áttu laust?? Er hreinlega öll í köku!
Hildur Gyða er líklega komin af skurðarborðinu núna en það átti að taka keisara á henni í morgun þannig að það verður spennandi að vita hvað hún átti þessi elska. Til lukku!! Leikjanámskeið og sund á morgun og er ég strax farin að hlakka til að hitta gríslingana mína. Við ætlum í hjólatúr ú-je. Svo er það bara útilega um næstu helgi þannig að vikan hljómar frekar spennandi hérna megin. Heiðdís mín á afmæli á morgun í útlandinu og óska ég þér innilega til hamingju músin mín. Við söknum þín sæta..... XXX Lísa og Rúní
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 24. júní 2006
Ég skoraði :-)/:-(
Það er spurning hvort maður eigi að hafa bros- eða fýlukarl því Fjallabyggðarmærin skoraði með glæsilegum skalla í sitt eigið mark og kom leiknum í gang. Ég ætla samt að líta bara á þetta mark sem pepp-up því eftir að það leit dagsins ljós þá fór grimmdin og harkan í okkar mönnum að koma í ljós og rifum við okkur upp úr þessu í seinni hálfleik og skoruðum tvö mörk og þar með RÚSTUÐUM leiknum :-D Tóti og Hreggó sáu um okkur því þjálfarinn var bara eitthvað á Akranesi en það er allt í lagi við þurfum greinilega ekki á neinum að halda nema okkur sjálfum og örlitla trú og sjálfstraust. Þetta verður eitthvað sem karlmenn eiga aldrei eftir að Geta!! Sorry :-D
En við Rúní keyrðum af stað í gærkvöldi á Neskaupsstað til Jóu Willa og krúsuðum hjá hennar fjölskyldu og fengum dýrindis veitingar. Tókum Egilsstaði um hádegi og Kalli Jörg og Jóa sýndu okkur verslanir og sonna í blíðunni og já, unnum svo leikinn svo ég minnist á það aftur! Tókum sundpakkann á þetta eftir leik og þar sveið inn að beini því hællinn datt af mér, eða ég sá allavega í kjötið!!! Hittum Gísla Skólabróðir þar sem hann var ferskur í 400m sundsprettinum en við Birna höldum að hann hafi bara verið að sýna sig fyrir okkur! Mamma Kalla bauð okkur svo í ekta mömmupizzu og ummmm hvað hún var unformazing. Nú erum við komin heim í Sæbakkann á leið í súkkulaðikökubakstur, nammi, snakk og gos... úff ætli maður verði eitthvað þungur í leiknum eða? Annars á að reyna að fara snemma í háttinn því leikurinn byrjar kl.14 á morgun
Vildi pínku að við værum í Fellihýsaútilegu með Mömmu, pabba, bróa og helgu og co..en við ætlum með þeim um næstu helgi for sure og vá hvað ég hlakka til. Hugsiði fallega til okkar á morgun og sendið okkur endilega alla ykkar aukaorku. Knús og kram....Lísan
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 22. júní 2006
Hermann Hreiðarsson í Bónus
Nammi namm, ef ég hefði verið ólétt þá hefði ég misst legvatnið!!! Sjitt hvað hann er myndó, og frægur og bara eitthvað hávaxinn og hann blasti bara við mér við kassan í Bónus, amma Lísa var eitthvað að reyna að tala við mig og Rúnar, en ég heyrði ekkert hvað þau sögðu, hehe ég hreinlega vissi ekki að hann væri svona hávaxinn og hann bara stóð upp úr öllum röðunum á kössunum, dí með kjálkann alveg út í loftið..jeminn, núna man ég af hverju ég elska fótbolta!! Djók... en lærið á mér er alveg að koma til og er ég orðin aftur aðeins jákvæðari á Austurferðina um helgina, hlakka hreinlega bara til, held meira að segja að Rúní ætli að lauma sér með. Getur ekki verið án mín þessi elska!! Var að byrja með sund-og leikjanámskeið á þriðjudaginn og þessar elskur bjarga alveg deginum manns þau eru svo yndisleg. Hér koma nokkur dæmi um það sem gefur manni glaðan dag;
-"Má maður þá ekkert anda það sem eftir er af tímanum?"
-"Ég kemst ekki í dag því ég datt á hjólinu mínu og handleggsbrotnaði á pungnum"(einn fékk stuð)
-"Eru þá augabrúnirnar á þér svona brundaðar á?"(ein að spá með tattúið og meinti brenndar!!)
Æji þau eru alveg frábær þessar snúllur. Leikir í dag og svo verður farið að veiða síli á morgun, jí-ha!! Annars bið ég bara að heilsa ykkur eins og alltaf og vona að dagurinn ykkar verði jafn frábær og minn mun verða. Kv. LiZ
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. júní 2006
Bleikur dagur í dag, til hamingju konur!!
Já það breyttist nú aldeilis planið hjá okkur hjúunum um helgina því Rúní nennti ekki til Húsavíkur þannig að við völdum afslöppun, bíó með Elís frænda og svo krúsuðum við á Óló á 17. júní og eyddum afmælisdeginum með ömmu í kaffi og kræsingum. Við tók þessi svaðalega hjólaferð i leðju og rigningu í kringum Ólafsfjarðarvatn og vá hvað það var gaman að vera drullugur upp fyrir haus, úje! JÁ gleymdi að segja ykkur frá því á fimmtudaginn þegar strákarnir voru að smíða þá skellti mín sér upp á Múlaplan og vá ó vá hvað það var ruuusssssssalegt. Vegurinn var jú farinn í sundur á þremur stöðum og skriður hér og þar með snjó en ég fann mér fína gula stiku sem ég stakk í snjóinn á meðan ég var að koma mér yfir skriðurnar, dí mér leið eins og ég væri að leika með Stallone í Cliffhanger!! En þegar ég kom upp á plan þá sá ég allan heiminnnnn eða svona smá af honum t.d. Grímsey, Hrísey, Gjögra, Hvanndalabjarg, Fossdal, Hrólfssker, Ófærugjánna og dí hvað þetta var mikilfenglegt...sjitt kemst bara ekki yfir það.
Já allavega þá var svo matur á lau hjá mömmu og pabba og við kíktum svo á Svanborgu og Ingólf og þar var hörkustuð og mikið hlegið. Diljá og Helgi voru, Gunni Ása, Garðar og Hörður og fleiri vel valdir Ólafsfirðingar sem enduðu svo á balli með Miðaldarmönnum, en við krúsuðum heim í ból, við misjafnar undirtektir!! Leiftur/KS voru að keppa í gær á sigló við Fjarðarbyggð og die ganzen family brunaði yfir Lágheiðina og tókum ferðamannapakkann á Sigló. Skoðuðum Síldarminjasafnið, og allt sem fylgir því, tókum rúntinn og tjékkuðum á snjóflóðavörnunum og þetta var bara ekkert smá flottur túr. Hjalti og þeir töpuðu reyndar enda var dómarinn nánast í eins skyrtu og Þorvaldur Örlygsson og félagar...djös bull!!
Sund-ogleikjanámskeiðið byrjar á morgun þannig að við tekur undirbúningur í dag í sólinni. Hafið það gott og við sjáumst við tækifæri elskurnar....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. júní 2006
Unnum Magnaða leikinn 2-1...úje
Já það má sko með sanni segja hér að við vorum miklu betri og áttum að skora a.m.k. 5 mörk, sjittörinn hvað við erum óheppnar, þetta er ekki eðlilegt. En til lukku með flott mörk, var illa stolt af okkur. Er reyndar með marbletti út um allt en það lagast með sumrinu, eða kannski versnar!! okey lagast allavega með haustinu :-D
Erum komin á Óló. Ég fór að kenna og Rúnar smíðakall að hjálpa pápsa með tjaldstæðabústaðinn, illa flottur sko. Þeir verða að vinna langt frem i natten þannig ætli við krúsum ekki bara í gamla herberginu mínu...oh vildi að það væri ennþá bleikt og með fjólubláu gardínunum og rúmteppinu, vá hvað það var flott. Endalausir möguleikar í þessu mikla rými og við erum að tala um það að þegar við Alma vorum píjur þá breyttum við mublunum allt upp í 12x á dag og fórum svo í playmo út á skafli með snjó í glasi og djúsblöndu samanvið...ummm, ljúft þetta áhyggjulausa líf!! En ef við förum aftur til framtíðar þá er planið að fara á Húsavík á morgun með Skýrr og fara á REÐURSAFNIÐ....dí hvað ég hlakka til og svo auðvitað Hvalasafnið og einhverja siglingu en ég hef bara áhuga á því fyrsta..úlla-lí Planið er að krúsa hjá Slaugu og Unnsa á Húsavík og fara svo í útilegu eitthvað Austar í eina nótt, reyndar er Rúní eitthvað að gugna því það spáir KANNSKI nokkrum rigningardropum, en mér finnst það hins vegar BARA KÓSÝ og ekkert betra en að sofna undan hljóðinu í regndropunum, og svo segist hann vera útilegubarn!! Skil ekki...
Alla vega þá óska ég öllum góðara helgar og að þið skemmtið ykkur vel og skynsamlega á 17. júní og munið að kyssa ömmu Evu til hamingju með afmælið ;-D
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 13. júní 2006
Styttist í leik...úlla-lí
Jújú það er bara morgundagurinn sem við þurfum að einbeita okkur að, því við töpuðum síðast fyrir þessum breddum á Húsavík sem kunna ekki neitt annað orð en "Tussa" þegar maður nær boltanum af þeim, svona gelgjur sko og það kemur hreinlega ekki til greina annað en að rústa þeim á KA-vellinum á morgun kl 20.00, þannig að allir þurfa auðvitað að mæta og hvetja okkur til dauða...meina dáða Snilldaræfing í gær á Hrafnagili í rigningu og roki og það má segja að ég hafi fílað þetta hrikalega vel, að renna sér og vita ekkert hvar það endar og spóla í drullu og svaði...jí-ha!! En búið að þvo nýja boltagallan með nýju þvottavélinni, eða kannski frekar hún er komin í lag og það er actually góð lykt af þvottinum mínum, ekki eins og af líki eins og áður fyrr. Those were the good old!!! right...
Önnur eins bongóblíða hefur ekki sést lengi á ak eins og skein inn um gluggann minn í morgun, ég var svo heppin að muna að ég átti ennþá grímuna sem við Rúnar fengum í lestinni til Norge, manstu Þórey??? Virkar svonna vel að ég bara svaf geggjað vel. Fór svo út á svalir og borðaði morgunmatinn minn þar óg sólaði mig í leiðinni og setti upp nýjar snúrur og hengdi upp ilmandi þvottinn minn, yndislegur dagur. Vinnan kallar þannig að ég vona að þið hafið það gott, og já Óska og Hilli eignuðust 11marka stelpu og 42cm og við óskum þeim innilega til hamingju og vonum að við fáum að sjá krílið fljótlega.....Knús og kram til ykkar
XXX Lísa og Rúní
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. júní 2006
Alltaf rigning á Sjómannadaginn!!
Ekki það að ég elska að klæða mig vel og hoppa í pollum en það væri nú alveg næs að fá einu sinni jafn mikla blíðu og var á laugardaginn, okey Guð?? Reynum það að ári allavega Já við fórum sem sagt til Óló á föstudaginn og Rúnar beint að vinna með gamla og við mamma fórum í frábæra ferð í Kirkjugarðinn að setja niður blóm á leiði hjá ættingjum og vinum og enduðum svo á að skoða nánast öll leiðin og mamma fræddi mig og allt sem gekk á í gamla daga, svo er verið að tala um að fólk sé slæmt í dag!! En já þetta var algjör snilld, var búin að gleyma hvað mér fannst gaman að ráfa þarna um sem barn og æfa mig að lesa á steinana. Tók meira að segja að mér 2 leiði sem munu fara í framkvæmd um næstu helgi.
Skemmtiatriðin fóru vel fram og allar keppnir voru til fyrirmyndar. Veit reyndar ekki einu sinni hverjir unnu kappróðurinn og svo verður Alfreðsstöngin afhent í kvöld. Gulli tók Stakkasundið og Jón Gylfi rústaði bæði pabba sínum og bróður í Koddaslagnum(með belgjum reyndar). Við mamma elduðum svo lax og svo brunuðum við í útskriftar-og innflutningspartý hjá Völgu. Til hamingju elskan, við erum stolt af þér hjúkka Var komin á Óló aftur um 2 og svo var auðvitað farið í Kirkju í morgun með mömmu í tilefni dagsins. Fiskisúpa hjá Svövu og svo koníak og kökur heima í Garðstígnum þar sem amma er í borg óttans. En annars fer einbeitingin á fullt fyrir næsta leik hjá Magna og Völsung og nú verður tekið á því, það skal engin komast í gegnum mig í vörninni. PUNKTUR!
Til hamingju með daginn Sjómenn. Kveða Lísa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. júní 2006
Fyrsti tapleikurinn!!
Damn, ég trúi ekki að það hafi hreinlega komið fyrir að við unnum ekki þennan leik, skil þetta ekki, tókum þær í nebban 6-2 síðast en þær unnu frekar ósanngjarnan sigur 3-1, segja sögur. Var reyndar ekki á staðnum, kannski er það þess vegna sem við töpuðum!!! ;-D tí-hí...en þetta kemur bara næst og við verðum alveg tjúllaðar í næsta leik 14. júní takk! Utanyfirgallarnir eru líka svona flottir að við hljótum að fara að komast á skrið aftur. Hvenær er næsta æfing??
Tók daginn snemma í morgun í kennslu og var svo að koma úr hjólatúr þannig að ferskleikinn er gríðarlegur og hef ég áorkað að setja í 2 þvottavélar líka og þriðja á leiðinni og klukkan er bara 10, toppiði það. Bongóblíða á Ak annars og vonandi að það verði svonna klassaveður um helgina í útskriftunum og Sjómannadagsdagskránni og öllum hátíðarhöldunum. Við verðum held ég hreinlega bara um helgina á Óló að stússast eitthvað en stefnum á pertý hjá Völgu annað kvöld. Annars verður þetta bara stutt í dag, ég minni á KVENNAHLAUP ÍSÍ í fyrramálið 2km eða 4km, þvílíkt næs og lítið mál fyrir okkur kvensurnar. Síjú ðer og auðvitað í gymminu hjá mér kl. 10!!
Góða helgi og lifið heil og brosandi... XXX Lísa og Rúní
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. júní 2006
06/06/06
Já það má væglega orða það þannig að þetta er nú búið að vera meiri dagurinn. Hófst í gymminu í morgun með Berglindi frænku og ætlunin var að losa smá stress áður en við héldum að jarðaförinni. Ekki gekk það neitt eftir því það var nóg að forspilið byrjaði að við féllum saman. Jesús minn hvað þetta var erfitt að sjá á eftir þessum gullmola og fulla kirkju af vinum og ættingjum. Addi sýndi virkilegan hetjuskap þegar hann stóð upp við hliðina á kistu bróður síns og söng "I Can´t cry hard enough" með undirspili Magga. Hvernig var þetta hægt? Vá! Eftir athöfnina keyrðu allir út í Ólafsfjörð þar sem hann var jarðaður og ég get ekki lýst því hvað mér fannst fallegt þegar Björgunarsveitin hélt á fánum sem var svo gengið í gegnum, þetta var ótrúlegt. Ég votta ykkur vinir og ættingjar innilega samúð mína og vona að guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum.
Eftir allann gráturinn og hláturinn þá skrapp ég og kenndi einn tíma og brunaði svo inneftir þar sem minn elskulegi Rúnar var búinn að grilla handa mér kjúlla og grænmeti á tein og alles, þú færð sko plús í kladdann gamli!! Annars situr maður núna bara með kveikt á kerti og að hlusta á Bubba Morthens á 06.06.06 tónleikunum hans sem við áttum by the way að vera á, en eitthvað klikkaði :-) Kóngurinn klikkar ekki á vá hvað þetta eru ruuusssssssalegir tónleikar, mig langar mest að fara að grenja hann er svooooo flottur.. Svo var hún Þórey að tilkynna mér að systir hennar hafi verið að eignast litla prinsessu þennan dag þannig að við óskum henni til lukku með frænku.
Útilegan heppnaðist sonn vel annars og enduðum við á Skagaströnd með ÖnnuLeu og Bróa og Baddý já og hundi sem kallast Ponsja, en ég var svo hrædd við hana að ég kallaði hana alltaf Posa, get ekki útskýrt hvers vegna, taugarnar útþandar kannski!! Lentum í blíðuveðri og grilluðum og spiluðum svo Fusinjesen og Kings on the corner. Amma Lísa bauð okkur svo í kaffi og með því daginn eftir og skelltum við upp í ferð á Kálfshamarsvík, held ég að það heiti með langflottasta stuðlabergi landsins, úje! Við vorum svo þreytt eftir daginn að við misstum af balli sem var í Kántrýbæ um kvöldið, díses hvað ég var svekkt. Hlustuðum á "kúrekann" allann daginn í reidíóínu eins og hann kallaði sjálfan sig og allar auglýsingar hjá honum enduðu á "Kúrekkinn" hehe algjör snilld. Toppferðastaður Skagaströnd, mæli með því. Minni á leikinn á Húsavík á fimmtudaginn fyrir aðdáendur og hvetjum við flesta til að mæta. Knús og kram til allra......Lísa og Rúnar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. júní 2006
Góðar Stundir
Jæja 1 N föstudagurinn runinn upp. Planið er að fara í útilegu á morgun eitthvað
austur þangað sem sólin er skærari en hér heima, er reyndar búin að vera alveg ágætt veður
í dag en samt smá gluggaveður.
Lísa er að fara á óló í kvöld, ég verð að vinna í alla nótt.
ranüR
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006