Leita í fréttum mbl.is

Undraland :-D

Jæja þá er það hér með ákveðið að kotið okkar krúttlega heitir  Heart"Undraland"Heart og fékk minn heittelskaði að ráða og af því að hitt fannst honum svo væmið þá ákváðum við að skella þessu frekar upp í grín en hitt og vá hvað ég hlakka til að fá mér svona skilti til að setja á húsið....Wunderbar! En guð minn góður það styttist og styttist í settann dag og ég trúi varla að október sé runninn upp og hvað þá að það er kominn 2. þess mánaðar sem þýðir að ég á litla 10 daga eftir c.a. best að segja plús/mínus, gæti komið fyrr og gæti farið framyfir jaaa...t,d 14 daga en það væri mjög týpískt fyrir mig og mína heppni. Ekki það að ég er mjög stundvís manneskja og ætlast auðvitað til þess að barnið mitt verði það líka Grin

Guðný ÆSKUVINKONA mín kom í heimsókn til okkar í gær og smellti okkur á filmu í hinum ýmsu stellingum og var það bara hrikalega gaman og ég held að hún hafi skemmt sér líka konunglega. Við vorum út um allt hús og það var svo notalegt að gera þetta bara heima og hafa kósíheit og mun þetta koma á netið von bráðar, kannski bara í kvöld eða á morgun hver veit. En þar sem við erum með svo lítið myndapláss hér og að barnið fer nú alveg að koma í heiminn þá ákváðum við bara að gera síðu á barnanet og henda inn myndunum þar, nú ef hlutirnir ganga ekki upp eins og við ætlum okkur þá var okkur bara ekki ætlað þetta allt saman strax, en verum jákvæð og horfum fram á við. Slóðin er www.barnanet.is/lif ef þið viljið deila þessu með okkur þá eruð þið velkominHeart

Við vorum inn á Akureyri áðan í vaxtarsónar og það leit allt rosalega vel út, gott flæði um naflastrenginn og hjartslátturinn gladdi minn hjartslátt svo mín klökknaði. Hinar ýmsu mælingar voru gerðar og taldi fæðingarlæknirinn að við værum komin upp í svona 13-14mörk þannig að það er alveg frábært, ég var farin að halda að ég væri að ganga með eitthvað 20marka barn því allir eru að segja mér hvað ég hef stækkað hrikalega mikið undanfarið en mér var sem sagt mjög létt eftir þessa skoðun og hlakka bara til. Hittum Óla og Erlu frá Blönduósi þá var hún að fæða í gær eða það endaði reyndar í keisara og eignuðust þau 16marka strák og 52cm og vá hvað hann var sætur. Innilega til lukku með frumburðinn..En nú er það bara að liggja áfram og reyna að halda bjúgnum aðeins niðri(sjá nýja mynd í albúmi), þetta er hreinlega eins og Gyða sagði svo réttilega...kususpenar hehehe

Over and out...L and R 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

OHH SÆTA TÁSA :) FINNST NÚ BARA LAPPIRNAR KRÚSÍLEGAR Á ÞÉR

EN VEISTU VERÐUR ENGA STUND AÐ LOSNA VIÐ ÞETTA Í LABBITÚRUNUM MEÐ RAUÐA VAGNINN OG ER ÉG ALLVEG VISS UM AÐ STRÁKUR SÉ Í KÚLUNNI ÞINNI ÞAR SEM AÐ MIG DREYMDI ÞAÐ

HAFÐU AÐ GOTT SÍÐUSTU DAGANA USS BARA RÉTT UM 10 DAGAR EFTIR (ÖFUND )   

                            KVEÐJA ÚR DALHÚSUM

Lóa (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 18:58

2 identicon

Undraland er flott :) þið eruð svo mikil krútt hehe...

en já spennan magnast ekkert smá... ég get hreinlega ekki beðið eftir að þú og Sonja gjótið loksins :) hlakka svo til!!!!!! ég held að þú trúir því ekki.. en vonandi nýtur þess til hins ýtrasta að vera ólétt þessa síðustu daga sem þú átt eftir af meðgöngunni Lísa mín :) láttu Rúnar stjana við þig... ætla að kíkja á myndirnar og á barnanet.. love you og hafðu það gott :) kv.frá Eyrinni ;)

Tinna Björg (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 14:47

3 identicon

Bwahahahahha Sjá á þér tásurnar eða bíddu þær hætta að sjást bráðum... Nei djók elskan Er ekki að trúa því að þú sért með svona mikin bjúg,greinilegt að þetta fari allt beint á fæturnar þínar! Bara gaman að þessu Litli engillinn fer að láta sjá sig Guð hvað mig hlakkar til að koma og sjá litla fallega beibíið!!

Kisss og knússs...Hilla Pilla

Hildur (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 23:09

4 identicon

Vá ekkert smá flottar myndir af ykkur.... Við kíkjum sko í heimsókn þegar við komum norður, en það verður 8-11 nóvember.

Vonandi gengur allt vel...

Hilsen

WGÞ og JS

William Geir og Jóhanna (IP-tala skráð) 5.10.2007 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband