Föstudagur, 24. ágúst 2007
Ein ég sit og sauma!!!
Eða ekki....hef ekki alveg þolinmæðina í það enda er ég vel undirbúin að skilduverkefnum Grunnskólans hérna fyrir nokkrum árum þegar ég þurfti að sauma, barnanáttföt, skírnakjól, hekla húfu og hosur og svo saumaði ég líka vöggusett með upphafsstöfunum mínum og fiðrildum og blómum í kring og vá hvað ég er stolt af því í dag að ég hafi gert þetta. Takk amma og mamma fyrir að reka mig áfram í þeim efnum
Rúnar fór snemma í morgun að taka þátt í fjallabjörgun að leita af Þjóðverjunum tveimur og endaði það ekkert ofsalega vel þar sem hann hrasaði við sprungu og fór úr axlarlið. Hann var fluttur með þyrlunni á búðasvæðið þar sem honum var síðar kippt í liðinn þannig að hetjan mín er á batavegi. Hann kemur svo í fyrramálið með flugi þannig að það verður rosalegur léttir að fá hann heim og hjúkra þeim sæta.
Skólinn er svo bara að byrja og mér hrakar á hverjum degi, með bjúg, þungan hjartslátt, grindagliðnun og svima, ekki alveg fyrir mig að skella á svona vegg en svona er þetta bara þegar síðustu metrarnir eru eftir og finnst mér mjög líklegt að ég klári bara næstu viku í vinnu og fari svo að undirbúa mig undir maraþonnið mikla í byrjun október. Hjalti bró er mættur á svæðið og voru þeir að keppa við ÍBV sem endaði í tapi, en þetta blessaða tímabil fer nú að klárast og held ég að allir verði bara fegnir. En ég er hins vegar farin að kúra í vídeó í kósý myrkri og með kertaljós og nýt þess að hlusta á þessa hellirigningu undir súðinni hérna í Ólafsveginum
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Bloggvinir
Spurt er
33 dagar til jóla
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Athugasemdir
Farðu vel með þig Lísa og mundu að það er gott að geta hvílt sig yfir daginn... fætur upp í loft og slakaðu á... Heyri í þér fyrr en seinna sæta - XXX frá vestfirsku ölpunum
Þórey og litli garpur (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 14:56
Hæ Lísa mín!
Nú er farið að styttast í þetta hjá þér! Mundu bara að hvíla þig vel og láta Rúnar dekra við þig þessar síðustu vikur!
Hvernig væri nú að fá eins og eina bumbumynd?!?!
Kveðja, Eva Páls og co
Eva (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 23:06
HAHAHA...gat nú verið að það hafi verið Rúnar sem meiddi sig!!! Ótrúlega óheppinn þessi elzka ;) En ég minni þig á að HVÍLA þig fyrr en seinna !!!!! Annars verður þú bara lögð inn...og það er sko ekkert gaman !
Knús frá öllum í Skessunni ;o)
Birna (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 10:26
ÆJ, var þetta Rúnar sem meiddist Vona að hann hafi það gott og þú líka skvís.
Ótrúlegt hvað líkaminn getur farið að stríða manni og einsog þú segir þá gengur maður bara á einhvern vegg en þá er um að gera að reyna að slaka á og láta dekra við sig Ég hætti að vinna þegar ég labbaði á þennan vegg og það var þvílíkur munur, að geta hvílt sig og slakað á.
Segi einsog Eva, hvernig væri að skella inn einni bumbumynd eða svo???
Bestu kveðjur, Gullý og bumbugaurinn sem fer alveg að mæta á svæðið
Gullý (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.