Laugardagur, 18. ágúst 2007
1 ár síðan við fluttum í fjörðinn fagra...
...og ýmislegt búið að gerast á þeim tíma skal ég segja ykkur og ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að líða. Við fögnuðum þessum yndislegheitum með rosalega góðum mat, a-la me og lagt á borð a-la Rúní með diskamottum og kertaljósi...en rómó. Eftirréttur og alles og já það var étið mikið af nammi þetta gærkvöld svona eiginlega bónus við hvað ég er búin að vera dugleg á meðgöngunni að halda mig frá því!! Svo voru þessir fínu tónleikar í tv-inu sem við nutum út í ystu og sjitt hvað þeir voru flottir, Páll Óskar og Bubbi, og klárlega svalastir sinnar tegundar þ.e. af sitthvorri kynhneigðinni
Lúxor voru reyndar bara að standa sig vel, fannst reyndar á einhverju tímabili þeir ofradda sumar línur en þeir lúkkuðu frekar vel og mér fannst þeir einir og sér betri en saman!! En hva, 40.000manns er ekki amarlegt á Íslandi þannig að þetta var bara vel heppnað utan við hvað Stuðmenn eru orðnir old, jesús þeir eru ekki einu sinni fyndnir lengur í búningunum sínum, hvað er þá eftir...jú við skulum syngja á þýsku eins og Hundur í Óskilum(sem eru reyndar snillingar)..."Ich bin Frei" eða "Ég er frjáls"..díses ég fékk alveg gæsahúð af hallæri, sorry Stuðmanna-fans
Dagurinn í dag fer í það að synda minn kílómeter, vökva garðinn, þvo og eitthvað svona skemmtilegt með tónlistina í botni og svo ætlar Rúní að taka gluggana í gegn og skipta út í eldhúsinu þannig að þeir sem eru með kaffiboð í dag, endilega bjóðið okkur að koma og innheimta smá sykur fyrir komandi átök. Stefnan verður svo tekin í matarboð í kvöld til Arnars og Þórgunnar þar sem við munum skora á þau í gáfnaspilið Trivial og ætli við tökum þá ekki bara í gegn eins og síðustu helgi, strákar á móti stelpum??? Já og eitt enn, Eva Páls er búin að eiga prins sem er kominn með nafnið Axel Páll og óska ég ykkur mjög öfundsjúk til lukku ...
Kveðja....L
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Athugasemdir
Til hamingju með árið í firðinum fagra
Þú ert sko ekki ein um að hafa fengið gæsahúð af hallæri þegar Stuðmenn tóku þetta flipp sitt, ég missti andlitið og heyrnina þegar ég horði á þá
Vona að allt gangi vel hjá þér sæta, ég er sett eftir 11 daga þannig að þetta er farið að styttast hjá mér
Bið að heilsa, Gullý.
Gullý (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 13:43
Halló Lísa!
Vildi bara þakka fyrir skemmtilegt blogg sem ég dett nú stundum inn á :-) Ég veit ekkert hvort að þú manst eftir mér - en varst með mig í einkaþjálfun á Bjargi fyrir nokkrum árum... Er nú flutt í Borgina, komin með kall og bumbu! Er að reyna að vera eins dugleg og þú á meðgöngunni, en tekst ekki alveg!
Bara til hamingju með þetta allt saman, þú átt þetta allt svo sannarlega skilið.
Kv. Fjóla og bumbulius.
Fjóla (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 16:59
Yo PETER!
kem heim um das wochenende. Hringdu í mig sem fyrst. Þurfum að skipuleggja hvað þú ætlar að elda handa mér þegar ég kem fyrst gömlu stungu af... Ic habe eine óskaliste gemacht!!!
Later dude's
Hjalti (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 21:50
Er nú aðeins á eftir en ákvað samt að henda inn kveðju. Til hamingju með árið í firðinum. Ekki slæmt! Vona að allt gangi vel hjá ykkur (þó sérstaklega þér Lísa mín). Þú er helv...myndalega með þessa bumbu verð ég að segja. Knús og kossar frá Dagný flakkara.
Dagný (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.