Mánudagur, 24. júlí 2006
Gjörsamlega ALLT AÐ GERAST!!
sjitt maður hvað er allt að verða vitlaust hérna megin. Maður er bara búinn að versla nýjan bíl, selja litla kaggann, komin með kennarastöðu á Ólafsfirði og að berjast við að versla einbýlishús á pleisinu, dí maður, held hreinlega að ég þurfi smá Morfín í æð til að meðtaka þetta allt saman. En vonandi verður þetta bara frábært og á eftir að ganga vel, við hlökkum mikið til að skella okkur út í þetta allt saman. Hlökkum líka rosalega mikið til að fá Þórey og Co og Hallberu og Co til okkar á fimmtudaginn...veivei höfum ekki hittst síðan í Norge og Denmark ma´r og strákarnir orðnir 2gja ára í gær og allt þannig að það er allt að gerast.
Hanna Dögg og Birgir sögðu bæði JÁ, þannig að þau eru orðin hjón þessar elskur og vá hvað þau voru falleg og ung og sæt og geislandi. Ja það má allavega segja að það hafi verið felld nokkur stór tár í kirkjunni og þar á meðal var ég frekar rosalega tæp á meðan ég var að syngja takk, svoooo mikil væntumþykja í gangi. Veislan var æðisleg og vá hvað maturinn var góður, grillaðar lambalundir takk og allt með því var hreinlega himneskt. Við stelpurnar stigum auðvitað á stokk og tókum eitt atriði og fórum allar með nokkur vel valin orð til Hönnunnar okkar og enduðum svo á að syngja auðvitað lagið okkar "traustur vinur" sem toppaði alveg svitakastið sem Svanborg var í vegna stresssssss. En hún komst í gegnum það þessi elska og fréttir herma að þær hafi skemmt sér illa vel á Kaffi Ak. Vöndinn greip einhver sem ég veit ekkert hver er en sokkabandið fór í hendurnar á Magna frænda eftir þvílíkan slag og kaos. Þannig að Kata mín, viltu ekki bara byrja að skipuleggja?!! Við Rúní stungum af eftir Brúðarvalsinn og nokkur tár og brunuðum af stað í útilegu til að testa nýja tjaldið okkar. Byrjuðum á Vaglaskóg en þar var allt stappað, keyrðum á Illugastaði en nei, þar var ekkert tjaldstæði, keyrðum þá að Goðafossi við Skjálfandafljót en þar var yfirfullt líka þannig að við sem sagt enduðum þessa ferð okkar á Kiðagili kl. 01:30 um nóttina. Snilldartjaldstæði og öll aðstaða til fyrirmyndar. Bongóblíða og brunasár hér og þar en bókin er alveg að hafast og er ég komin á bls. 237 Ágústa mín!!
Magna dömur stóðu sig með prýði um helgina og gerðu þær 1 jafntefli við Hött og unnu svo Fjarðarbyggð með glæsibrag 8-2 þannig að þá er það bara æfing í kvöld og ég mun taka á honum stóra stóra mínum til að brenna öllu bullinu sem ég innbyrgði um helgina..... ciao
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.