Mánudagur, 30. apríl 2007
Bandý, blíða, gæsun, bústaður og jammerí
Jæja jæja þá er helgin loks liðin og var hún í alla staði bara algjör snilld. Veðrið brosti við okkur og eru allir orðnir frekar sólbrúnir hér á bæ. Spenningurinn var yfirvofandi fyrir undirbúning bandýmótsins og við stelpurnar í "unformazing" skelltum saman einu liði og tókum Svanborgu og gæsuðum hana í leiðinni, mikið gaman mikið grín!! Rændum henni af Sparó-liðinu kl. 10 um morguninn og skelltum henni í gæsabúning því við vorum veiðimenn og hún því snilldarbráð! Leigðum bústað með öllu tilheyrandi og skelltum okkur svo á bandýmótið sem hófst með skrúðgöngu um bæinn. Alls 18 lið voru skráð þannig að það var allsstaðar stappað Við rústuðum 1. leiknum 4-0 og seinni leiknum töpuðum við 1-2 og ég missti aðeins skapið en það reddaðist um kvöldið því ég fékk verðlaunapening fyrir að vera "tapsárasti leikamðurinn"..vúps!!! Eftir mótið fórum við í pottinn í sólarmollu við vatnið, Naree eldaði tælenskan mat fyrir okkur og svo græjuðum við okkur upp fyrir kvöldið. Tjarnarborg var troðfull af fólki í mis-skemmtilegu ástandi og hlutirnir voru mjög dramatískir eftir að okkar atriði leið dagsins ljós, en við skulum bara orða það þannig að allt endaði vel og við jömmuðum langt fram á nótt með gæsina okkar góðu
Sunnudagurinn fór aðallega í það að hlæja af gærdeginum og sötra kaffi og borða köku sem ég skellti svonna í... Á meðan við vorum í því þá tók Rúní sig til og bjó til heilan kartöflugarð hjá okkur sem lítur bara vel út, sveitasælan alveg að fara með manninn! Svo er það bara frí aftur á morgun þar sem maí er að ganga í garð og það þýðir bara eitt.............ÞAÐ ERU TUTTUGU OG TVEIR DAGAR Í AFMÆLIÐ MITT......... víííííí
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.