Færsluflokkur: Íþróttir
Þriðjudagur, 13. júní 2006
Styttist í leik...úlla-lí
Jújú það er bara morgundagurinn sem við þurfum að einbeita okkur að, því við töpuðum síðast fyrir þessum breddum á Húsavík sem kunna ekki neitt annað orð en "Tussa" þegar maður nær boltanum af þeim, svona gelgjur sko og það kemur hreinlega ekki til greina annað en að rústa þeim á KA-vellinum á morgun kl 20.00, þannig að allir þurfa auðvitað að mæta og hvetja okkur til dauða...meina dáða Snilldaræfing í gær á Hrafnagili í rigningu og roki og það má segja að ég hafi fílað þetta hrikalega vel, að renna sér og vita ekkert hvar það endar og spóla í drullu og svaði...jí-ha!! En búið að þvo nýja boltagallan með nýju þvottavélinni, eða kannski frekar hún er komin í lag og það er actually góð lykt af þvottinum mínum, ekki eins og af líki eins og áður fyrr. Those were the good old!!! right...
Önnur eins bongóblíða hefur ekki sést lengi á ak eins og skein inn um gluggann minn í morgun, ég var svo heppin að muna að ég átti ennþá grímuna sem við Rúnar fengum í lestinni til Norge, manstu Þórey??? Virkar svonna vel að ég bara svaf geggjað vel. Fór svo út á svalir og borðaði morgunmatinn minn þar óg sólaði mig í leiðinni og setti upp nýjar snúrur og hengdi upp ilmandi þvottinn minn, yndislegur dagur. Vinnan kallar þannig að ég vona að þið hafið það gott, og já Óska og Hilli eignuðust 11marka stelpu og 42cm og við óskum þeim innilega til hamingju og vonum að við fáum að sjá krílið fljótlega.....Knús og kram til ykkar
XXX Lísa og Rúní
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. júní 2006
Alltaf rigning á Sjómannadaginn!!
Ekki það að ég elska að klæða mig vel og hoppa í pollum en það væri nú alveg næs að fá einu sinni jafn mikla blíðu og var á laugardaginn, okey Guð?? Reynum það að ári allavega Já við fórum sem sagt til Óló á föstudaginn og Rúnar beint að vinna með gamla og við mamma fórum í frábæra ferð í Kirkjugarðinn að setja niður blóm á leiði hjá ættingjum og vinum og enduðum svo á að skoða nánast öll leiðin og mamma fræddi mig og allt sem gekk á í gamla daga, svo er verið að tala um að fólk sé slæmt í dag!! En já þetta var algjör snilld, var búin að gleyma hvað mér fannst gaman að ráfa þarna um sem barn og æfa mig að lesa á steinana. Tók meira að segja að mér 2 leiði sem munu fara í framkvæmd um næstu helgi.
Skemmtiatriðin fóru vel fram og allar keppnir voru til fyrirmyndar. Veit reyndar ekki einu sinni hverjir unnu kappróðurinn og svo verður Alfreðsstöngin afhent í kvöld. Gulli tók Stakkasundið og Jón Gylfi rústaði bæði pabba sínum og bróður í Koddaslagnum(með belgjum reyndar). Við mamma elduðum svo lax og svo brunuðum við í útskriftar-og innflutningspartý hjá Völgu. Til hamingju elskan, við erum stolt af þér hjúkka Var komin á Óló aftur um 2 og svo var auðvitað farið í Kirkju í morgun með mömmu í tilefni dagsins. Fiskisúpa hjá Svövu og svo koníak og kökur heima í Garðstígnum þar sem amma er í borg óttans. En annars fer einbeitingin á fullt fyrir næsta leik hjá Magna og Völsung og nú verður tekið á því, það skal engin komast í gegnum mig í vörninni. PUNKTUR!
Til hamingju með daginn Sjómenn. Kveða Lísa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 9. júní 2006
Fyrsti tapleikurinn!!
Damn, ég trúi ekki að það hafi hreinlega komið fyrir að við unnum ekki þennan leik, skil þetta ekki, tókum þær í nebban 6-2 síðast en þær unnu frekar ósanngjarnan sigur 3-1, segja sögur. Var reyndar ekki á staðnum, kannski er það þess vegna sem við töpuðum!!! ;-D tí-hí...en þetta kemur bara næst og við verðum alveg tjúllaðar í næsta leik 14. júní takk! Utanyfirgallarnir eru líka svona flottir að við hljótum að fara að komast á skrið aftur. Hvenær er næsta æfing??
Tók daginn snemma í morgun í kennslu og var svo að koma úr hjólatúr þannig að ferskleikinn er gríðarlegur og hef ég áorkað að setja í 2 þvottavélar líka og þriðja á leiðinni og klukkan er bara 10, toppiði það. Bongóblíða á Ak annars og vonandi að það verði svonna klassaveður um helgina í útskriftunum og Sjómannadagsdagskránni og öllum hátíðarhöldunum. Við verðum held ég hreinlega bara um helgina á Óló að stússast eitthvað en stefnum á pertý hjá Völgu annað kvöld. Annars verður þetta bara stutt í dag, ég minni á KVENNAHLAUP ÍSÍ í fyrramálið 2km eða 4km, þvílíkt næs og lítið mál fyrir okkur kvensurnar. Síjú ðer og auðvitað í gymminu hjá mér kl. 10!!
Góða helgi og lifið heil og brosandi... XXX Lísa og Rúní
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 6. júní 2006
06/06/06
Já það má væglega orða það þannig að þetta er nú búið að vera meiri dagurinn. Hófst í gymminu í morgun með Berglindi frænku og ætlunin var að losa smá stress áður en við héldum að jarðaförinni. Ekki gekk það neitt eftir því það var nóg að forspilið byrjaði að við féllum saman. Jesús minn hvað þetta var erfitt að sjá á eftir þessum gullmola og fulla kirkju af vinum og ættingjum. Addi sýndi virkilegan hetjuskap þegar hann stóð upp við hliðina á kistu bróður síns og söng "I Can´t cry hard enough" með undirspili Magga. Hvernig var þetta hægt? Vá! Eftir athöfnina keyrðu allir út í Ólafsfjörð þar sem hann var jarðaður og ég get ekki lýst því hvað mér fannst fallegt þegar Björgunarsveitin hélt á fánum sem var svo gengið í gegnum, þetta var ótrúlegt. Ég votta ykkur vinir og ættingjar innilega samúð mína og vona að guð veri með ykkur á þessum erfiðu tímum.
Eftir allann gráturinn og hláturinn þá skrapp ég og kenndi einn tíma og brunaði svo inneftir þar sem minn elskulegi Rúnar var búinn að grilla handa mér kjúlla og grænmeti á tein og alles, þú færð sko plús í kladdann gamli!! Annars situr maður núna bara með kveikt á kerti og að hlusta á Bubba Morthens á 06.06.06 tónleikunum hans sem við áttum by the way að vera á, en eitthvað klikkaði :-) Kóngurinn klikkar ekki á vá hvað þetta eru ruuusssssssalegir tónleikar, mig langar mest að fara að grenja hann er svooooo flottur.. Svo var hún Þórey að tilkynna mér að systir hennar hafi verið að eignast litla prinsessu þennan dag þannig að við óskum henni til lukku með frænku.
Útilegan heppnaðist sonn vel annars og enduðum við á Skagaströnd með ÖnnuLeu og Bróa og Baddý já og hundi sem kallast Ponsja, en ég var svo hrædd við hana að ég kallaði hana alltaf Posa, get ekki útskýrt hvers vegna, taugarnar útþandar kannski!! Lentum í blíðuveðri og grilluðum og spiluðum svo Fusinjesen og Kings on the corner. Amma Lísa bauð okkur svo í kaffi og með því daginn eftir og skelltum við upp í ferð á Kálfshamarsvík, held ég að það heiti með langflottasta stuðlabergi landsins, úje! Við vorum svo þreytt eftir daginn að við misstum af balli sem var í Kántrýbæ um kvöldið, díses hvað ég var svekkt. Hlustuðum á "kúrekann" allann daginn í reidíóínu eins og hann kallaði sjálfan sig og allar auglýsingar hjá honum enduðu á "Kúrekkinn" hehe algjör snilld. Toppferðastaður Skagaströnd, mæli með því. Minni á leikinn á Húsavík á fimmtudaginn fyrir aðdáendur og hvetjum við flesta til að mæta. Knús og kram til allra......Lísa og Rúnar
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. júní 2006
Góðar Stundir
Jæja 1 N föstudagurinn runinn upp. Planið er að fara í útilegu á morgun eitthvað
austur þangað sem sólin er skærari en hér heima, er reyndar búin að vera alveg ágætt veður
í dag en samt smá gluggaveður.
Lísa er að fara á óló í kvöld, ég verð að vinna í alla nótt.
ranüR
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 29. maí 2006
Stórsigur 4-1, úje
Jújú dömur mínar og herrar við unnum Leikni með þriggja marka mun sem hefði mátt vera miklu meiri því við hreinlega áttum allann leikinn. Held að þær hafi komist í u.þ.b. 4 sóknir og ekki meira en það. Dæja var hundóánægð með leikinn því hún fékk bara eitt skot á sig :-D og svitnaði ekki einu sinni, enda skellti skíðadrottningin sér í gymmið eftir leik til að taka á því, hehe dúlla! Mér gekk bara fínt svona miðað við fyrsta leik og munaði ekki meiru en 2cm að ég næði að skora eftir svaðalegt horn frá Jónu Benný og svo seinna frá Hansínu en svona er lífið maður fær ekki allt. By the way þá var Hansína alveg að meika það þarna á kantinum svo ég komi því á framfæri og Birna átti stórleik. En maður fann að það var þreyta í mannskapnum frá síðasta leik þannig að það verður spennandi að sjá hvernig næsta lið verður, nóg er að stelpum allavega, ætlar ekki einhver að fara að hætta? heheh djók :-D Stelpurnar skelltu sér svo í pottinn á Bjargi og voru þær ekkert smá ánægðar að láta þreytuna líða úr sér með kertaljósum og tilheyrandi a-la ÓLi, takk fyrir okkur. Næsti leikur er svo ekki fyrr en 8. júní þannig að nú tekur æfingartörn við og þá er bara að taka á því!!
Jónína skvísa frænka mín á afmæli í dag og vil ég óska henni innilega til hamingju, vona að þið séuð ánægðar með Sing-Star stöffið þið systur. En sólin kallar á mig út og ég nenni ekki að skrifa meira. Ciao ...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 28. maí 2006
Kristján Hauksson í Bæjarstjórn :-D
Fólk í merki tvíbura kemst auðveldlega í gegnum mótlæti um þessar mundir. Þú munt hljóta virðingu samborgara þinna og peningar munu koma til þín úr óvæntri átt innan tíðar. Ástarmál og viðskipti ganga vel þegar stjarna tvíbura er skoðuð í lok maí. Ekki vanrækja heilsu þína þó mikið sé um að vera um þessar mundir. Hugaðu vel að heilsu þinni með opnum huga og vertu jákvæð... Þetta var nú stjörnuspáin mín og ég varð hreinlega að henda henni inn því hún er nú svo björt og fín eftir erfiðan dag í gær. Kunningi minn Biggi Bert var annar þeirra tveggja sem lést í brunanum í gær á Akureyrinni og votta ég fjölskyldu hans og vinum innilega samúð mína. Guð veri með ykkur á þessum erfiða tíma sem framundan er.
Kosningarbaráttan var í miklu fjöri í gær og auðvitað komst bróðir minn inn í Bæjarstjórn eins og ég vissi. Hef óendanlega trú á þér og þínum og gangi þér bara óstjórnlega vel í því sem þú ert að fara að taka þér fyrir hendur, til lukku :-D Við matarborðið áður en Kosningarvakan hófst í gærkveldi þá kíkti Tommi í heimsókn til okkar og við drógum eitthvað fram myndir af bróa síðan ég útskrifaðist og þá var ég auðvitað vænt stykki og svoltið yfir 3gja stafa tölunni!!! Þá sagði Rúnar: Já, þetta var nú þegar hún Lísa mín átti við búlimíu að stríða og þá bætti pabbi við... "Nema bara hún gleymdi alltaf að æla"... díses hvað við grenjuðum úr hlátri hehehehhed snelld en það er gott að maður hefur smá húmor fyrir sjálfum sér, annars væri nú erfitt að lifa. Fórum snemma inn á Akureyri í gær sökum leiksins í dag þannig að við misstum af úslitunum á Óló en svona er þetta bara, góður svegn=gott gengi, yfirleitt stenst þetta og mun það koma í ljós þegar við tökum á móti gellunum í dag. Hvet alla til að mæta á leikinn í Boganum kl. 16 og láta í sér heyra.
Wish us luck.......LiZ
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 26. maí 2006
Efstar í deildinni :-D
Dí ég held hreinlega að þetta hafi bara aldrei komið fyrir mig með þeim liðum sem ég hef spilað með í gegnum tímann að vera í efsta sæti í deildinni, okkar riðli nota bene en vá ég er stolt af okkur stelpur. Hitti eina úr Fjarðarbyggð áðan og hún sagði að þær væru bara ennþá í sjokki eftir þennan leik því það hafi bara verið eins og hent hefði verið blautri tusku í smettið á þeim, ekki slæmt það! Já fyrir þá sem vita það ekki og höfðu ekki trú á okkur í upphafi þá er málið sem sagt það að vin rústuðum leiknum 7-1 hvorki meira né minna... jí-haaaaaaaaaaaaa
Sólin lét sjá sig bara í allan dag og vá hvað verður næs að sitja á pallinum um helgina og máta nýju sólhúsgögnin sem mamma og pabbi gáfu okkur í afmælisgjöf, illa flott-takk þið :-D Kostningarbaráttan er alveg kreisí núna og var bara allt að gerast í miðbænum í dag. Hanna með X-D húfu og ég fékk andlitsmálningu og blöðru og ég veit ekki hvað en við Dagný unnum ekki í happdrættinu því miður, vinnum bara í staðinn í boltanum á sunnudaginn þar sem er að sjálfsögðu skilda að mæta kl.16 í Bogann á Ak. Þeir sem eru í góðum fílíng eru endilega beðnir um að skella sér til Ólafsfjarðar í Miðnæturhlaup í kringum vatnið og svo í Miðnætursund þar á eftir, laugin er opin frá 23-01, toppiði það nærsveitarmenn!!! En er farin á æfingu í bili.....lifið heil elskurnar!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 24. maí 2006
1 dagur í leik við Fjarðarbyggð
Sjittörinn ég er strax komin með niðurgang og ég veit ekki einu sinni hvort ég sé í hópnum eða ekki!! En maður verður að vona það besta þó svo að vinnan hafi fengið forgang síðustu viku en allavega þá hreinlega hvet ég alla til að mæta á völlinn eða í Bogann kl 18.00 á morgun Uppstigningardag með meiru. Magni v.s. Fjarðarbyggð og er sagt að þær séu með besta liðið!! Right... En Ummm ljúft, hlakka til að sofa út, gymmið er lokað og allir á tjillinu. Stefnan er tekin á æfingu í kvöld og svo í bíó á Da Vinci lykilinn. Það var mikil umræða um langdregna mynd hérna í afmæliskaffiboðinu í gærkveldi þannig að maður er varla spenntur en ég vil frekar kíkka á ræmuna en að hugsa til þess að lesa þetta 500bls kvikindi, til hamingju Rúnar, hann las hana á 3 dögum í Norge..dí!!! Já það var sem sagt sigur fyrir mig í gær að halda afmælisboð alveg alein og ég bakaði 2 tertur, heitan rétt og eplapæ sem slóg by the way, algjörlega í gegn og Hanna fékk sigur af hólmi fyrir unaðshljóð við fyrsta gaffalinn :-D En ég var rosaánægð og grobbin með veisluna og tala nú ekki um að eiga svona marga góða vini, takk allir æðislega fyrir komuna og mig og pakkana og við erum að tala um það að Flamingó blómið sem Dagný gaf mér, það bara fær mig til að dansa þegar ég horfi á það þannig að ég er búin að vera í rosagóðu skapi í dag.
Prufaði að fara í gymmið í morgun eftir að þetta blessaða hjarta mitt komst í lag og það var bara allt í góðu, kíkkaði í sund lika í nýja sundbolnum og synti ég bara miklu miklu hraðar, voru reyndar bara gamlir í sundi en mér fannst ég fara geðveikt hratt!! Bíð annars bara spennt eftir að komast í bolta í kvöld þannig að vinsamlegast farið að henda inn æfingartíma svo maður geti farið að gera sig klára. Sjáumst people...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006