Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Eins???
Loksins er ég búin að fatta hverjum Guðmundur Guðmundsson líkist hvað mest. Ted Mosby, einn af mínum uppáhaldskarakter í How I met your mother hefur sama svipinn, nema kannski aðeins dekkri í yfirlitum?!
Erum á leið suður í dag í vonda veðrinu í brúðkaup. Ekki búast við að við hringjum í ykkur því við erum að fara í ástarferð án Karenar Helgu og er hún að fara að sofa annarsstaðar í fyrsta skipti síðan hún sá dagsins ljós. Hafið það gott elskurnar og munið að vera kyssast daglega
L
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
ÞAÐ ERU ENGIN ORÐ YFIR ÞESSUM FRÁBÆRA ÁRANGRI
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. ágúst 2008
What a day, what a day
Já það má sko með sanni segja að þessi dagur hafi verið geggjaður. Byrjuðum snemma við fjölskyldan þar sem Karen Helga vakti okkur rétt fyrir leikinn þannig að við horfðum á hann við mæðgur á meðan pabbinn kúrði og hraut en opnaði annað slagið augAÐ til að athuga stöðuna. En þvílík óheppni í endann, ætla ekki að tjá mig um það meira því þá verð ég svo svekkt og það hefur neikvæð áhrif sem er svo vont svona rétt fyrir draumaheiminn.
Litli frændi minn var í pössun hjá mér í dag og við vorum að syngja "hakuna matata" en hann var ekki alveg að ná því og sagði alltaf "haTuna MaKaKa" ehhehe oh hann er svoooo mikil dúlla hann Kristján Már og svo var hann alltað að andvarpa upp úr þurru annað slagið og þegar ég spurði hvort að það væri eitthvað að angra hann þá sagði hann: "já, ég þoli ekki þennan vind úti í dag, mig langað út en ekki í þessum vindi"...sætastur
Við kíktum á Gullu og Steina og horfðum á leikinn mikla FH-Aston Villa sem endaði eins og þið vitið og ekki meira um það og svo hringdi ég auðvitað í afmælisbarnið hann Kidda og Rúní sendi hinu afmælisbarninu kveðju sem við þekkjum, hún Þorgerður og vonum við bara að þau hafi átt geggjaðan dag eins og við. En ég held bara áfram að vera djollí og segi ÁFRAM ÍSLAND
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Ví gaman að gera brosakalla...
Well well punktablogg ágústmánaðar
-Ferðalög voru um Kjöl, í Kerlingarfjöll, Hveravelli, Hveradali, Gullfoss, Geysi, Laugarvatn, Þingvelli, Akranes, Hvítársíðu, Brandarskarð, Hólkot meðfylgjandi tanntöku, bílveiki og niðurgang hjá lillemus
-Versló fór fram í rólegheitum í sumarbústaðinum okkar í Hólkoti, kíktum aðeins á Akureyri svona bara til að vera ástfangin og kyssast á rauðu ljósi
-Í vikunni fór ég suður og kláraði prófið og verklegu tímana og er orðin ungbarnasundskennari
-Kiddi fékk bóner í Bónus...eða mér heyrðist hann segja það, smá misskilningur í gangi
-Kíktum á fiskidaginn og það voru b.t.w. ekki 30.000 manns en gaman samt. Fórum með Línu og Gunnari og co, hittum fullt af ÍKÍ-ingum þ.á.m. Áslaugu og Unna, Birnu og Tóta og Erlu og Jónas þannig að það var bara LÍF OG FJÖR með troðfullan munn af fiskiborgurum!!
-Dagurinn í dag fór svo bara í það að mála herbergið hjá prinsessunni, leika úti í mölinni og æfa okkur að moka í fötu því leikskólinn hefst eftir 6 daga og Karen Helga er 10mánaða á morgun, dísús. Pabbinn slóg garðinn á meðan og life is beautiful. 1 vika eftir af sumarfríinu og ég ætla að nýta hana vel með bloggleysi
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006