Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Föstudagur, 30. maí 2008
Vika eftir af skólanum
Jess þá er dagurinn liðinn sko gærdagurinn sem var sá dagur er allt kláraðist hjá Lísebetunni í gymminu. Konuátakið búið, Íþróttaskólinn búinn og Karlaátakið kláraðist í gær. Enduðum þetta með stæl hjá konunum og færðum tímann út í sólina og vorum nánast bara á Evuklæðunum, vegfarendum til mikillar ánægju og svo enduðu karlarnir mínir á því að fíra mér út í sundlaugina í öllum mínum klæðum og það var hreinlega ekkert sem ég gat gert því þeir eru orðnir svo massaðir eftir námskeiðið og fituprósentur og sentimetrar hafa hreinlega fokið af þeim, þannig að ég réði ekkert við þá. Ég er svo stolt af þessum vitleysingum og hlakka bara til að starta aftur í haust með þá, sem þeir b.t.w. báðu sérstaklega um! Svo ætlum við að keppa við sjóarana í kappróðrinum á laugardaginn þannig að það verður bara stuð, veit samt ekki alveg hvort ég verði stýrimaður, sjáum hvað setur!
Sumarið er komið hjá okkur í firðinum fagra. Við erum búin að slá garðinn, láta eitra fyrir roðamaur, skella sumarblómunum niður og snyrta garðinn fyrir sjómannadaginn þannig að Ólafsvegur 48 fer bara að líta ágætlega út sonna. Á reyndar eftir að bera á viðinn og smíða pall en það kemur með betra veðri. Karenu Helgu líst ekkert á grasið nema þegar hún er búin að rífa það upp og smakka á því, en hún vill ekki liggja þar og leika sér, hún fær bara hroll og skilur ekkert hvað þetta er, dúllan. Svo er hún nú byrjuð að toga sig áfram eins og hermaður og skríða, já afturábak sko þannig að það er mjög gaman að fylgjast með henni þróas og þroskast þessa dagana. Svo fer að koma útilegutími á okkur þannig að við verðum að venja barnið við the nature!
Sjómannadagshelgin er full af dagskrá og við munum að sjálfsögðu fara í kirkju, keppa í kappróðrinum, horfa á stakkasundið, koddaslagin og allann slaginn um Alfreðsstöngina, svo verða hoppikastalar, tívolí, ball, Tinu-showið og ég veit ekki hvað og hvað. Allir í fjörðinn á þessari frábæru helgi og vonum bara að það komi enginn jarðskjálfti. Sjæse. Annars sendum við bara stórt knús á alla á Suðurlandinu og vonum að allt komist fljótt í réttar skorður í lífinu og tilverunni.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 22. maí 2008
Til hamingju Ísland með að ég fæddist hér :-)
Húsfreyjan hún ég, á sem sagt afmæli í dag og er skvísan orðin 28ára gammel, ú-je og ég er orðin miklu þroskaðri, grennri, fallegri, hressari, vitrari og BARA BETRI MANNESKJA fyrir vikið. Ég veit ekki hvað er í gangi en þetta varð bara svona eftir nóttina. Í fyrsta lagi ætlaði ég aldrei að sofna vegna sæluvímu svaðalegra afmælisgjafa sem gærdagurinn færði mér fyrirfram:
-Manchester United tóku vítakeppnina að sjálfsögðu fyrir mig
-"Oversize" stelpan vann í Americas next top model
-David Cook........Ó DAVID COOK VANN IDOLIÐ OG ÉG VAKTI YFIR HONUM Í NÓTT
-Í DAG MUNU SVO REGÍNA OG FRIKKI KOMAST ÁFRAM KL. 19 fyrir Íslands hönd
-Við mæðgur fáum loksins að knúsa og kyssa Rúnar eftir vikudvöl í borg óttans
ÉG ÆTLA AÐ FAGNA ÞESSUM DEGI MEÐ ÞVÍ AÐ KEYRA SUÐUR OG SÍNA NAFLANN FYRST AÐ SUMARIÐ ER KOMIÐ. Er að hugsa um að stoppa á Þelamörk, Varmarhlíð, Blönduósi, Víðihlíð, Laugabakka, Staðaskála, Brú, Hreðavatnsskála, Baulu, Borganesi og svo loks er síðasta sýningin í Mosó. En þeir sem ekki sjá mig á þessum stöðum þá skal ég setja inn eina naflamynd fyrir ykkur svona í tilefni dagsins.
Annars vona ég svo innilega að þið eigið góðan dag og ég vil óska þeim afmælisbörnum sem eiga til hamingju með daginn og þá sérstaklega afa mínum Jónsa og Hjaltameðsamaafmælisdagogég
TEK BON JOVI Á ÞETTA OG SEGI......
HAVE A NICE DAY
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 19. maí 2008
Flottastur...
KARLMENNSKA? ég var spurð að því í dag hvað þetta orð næði yfir mörg lýsingarorð og það eina sem kom upp í mitt yndislega heilabú var HERMANN HREIÐARSSON
pant vera hraustur og klára leikinn með brotið kinnbein!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 12. maí 2008
Hugleiðing dagsins..
Af hverju í ósköpunum er aldrei kcal-fjöldi á nammi? Ég bara botna ekkert í því hvers vegna maður geti ekki fylgst með nammikalóríunum samsíða öllum hinum kalóríunum svona allaveganna á meðan maður er í átaki svo maður geti þá allavega haft val um kalóríuminnsta nammið svona aðeins til að andlega hliðin sé ekki alveg í messi þó svo maður skelli smá chockolade í kjammann.
Sælkerinn...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Tennis barbie in da house
Jújú Tennis Barbie leit svona hrikalega vel út í dressinu og vil ég þakka félögunum commentin um kappsemina hjá sumum og hamingjuóskirnar. Ég vona bara að það eigi fleiri eftir að skella í lið og upplifa Bandýmótið því við skulum alveg segja það að það er "one of a kind" í heiminum og ætti að vera eitthvað sem allir þyrftu að upplifa í gegnum lífið. Eins og áður hefur komið fram þá erum við 10 ára á næsta ári og mun það verða síðasta mótið þannig að ég hvet alla til að troða sér í lið og mæta í fjörðinn fagra og upplifa stemmarann. Það er nóg gistipláss hjá okkur. Bara veriði VELKOMIN
Bið að heilsa í bili. Fleiri myndir hjá 123.is/guruguru, endilega kíkkið á
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 4. maí 2008
Maður sópaði að sér verðlaununum í gær!!!
Jæja þá í þetta sinn......Bandýmótið búið og skrokkurinn ónýtur, gjörsamlega. Við erum að tala um það að harkan var svoooooo mikil í gær að stelpan er með glóðarauga, kylfufar á lærinu og mjög líklega nett tognun í bakinu! Það var illilega tekið á því og eins og vanalega þá missti Betan sig í kappinu og tuddaði ég mig í gegnum karlpungana. Fékk meðal annars að heyra að ég væri trukkalessa og að það væri ekki við hæfi að kalla mig kvenmann!! en þetta er eitthvað sem ég er ekki að heyra í fyrsta skipti þannig að ég kippi mér ekki upp við þetta. Vil helst fara að heyra einhver ný orð ef þið ætlið að halda þessu áfram svona í framtíðinni!!
En það var mikið gaman og mikið grín og hafði það yfirhöndina eftir leikina. Við kennararnir fengum að sjálfsögðu bikar eins og á hverju ári en í þetta sinn var það ekki Mútubikarinn heldur fengum við búningaverðlaunin. Við vorum Barbie-dúkkur í kössunum og alles og karlarnir voru Ken, ekkert smá flott. Set inn myndir um leið og ég get. Ég var tennis barbie og vakti mikla lukku í stutta pilsinu og hvítu hárkollunni, aðallega samt hjá dóttur minni! Um kvöldið hittumst við hjá Stýru og röltum svo niður í Tjarnarborg á verðlaunaafhendinguna. Ég fékk 2 verðlaunapeninga og ég get ekki sagt að ég sé stolt af titlunum en svona missi ég stundum stjórn á skapi mínu í hita leiksins!!!
GRÓFASTI LEIKMAÐURINN ER.................LÍSEBET HAUKSDÓTTIR
TAPSÁRASTI LEIKMAÐURINN ER................LÍSEBET HAUKSDÓTTIR
en þetta var algjör snilld og tókst þvílíkt vel upp. Bandýmótið verður 10ára á næsta ári þannig að það verður rosaleg hátíð þá. Ég vil þakka þátttakendum fyrir frábæran dag og senda Guðbirninum koss og knús. Hann er náttúrurlega bara langflottastur Dagurinn í dag einkenndist af strengjum og aftur strengjum og get ég varla rétt úr bakinu, glóðuraugað er að bögga mig því ég er með stanslausan æðaslátt í því en ég var komin heim til mín fyrir kl. 2 þannig að ég var ekki eins þunn og ég hélt að ég myndi verða og er ég því mjög fegin og hrikalega ánægð með gærkveldið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 1. maí 2008
Maííííííííííí
tai
ræ
mæ
fæ
sæ
næ
og fleiri rímorð sem þið megið bara endilega bæta við ef þið hafið ekkert að gera eins og ég í dag, sérstaklega þú Þórey, þú ert svo ofboðslega góð í rími!
-Bandýmótið um helgina, Séð og Heyrt verður á staðnum þannig að ef þið viljið verða fræg þá verðiði bara að koma í fjörðinn um helgina
-Ég á afmæli eftir 21. dag
-Hjalti bróðir er kominn heim
-Snjórinn má fara að fara any minute now
-
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006