Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Ágúst mættur

Jæja peoples....stutt eftir af fríinu og styttist ennþá meira í að erfinginn komi í heiminn. Fórum í skoðun í dag og hjartslátturinn hljómaði hrikalega vel. Legið orðið tæpir 30cm, dí bara eins og heil reglustika, maður er ekki alveg að fatta þetta og svo fann hún alveg höfuð, bak og rass og stöðuna á þessu yndi sem er að sparka í mig daginn út og daginn inn, just wonderfulHeart Fyndið að fara í svona meðgöngunudd, maður liggur á bekk þar sem er gat fyrir kúluna og holur fyrir brjóstin, how nice að liggja alveg á maganum, getur einhver reddað mér svona rúmi í c.a. 2 mánuði???

Það hlaut að koma að því að sólin myndi hætta að skína á kúluna mína, enda er hún orðin frekar dökk og er flest fólk að spyrja mig hvort ég hafi verið að koma að utan!! Neinei elskurnar, sund á hverjum degi 1km til að fá lit á afturhliðina og svo ligg ég í pottinum til að fá sól á framhliðina og syng "sól sól skín á mig"Cool En núna fyrir nákvæmlega 30mín byrjaði allsvakalega að hvessa og komu rigningardropar á bílrúðuna mína sem ýtir vl undir þá spá sem var í tv í gær að það yrði ömurlegt veður hvar sem er á landinu um helgina þannig að við vitum ekkert hvað við ætlum að gera. Söngur á Sigló á fös jú, en eftir það er allt óráðið ætli við tökum ekki bara rúntinn hingað og þangað. 

Ósk, Hilli og Irena eru að koma á morgun til okkar og ætla að vera alveg fram yfir helgi þannig að við hlökkum voðalega mikið til að leika við þau og erum við stelpurnar búnar að plana stelpukvöld á fimmtudaginn vú-hú! Stefnir allt í kósíheit par excelance...  

Embla Þóra er 1 árs í dag þessi litla snúlla og óska ég henni að sjálfsögðu til lukku.  Já og svo vil ég segja ykkur hvað ég er ánægð með kommentin, takk fyrir takk and keep up the good work. Spurning dagsins er:......Hvað á að gera um Versló??


Hvar eruði öll?

Ég segi nú bara halló halló hverjir eru að skoða mig og okkur og kvitta ekki fyrir komu sína hér. Það eru alveg frá 30-70 heimsóknir á dag og enginn kvittar eða kommentar, er tímaleysið alveg að fara frá ykkur?? Það tekur 1 mínútu að gera það og það þarf ekki að staðfesta eins og áður í mailinu sínu þannig að þetta tekur enga stund. Heart

Við erum sem sagt komin heim úr Ásbyrgi-city þar sem við fengum þvílíka blíðuveðrið og vorum með familíunni í kósíheitum par exelance. Gerðum bókstaflega ekki neitt nema liggja, sóla okkur og narta í hitt og þetta. Á heimleiðinni tókum við svo stopp á hinu fræga Reðursafni Húsvíkínga þar sem Áslaug beið með stolti og var mynd af Unnari upp á vegg við hlið samnings sem stóð á að hann ætlaði að gefa sinn dela þegar hann myndi fara hinumeginGrin DJÓK! Neinei ekkert svoleiðis, en þetta var ágætis upplifun og komst ég allavega að því að ég er mjög ánægð með minn mannInLove 

Dí hvað ég var abbó í morgun þegar ég komst að því að Sædís er búin að eiga, 5 vikum fyrir tímann takk fyrir túkall og það litla sæta, heilbrigða, 10marka stelpu. Ekki það að ég samgleðjist ekki, INNILEGA TIL HAMINGJU... þetta er bara erfitt þegar Inga er búin að eiga, Hanna er búin að eiga, Elma er búin að eiga og núna Sædís og ég stend á blístri og á fullt fullt eftir, heila 3 mánuði, guð minn góður hvernig verður maður þá eiginlega??? 

Bidda og Tóti ætla að reyna að kíkka á okkur á morgun þannig að við hlökkum voðalega til og er ég sem sagt að fara út og slá lóðina til að allt líti voðalega vel út þegar þau koma. Bið að heilsa ykkur öllum og vona að þið farið nú að kvitta fyrir ykkur. Því eins og þið eruð forvitin að kíkka á mitt bull hér þá er ég forvitin að vita hverjir eru að fylgjast með manni...víW00t

XXX L 


Rollutu---r!!

Okey ég veit alveg að ég bý í litlu sveitarfélagi en ég bý nú ekki í sveit. Ef sú löngun hefði komið upp þá ætti ég jörð einhversstaðar í afdælum og drykki ískalda kúamjólk á hverjum morgni. En Við vöknum á hverjum einasta morgni kl 5.00 við það að það eru rollur að éta runnana okkar og blómin og helvítis jarmið í þeim er að gera okkur GEÐVEIK, ertu að grínast hvað þetta er pirrandi, þar var nebblega grindahlið hérna við brúnna en eftir að hún var löguð þá ákváðu einhverjir gálgar að gleyma að setja aftur rimlahlið þannig að þessir menn eru ekki að skora mörg stig hjá Lísebet Hauksdóttir og Rúnari Gunnarssyni.

Stigagjöfin er nú að verða tiltölulega jöfn um hvort kynið verður þannig að þetta verður bara mjög skemmtilegt þarna í október. Hanna er komin með sýna gersema í hendurnar og verð ég nú að segja að ég öfunda hana svolítið á að þetta sé búið. Innilega til lukku með litlu skvísuna elskurnar, ég kem inneftir á fimmtudaginn og kíkka á ykkur ef ég má.

Nikulásamótið endaði í gær hérna á Óló með mikilli lukku og gekk bara allt hrikalega vel. Hitti nokkra Laugvetninga eins og alltaf á svona mótum og það var bara líf og fjör og veðrið fínt utan við smá vind sem enginn kippti sér upp við. Við ákváðum að henda upp einu stykki af skjólvegg fyrir framan húsið svo ég gæti nú berrað mig í sólinni á daginn og tók það ekki nema tvær kvöldstundir að henda honum upp, enda vanir menn þar á sveimi. Set inn framkvæmdarmyndir við tækifæri. Annars erum við bara að bíða spennt eftir helginni því leiðin liggur í útilegu fyrir austan, ú-je

Bið að heilsa ykkur í bili og þið vitið að þið eruð alltaf velkomin í Ólafsveg 48 ef þið takið sunnudagsrúntinn einhvern seinnipartinn....XXX L 


Gott fordæmi...eða ekki??

Augað er á leiðinni í lag að því er virðist og slapp ég við að fá leppinn. Ég var eiginlega svolítið svekkt því mér fannst svo kúl að vera sjóræningi þegar ég var lítil þannig að mín fantasía gekk ekki eftir í þetta sinn. Byrjaði annars þann dag rosalega vel, þar sem ég tók bensín á olíubílinn minn og þurfti að drepa á honum á staðnum og láta draga mig á verkstæði, þurfti að redda öðrum bíl í staðinn og það var enginn heima í fyrsta lagi, síðan fundust ekki lyklarnir að lánsbílnum þannig að þetta var alveg yndislegt og nóg til þess að mín viðkvæmni á þessum tíma meðgöngunnar naut sín í botn og já, ég grenjaði frá Ólafsfirði til Dalvíkur Crying Kíkti á Esso mótið og hitti nokkra gamla félaga þ.á.m. Davíð Óla sem var uppáhalds þann dag og hann bjargaði mér alveg upp úr vonleysinu. Takk fyrir það miðdgetGrin

Gott hjá Forsetanum að fá sér þennan frábæra umhverfisvæna LEXUS og sýna gott fordæmi í sjónvarpinu fyrir aðra, en hins vegar tók ég eftir stærra atriði að mér fannst, sem var það að Forsetinn okkar var EKKI Í BÍLBELTI á meðan viðtalinu stóð og þau voru að keyra þannig að maður spyr sig....Hvað er gott fordæmi??

Rúní er í fjallgöngu í Héðinsfirði með Kristjáni bróður og lögðu þeir af stað í svartaþoku. Vonum bara að allt fari vel og þeir skili sér heilir heim. Ég nýt þess reyndar til hins ýtrasta að vera ein heima og er búin að baka, fara í ræktina, horfa á fótboltaleik sem b.t.w. við unnum, til hamingju Leiftur/KS og já svo kom ég mér hrikalega vel fyrir í sófanum og er búin að horfa á 3 ræmur hvorki meira né minna og það er ein eftir, þvílík snilld. Stefnir allt í skírn á morgun hjá Sigga og Elmu og gerum við okkar besta við að mæta.... Until then

Líseabetsa 


The Pirot

Jæja helgina búin og allt búið að gerast, di maður heppni eða óheppni, er ekki alveg búin að gera það upp við mig!! Anyways, hann Rúnar minn lenti á spítala á föstudagsmorguninn vegna innvortis kvala í kvið og baki og var hann í rannsóknum og á þvílíkum verkjalyfjum þá nótt, já sem sagt var lagður inn takk og var þvílíkt slappur en ekkert kom eiginlega í ljós, nema þeir héldu að hann hefði fengið nýrnastein sem hann náði jafnvel að losa sig við áður en við komum inneftir..spes! Þetta leiddi til þess að við misstum af brúðkaupinu hjá Línu og Gunnari í Skagafirði og bústaðaferðinni, en í staðinn fékk ég að fara með drenginn heim í rúm á laugardeginum og þegar hann var búin að taka verkjalyf og var alveg að sofna það kvöld þá sendi þessi elska mig bara út á blúsinn þar sem ég hefði ekkert að gera á meðan hann svæfi. Þannig að ég dreif mig á Guðrúnu Gunnars og Friðrik Ómar og svo var ein svaðalega feit og flott negrakjelling sem átti hreinlega svæðið....sjitt hvað hún var flott...Deidra Fahrr held ég og en ég fór svo bara heim um miðnætti að hugsa um sjúklinginn. Í gær var ég svo alltaf að drepast í auganu og vætlaði þvílíkt úr því og ves þannig að ég fór til læknis í morgun og þá er hornhimnan laus frá auganu og rifin á einum stað og hreyfist bara svona upp og niður og fram og til baka eftir vild og ef þetta lagast ekki á næstu dögum þá þarf ég að fara í aðgerð og láta skera flipann af og fá lepp takk, hvorki meira né minna!! þannig að það er allavega ekki hægt að segja að það sé ekkert að frétta af okkur hjúunumCool

Annars var stelpan bara að slá lóðina í dag í sólinni og vökva nýju trén og dúllast eitthvað á meðan Rúní lág í rúminu. Hann ætlar nú samt í vinnu á morgun þessi elska. Á eftir að taka kvöldgönguna í kvöld sem er sko alltaf annaðhvort fram að Garði eða Auðnum, eftir því hvað ég borða mikið í kvöldmatW00t þannig að maður er allavega ekki að liggja í leti, enda líður mér ekkert smá vel á meðgöngunni. Ósk það koma inn myndir rosalega fljótlega...Pantaði mér myndavél í dag og hún kemur líklega á miðvikudag-ókey??

Sjóræninginn kveður...over and out 


Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband