Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Þyrlan loksins farin að fljúga

Jújú Rúnar er kominn með fjarstýringu og allann pakkann og er farinn að fljúga hérna bakvið hús á túninu góða. Eina sem vantar er bara góða veðrið sem var hérna í síðustu viku og þá er þetta klárt. Rigningin hefur verið ansi mikið á helginni en mér finnst það reyndar bara notalegt að liggja undir súð og hlusta á dropana lenda á þakinu....úffff hvað það er róandi :-D

Hallbera og Smári létu sjá sig á föstudaginn sem var auðvitað bara draumur í dós. Þeim leist rosavel á húsið og við buðum Magga og mæju líka í mat og voru þær að rifja upp gamla körfutakta. Svo þurftum við Hallbera að spjalla svo mikið að hún svaf uppí hjá mér...vantaði bara Þórey mína með okkur þá hefðum við verið komnar aftur á Laugarvatn í huganum!! Á laugardaginn skelltum við okkur svo á Akureyri á Þrekmeistarann þar sem Elsa(systir Hallberu) sýndi gríðarlega takta, fengum okkur subway, fór í ljós, héngum í búðum og ég náði að versla eitt stykki afmælisgjöf handa Rúní. Kaffi hjá Gústu og Kidda og svo var brunað heim í heimsókn til bróa og Helgu og tekið var á því í Trivial með Bibba og Gullu og Gyðu og skiptum við strákar á móti stelpum sem endaði með þeirra sigri...til lukku shitheads :-)

Styttist í bobbííð eins og sumir orða það og byrja ég um næstu helgi á laugardaginn kl. 11 þannig að allir verða að rífa sig upp og koma að pumpa sig upp fyrir jólin mar....Er að bíða eftir Lizzý sem var að vinna með mér út í Austurríki, hún er á leiðinni til mín með litlu Ísold Fönn og ætla þær mæðgur að gista í villunni hjá okkur. Bið að heilsa öllum í bili og vona ég bara að helgin ykkar hafi verið eins frábær og okkar....ciao 

 


Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband