Leita í fréttum mbl.is

Laufabrauð um helgina!

Díses hvað er farið að styttast í jólin. Erum að fara í laufabrauð á sunnudaginn hjá ömmu Sigrúnu og sennilega að hlusta á jólalög og súpa jólasnafs, ég held að mig hlakki bara til þó svo að það sé bara 10. nóv. Snjórinn setur líka enn sterkari tilfinningu inn í þetta og sonna og svo er fólk farið að kveikja á seríum hér og þar, dí maður.

Fór á fyrirlestur með Stefáni Karli á þriðjudaginn og man ó man hvað er gaman að hlusta á hann. Það var hörkumæting, alveg 13 manns :-/ en við fengum þá bara meira kaffi í staðinn og jólakökur, jummí. Aðallega var verið að tala um hvað foreldrar hefðu lítinn tíma fyrir börnin sín því lífsgæðakapphlaupið er að fara með alla á Íslandi og minntist hann m.a. á það að maður þyrfti að tala ensku ef maður færi í Hagkaup því Íslendingar hefðu ekki efni á því að vinna í Hagkaup!!, Jeppinn í innkeyrslunni kosti of mikið, húsið sem bara verður að vera með því öllu flottasta, tölvan, gemsinn, og blebleble og svo eru allir svo stressaðir og upptjúnnaðir að fólk kemur heim úr vinnu og hendir öllum sínum áhyggjum yfir fjölskylduna sína í reiði. Farið í gymmið, komið heim og borðað yfir fréttunum og svo eru börnin farin að sofa. Þannig að tíminn styttist og styttist gott fólk, hvaða stund er það sem þið ætlið að eyða með familíunni? Í ellinni með lífeyrinum þegar þið eruð búin að missa öll tilfinningaleg tengsl við börnin ykkar??  

Stebbi Kalli kom með þessa snilldarhugmynd sem mér finnst hreinlega að allir ættur að taka upp heima hjá sér hvort sem maður er einn, tveir eða tíu í fjölskyldu. "LEIÐINDASTUND"

-Maður verður að slökkva(ekki setja á silent)SLÖKKVA á öllum gemsum, heimasímum, útvarpi. tölvu og sjónvarpi.

-Byrja á því að elda saman. Allir fá eitthvað hlutverk og það er bannað að laumast út úr eldhúsinu á meðan maturinn er að verða klár og fara á klóið og lesa fréttablaðið, má samt fara á klóið.

-Allir borða saman og ganga frá og svo er sest inn í stofu og spjallað, nema hvað það þorir enginn að byrja því hjá foreldrum virðist allt vera leyndó og þau geta ekki talað um tilfinningar sínar við börnin þannig að best væri kannski að byrja að spila, eða föndra, eða bara hreinlega að gera fjölskyldumálverk þar sem allir fá einn pensill og mála, eitt strik í einu og setjast svo og næsti tekur við. Þannig gengur það uns málverkið er búið og svo ertu líka komin með dýrindis veggskraut :-D

-Endilega að kveikja á kertum og það má setja geisladisk sem öllum finnst skemmtilegt að hlusta á, ekki fréttir minni ég enn og aftur á. Fá sér eftirrétt og smjatta saman. Svo er bara haldið áfram að spjalla og spila og þá er það keppni um titilinn vökumeistarinn. Keppni um hver getur vakað lengst, en það má ekki kveikja á sjónvarpinu, heldur verður að vera í sófanum aðeins með það sem við höfum.....HVORT ANNAÐ og hlúa að því

-Hafið þessa stund 1x í mánuði og sjáið muninn hjá börnunum ykkar, mönnunum ykkar og á ykkur sjálfum. Snilldin ein og munið að hugsa jákvætt, það er miklu léttara :-D

Matarboð í kvöld í Villu 48, hlakka til að fá ykkur og sjá ykkur. Góða helgi XXX Lísan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ójá, lífsgæðakapphlaupið er að drepa marga. Hef unnið bæði í leikskóla og skóla og það er með ólíkindum að sumt fólk hafi hreinlega haft tíma til að fara uppá fæðingardeild til að skjóta barninu út því það hefur engan tíma fyrir þau.

Gullý (IP-tala skráð) 11.11.2006 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband