Sunnudagur, 4. maí 2008
Maður sópaði að sér verðlaununum í gær!!!
Jæja þá í þetta sinn......Bandýmótið búið og skrokkurinn ónýtur, gjörsamlega. Við erum að tala um það að harkan var svoooooo mikil í gær að stelpan er með glóðarauga, kylfufar á lærinu og mjög líklega nett tognun í bakinu! Það var illilega tekið á því og eins og vanalega þá missti Betan sig í kappinu og tuddaði ég mig í gegnum karlpungana. Fékk meðal annars að heyra að ég væri trukkalessa og að það væri ekki við hæfi að kalla mig kvenmann!! en þetta er eitthvað sem ég er ekki að heyra í fyrsta skipti þannig að ég kippi mér ekki upp við þetta. Vil helst fara að heyra einhver ný orð ef þið ætlið að halda þessu áfram svona í framtíðinni!!
En það var mikið gaman og mikið grín og hafði það yfirhöndina eftir leikina. Við kennararnir fengum að sjálfsögðu bikar eins og á hverju ári en í þetta sinn var það ekki Mútubikarinn heldur fengum við búningaverðlaunin. Við vorum Barbie-dúkkur í kössunum og alles og karlarnir voru Ken, ekkert smá flott. Set inn myndir um leið og ég get. Ég var tennis barbie og vakti mikla lukku í stutta pilsinu og hvítu hárkollunni, aðallega samt hjá dóttur minni! Um kvöldið hittumst við hjá Stýru og röltum svo niður í Tjarnarborg á verðlaunaafhendinguna. Ég fékk 2 verðlaunapeninga og ég get ekki sagt að ég sé stolt af titlunum en svona missi ég stundum stjórn á skapi mínu í hita leiksins!!!
GRÓFASTI LEIKMAÐURINN ER.................LÍSEBET HAUKSDÓTTIR
TAPSÁRASTI LEIKMAÐURINN ER................LÍSEBET HAUKSDÓTTIR
en þetta var algjör snilld og tókst þvílíkt vel upp. Bandýmótið verður 10ára á næsta ári þannig að það verður rosaleg hátíð þá. Ég vil þakka þátttakendum fyrir frábæran dag og senda Guðbirninum koss og knús. Hann er náttúrurlega bara langflottastur Dagurinn í dag einkenndist af strengjum og aftur strengjum og get ég varla rétt úr bakinu, glóðuraugað er að bögga mig því ég er með stanslausan æðaslátt í því en ég var komin heim til mín fyrir kl. 2 þannig að ég var ekki eins þunn og ég hélt að ég myndi verða og er ég því mjög fegin og hrikalega ánægð með gærkveldið.
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Athugasemdir
ÓMÆGOD, ég ligg hér í kasti eftir að hafa skoðað myndir á síðunni hjá Magga Kollu. Búningarnir ykkar voru þeir lang, lang, lang flottustu og það verður að segjast að hnésokkar og síðir ljósir lokkar fara þér með eindæmum vel
Ég held að ég fari bara að hóa saman í lið hérna fyrir sunnan til að taka þátt á næsta ári, fínt að gefa sér ár í massívar æfingar til að eiga séns í ykkur reyndari leikmennina
Til hamingju með titlana
Gullý (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:32
hahaha "trukkalessa" hver orðaði þetta svona fallega !!!! en þú varst vel af þessum titlum komin,,og átt sko bara að vera stolt af þeim,þú fékkst þó allaveganna verðlaun,,meira en margir aðrir hehehehe,,klárlega snilldar kvöld
Una (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 23:34
Afhverju er ég ekki hissa á þessum titlum?
Mundu bara á næsta ári að JGM er liðtækur í bandý og Oddur er ekki síður tapsár en sumir, ef þig vantar í lið!
Karen (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 22:39
Hlakka til að sjá glóðuraugað þitt um helgina, luv u. Jónína. (flýg á fös heim á mán).
ÍKÍ-kroppar, 6.5.2008 kl. 11:31
Til hamingju með alla titlana sem þú nældir þér í!
Þið voruð ekkert smá flott og að sjálfsögðu í alveg langflottustu búningunum ;)
Ég slæst í lið með Gullý og nú verður bara farið í Bandý æfingar fyrir næsta ár hahahaha!!
Knús á ykkur öll,
Eva
p.s. mamma nældi sér einmitt í Tapsárasti leikmaðurinn-titilinn hérna um árið og ég gerði sko mikið grín að henni þá ;)
Eva Pálsdóttir, 6.5.2008 kl. 22:30
hahahahahaha :)
Þú ert snild. Kom ekkert sérstaklega á óvart að þú næðir þér í þessi glæsilegu verðlaun.
gillinn (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.