Leita í fréttum mbl.is

Vá hvað maður á það gott

Já gestirnir mættir á svæðið, dolfallnir af firðinum okkar og fallega húsinu okkar. Fólk í bænum hægir vel á sér þegar það keyrir framhjá okkur í Ólafsveginum, svona aðeins að skoða allann bílaflotann(LandCruiser, Pajero og Kyron) og svo auðvitað nýju, fallegu andlitin arkandi um götur bæjarins. Við gátum boðið upp á rúm handa öllum og sængur og kodda handa öllum og þess vegna skil ég ekki hvað maður er að kvarta yfir einhverjum smáhlutum eins og "Dí kjúklingabringurnar voru búnar í búðinni í dag, andskotinn, það er aldrei neitt til hérna"...eða eitthvað álíka. Við ætlum frekar að þakka fyrir það sem við eigum hér á blogginu í dag og alla þessu tryggu og flottu vini. Það er gaman að vera til í dag og í gær og hinn og hinn. Við erum búin að fara á göngu, gefa öndunum, renna á Gullatúninu á ruslapokum, fara á skíði, fara á snjósleða, fara í sund og spila eins og vitleysingar. Yndisegt alveg hreintHeart

Núna erum við að elda pizzur á línuna og allir fá að velja sitt ofaná og gera sína pizzuna hver þannig að það er mikil stemning í eldhúsinu og Ólafsvegi 48 almennt bara. En það verður líklega lítið um bloggfærslur þessa dagana og þetta er ástæðan. Hjalti, mamma og pabbi eru svo að koma á morgun þannig að AGAIN.... ÞÁ ER EINTÓM HAMINGJU Á OKKAR BÆInLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku æskuvinkona mín,

Mikið er gott að lesa bloggið þitt, fullt af jákvæðni um fallega fjörðinn okkar, litlu vinalegu búðina okkar, vinina þína og samferðafólk, Já og einmitt, við höfum það virkilega gott hérna og hvergi betra að vera
 Þú ert alltaf sama jákvæða, skemmtilega,duglega, ákveðna og fallega æskuvinkona mín..

Kús og kossar og GLEÐILEGA PÁSKA í UNDRALAND
Æskuvinkonan...

sem er búin að kaupa skíðagræjurnar og brosir mikið núna í "vonda" veðrinu!! MEIRI SNJÓ,,,,meiri snjó!!

STórfrænkan (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 15:22

2 identicon

Æji takk fyrir þetta komment, hlýjaði mér allann blóðrásarhringinn Já dí, ég gleymdi að hringja til baka til að svara skíðaspurningunum, en vá hvað ég er glöð að þú skelltir þér á þau, þetta er snilld. Maður fer bara út í braut í hádeginu, sleppur við að finna fatt og getur bara farið þangað sem þú vilt. Snilld. Hafðu það sem allra best um páskana mín kæra æskuvinkona, sé þig í brautinni

Lísa (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:26

3 identicon

Takk fyrir mydnirnar, endilega halda þessu áfrma þar sem þið eruð alltaf að taka myndir!!!!

Brói (IP-tala skráð) 24.3.2008 kl. 22:33

4 identicon

Elskulega frænka mín, yndislegt að lesa bloggið þitt, maður smitast af jákvæðni ykkar og lífsgleði. Búin að lesa Siggu-blogg og nú þitt og held hamingjusöm og þakklát út í daginn fyrir að tilheyra þessari frábæru fjölskyldu! Kveðja til allra, þín Jóna Lísa

Jóna Lísa (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 08:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband