Laugardagur, 15. mars 2008
Lífið er yndislegt
Sjitt það er svo mikil hamingja í gangi að ég bara veit ekki hvar ég á að byrja. Ég vaknaði í morgun við það að maðurinn minn færði mér rjúkandi kaffibolla í rúmið, þá var hann búin að gefa dóttur okkar pelann sinn, skipta á og koma henni út í vagn. Ég klæddi mig og kom niður stigann og þar beið mín mogginn og sól sem stakk mig í gegnum gluggann. Skíðafærið er geggjað í dag og erum við búin að ákveða að skella okkur á það fyrirbæri. Þórey, Elli og co eru að koma á morgun í páskahittinginn 2008 á Ólafsirði city og við bara getum ekki beðið eftir að knúsa þau. Við fórum í netta Akureyrarferð í gær og skutluðum Jónínu sætu í flug suður, fengum okkur Brynju-ís, keyptum okkur ástarpáskaegg, heimsóttum Hansínu og Þorstein og nýja prinsinn sem fæddist í gær. Harpa og Bjöggi eignuðust líka strák í gær þannig að skíðaheimurinn er í góðum málum, innilega til hamingju þið. Jói og Hulda eignuðust líka strák þannig að það er eins gott að maður standi sig í að fjölga kvenfólkinu, svona svo þetta endi ekki á einn veg í framtíðinni!! Hallbera og Smári koma svo á þriðjudaginn og erum við ennþá spenntari yfir því að sjá hana og litlu twillingerne í bumbunni á henni. Þannig að þemað þessa dagana er hamingja, hamingja, hamingja og núna ætla ég að fara að gera það sama og allir þeir sem eru búnir að lesa þessa hamingjufærslu...og æla AF HAMINGJU Mér finnst best að nýta þessar hamingjustundir rosalega vel og lengi því maður veit víst aldrei hvernig eða hvar maður endar og ég vona að ég eigi ekki eftir að taka brunann á hann Rúnar minn eins og þessi kona...."Brenndur lifandi út af skítugum fótumKínversk brúður kveikti í eiginmanni sínum með þeim afleiðingum að hann lést, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.Nýbökuð hjónin voru undir áhrifum áfengis þegar þau lögðust til svefns eftir hatrammt rifrildi. Lokahálmstráið hjá eiginkonunni reyndist vera að bóndinn var ekki búinn að þvo sér um lappirnar og greip hún til þess ráðs að kveikja rúmfötum hans meðan hann svaf. Þegar hann vaknaði byrjuðu þau aftur að rífast en svo hneig hann niður. Konan slapp ómeidd frá atvikinu en maðurinn var látinn brenna, greindi heimildarmaður frá."
Njóttu dagsins, þú veist aldrei hvort þetta eigi eftir að verða þinn síðasti
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Athugasemdir
svo kem ÉG auðvitað í vikunni!
hlakkar reyndar orðið verulega til.
en gaman að sjá að stóllinn litlu virðist vera nýtast einstaklega vel :)
Hjalti (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 11:14
Maður lyftist allur og gleðst þegar maður les um svona mikla ást á milli ungra hjóna. Gangi ykkur vel á Ólafsfirði. Þoli ekki þetta nýja nafn. Með beztu kveðju.
bumba (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.