Leita í fréttum mbl.is

Eldist myrkfælni af manni?

Hvað er málið að maður haldi að maður verði hraustari og sterkari hvað varðar myrkfælni þegar maður eldist? Það er sko bara algjör kolvitleysa, allavega í mínu tilviki þar sem ég ætlaði nú aldeilis að taka mér yndislegan og langþráðan stuttan göngutúr í rigningunni í gærkveld. Ég var búin að velja mér stað og allt, ætlaði rétt að labba 2km hérna upp að Ármannsvatni, en viti menn ég var lögð af stað yfir brúnna en þá fór ég í minn skemmtilega "Ímyndunarleik" og myrkrið tók yfirhöndina og öll sú hræðsla sem ég hef nokkurntíma haft gagnvart því undanfarin æskuár, margfölduðust um 100 og ég fríkaði út í myrkrinu þarna hinu megin. Hljóp til baka yfir brúnna og labbaði bara upp á Hornbrekku og til baka þar sem voru stinnir og traustir ljósastaurar alla leiðina - Hugrökk mamma!!W00t

Kom svo heim eftir skemmtilegt trimm með hjartað í buxunum og ætlaði að bjóða dóttur minni með mér í sturtu, en nei þá var hún sofnuð eins og vanalega þannig að það var tekið skrúbbþema þar í staðinn og maski og lotion og ég veit ekki hvað og hvað. Ætla sko ekki að vera ein af þeim sem fallast undir rannsóknina hjá F.S.A. þar sem 60%kvenna hætta bara öllu og algjörlega að hugsa um sjálfan sig og verða bæði of feitar á meðgöngu og jafna sig síður eftir meðgöngu, og í öllum þessum tilvikum hafa þær þurft að enda í keisaraskurði vegna þess að barnið ýmisst situr, því þær hafa setið á rassinum sínum líka síðan það kom jákvætt á prufuna....NO NOT ME THANK YOU VERY MUCH. Ég var mjög vel undirbúin fyrir þetta allt saman og er öll að renna saman aftur og það á frekar stuttum tíma, að mér finnst, þannig að þið sem eruð óléttar núna, viljiði bara drífa ykkur í sund og vera þar þangað til kemur að fæðinguCool, kannski er ég búin að tala í marga hringi, en mér er alveg sama, ég skil þettaGrin 

Bidda sæta mín og Mikael Breki ætla að renna á okkur í dag og vá hvað ég hlakka til að sjá þau. Litli kútur er orðinn svo stór að það verður örugglega skrítið af miða hann við prinsessuna okkar allavega, og mér finnst hún vera orðin risastór á 2 vikum. Það er meira að segja til kaka og allt handa þeim þar sem Rúnar bakaði í gær. Reyndar er líka fínt tilefni til að fagna þar sem í dag er 24. október og það eru hreinlega 10 ár síðan ég fékk bílpróf. Já og hann Einsi minn á líka afmæli, þannig að við óskum honum innilega til hamingju með það.

Horfðum á Venna Páer í gær og þetta eru náttla bara snilldarþættir, mikið hlegið og ætla ég að enda þennan pistil á því að negla hérna inn minni uppáhaldssetningu úr þættinum í gær:

"Bjössi minn, langtímaáhrif eru bara LÖNG skammtímaáhrif".......ví 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ójá...sumir eru sko fljótari en aðrir að renna saman...þú lítur svakalega vel út honey ;) Og kakan...sösss...svaðalega góð hjá þér Rúnar...ert velkomin hingað til að baka f. 1.árs afmælið hjá MB næsta feb. ;) tíhíhíhí... en talandi um litla skinnið.... endalaust falleg...dííiíí...það bara klingdi þegar ég mátaði hana.... Allavega tusund takkir for mig í dag;)

Munið svo að þið eruð velkomin í heimsókn when ever...ég er bara hérna heima í mömmó sko...eða tja...stundum að eyða penge niðri bæ...hehehe...samt ekki í myndavél!!!!Bahahaha.... RISA Knús

Birna B. (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 20:28

2 identicon

o.k. Lísa - ég lofa að fara út að labba á eftir.....

Það er samt brjálað veðurí Borginni - en Bumbulius er vel varinn í bumbunni :-)  Mér fannst æði að lesa fæðingarsöguna hjá þér - hún er svo falleg. Hlakka bara til að geta skrifað inn mína sögu, vonandi eftir sirka mánuð!!

Kv. Fjóla og bumbulius

Fjóla (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 10:04

3 identicon

Myrkfælni já ég fattaði einmitt um daginn að ég er mun skárri en ég hef verið, þorði aldrei niður í kjallara hjá mömmu og pabba á kvöldin og varla upp tröppurnar hjá þeim því ég var svo hrædd við myrkrið í fjallinu fyrir ofan, að þaðan kæmi tröll eða e-ð álíka... en fyrir ca mánuði síðan hljóp ég niður í kjallara um kvöld og fattaði þegar ég var komin til baka að hjartað hafði ekki einu sinni tekið kipp :) Hugrökk mamma þar :) kannski þegar það eru komin 3 hættir mar að vera myrkfælin - drífur í þessu elskan. Love XXX

Þórey Sjöfn (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:18

4 identicon

Já - hef það líka sem mission hjá mér að fallast ekki undir þessi 60%
Er farin að þekkja kirkjutröppurnar ansi vel - liggur við að ég sé búin að nefna hverja og eina ...
Kveðja - Lára og litla dýrið

Lára Kristín (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 14:32

5 identicon

vá kannast svo við þessa myrkfælni!!! ertað grínast....

en já ég tek þig til fyrirmyndar og er dugleg að fara í meðgöngusund og út að labba og svona skemmtó ;)

langar að enda þetta komment á góðri setningu frá honum Venna okkar: "það þýðir ekki alltaf að dæma innihaldið eftir úthaldinu!" 

Hafðu það gott skvís og láttu Rúnar senda mér eina köku í hraðpósti..

Tinna Björg (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband