Leita í fréttum mbl.is

Lögð inn og komin heim!

Jújú, helginni eyddum við í afslöppun en samt sem áður þá rauk blóðþrýstingurinn upphjá mér og bjúgurinn var óstjórnlegur þannig að þær vildu fá mig inneftir. Eg fór í einhver test og þá kom í ljós að ég var komin með meðgöngueitrun og var því lögð inn. Þurfti að gista í 2 nætur og skila þvagi í sólarhring og áorkaði hvorki meira né minna en 3lítrum takk fyrir, geri aðri betur. En þetta var svo allt rannsakað í dag og var þetta orðið það vægt að þær leyfðu mér að fara heim þessar yndislegu ljósmæður þarna innfrá. Verð bara að passa mig og liggja og gera ekki neitt. Fór í mónitor og þar voru komnir samdrættir inn í myndina þannig að hver veit hvort eitthvað sé að fara að gerast, vonandi, held bara að við séum að springa úr spenningi.

Enn ég bið ykkur hér eins og á baby-síðunni að vera ekki reið þó þið fáið ekki skilaboð um leið og allt gerist því við ætlum hreinlega ekki að stressa okkur á því, ókey?? Við þekkjum svo hriaklega marga sem okkur þykir ofsalega vænt um og við erum ekki að gleyma neinum þó svo hugurinn sé ekki alveg hjá ykkur á næstu dögum. Takk fyrir skilninginn :-D HeartVið getum þó lofað ykkur því að þið komist að því á endanum hvað gerist, hvort kynið var, stærð, þyngd og lengd og hvernig allt gekk, believe me. .....With Love Lísa and Rúnar

 

Við mamma fórum í bollaspá í gær til Arndísar galdrakonu og vá hvað það var skemmtilegt. Hún benti mér m.a. á það að það væri 1 dagur í að krílið kæmi í heiminn og við skulum svo sannarlega vona að það sé rétt, þá er það kannski bara á morgun, ja eða hinn. Plís bara ekki lengur en það! Ég veit að ykkur finnst kannski ekkert rosalega spennandi að lesa bloggið þessa dagana þar sem allt snýst um væntanlega fæðingu og svolleiis en sorry það bara kemst ekki mikið annað inn í kollinn minn þessa daganaInLove

En ef þið hafið ekkert að gera þá ligg ég heima og læt mér leiðast því ég má ekki hreyfa mig þannig að þið eruð velkomin í heimsókn að stytta mér stundirnar. Thanks...bye 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

í dag eða á morgun eða hvað, gangi þér alla vega rosa vel og komdu heim hamingjusöm með fallega barnið þitt

alda maría (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:17

2 identicon

Held hún hafi átt við 11. okt að færi allt af stað, þannig að það er spurning hvort ég nái Sunnu degi ef spádómurinn rætist ;-D

Kv. Lísa 

Lísa (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 18:08

3 identicon

Varstu lögð inn og léstu mig ekki vita!!!!! Kjáni ég hefði nú getað komið og stytt þér stundir....veit nú alveg hvernig það er að liggja þarna....úfff.... en já elsku Lísa mín...ég vona að þetta sé bara að fara að gerast..ég var einmitt lögð inn á fim. og átti svo á þri. á eftir þannig vonandi verður þetta svipað hjá þér ;)  Baráttukveðjur á síðustu metrunum og Knús ;)

Birna (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:48

4 identicon

Nú bíður maður bara spenntur eftir fréttum...gangi ykkur vel  ;)

Eva (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 18:48

5 identicon

Til hamingju með dótturina, við verðum að kíkja á ykkur þegar við eigum leið um Norðurlandið.

Arnar, Hildur, Benedikt og Eva Bryndís í Keflavík (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 21:17

6 identicon

Hæ elsku foreldrar!  Var bara að kíkja og athuga hvort það væru komnar myndir :)  Endilega senda mér síðuna prinsessunnar og innilega til hamingju :)  Hún hefur aldeilis verið sannspá hún Arndís!!  Þá veit maður hvert maður á að fara í bolla næst...hehehe...

En bið að heilsa og innilega til hamingju aftur.

 Saknaðakveðjur :)

Berglind frænka 

Berglind frænka (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband