Leita í fréttum mbl.is

Þvílík nótt..

Já ég get ekki sagt að ég hafi sofið rosalega vel því ég fékk þvílíka og aðra eins martröðina að ég vaknaði í áfalli og svitakasti. Dreymdi að ég væri búin að aflífa allar vinkonur mínar inn í eldhúsinu heima hjá mér og það var allt, já ALLT í blóði including me og þegar þetta var búið þá dreymdi mig að Rúnar væri að reyna að drepa mig á sama hátt til að við myndum vera saman á himnaríki vinkonurnar!! Hvaða bull er þetta, hvað táknar allt þetta blóð? Draumaráðningar óskast!!!Reyndi að sofna aftur en gekk frekar illa því ég vildi ekki fara aftur inn í þennan óhugnalega draum. Upp úr 5 þá ákvað Rúnar að reka sig í fullt vatnsglas sem var á náttborðinu hans sem fór yfir rúmið og á gólfið þannig að það var þurrkað upp og svo gátum við ekkert sofnað eftir það og svo toppaði það nú alveg þessa yndislegu nótt/morgun, að Rúnar ákvað að elda hafragraut handa okkur sem brann allur við í tætlur og lyktin slík og þvílík að það var frekar þungt loft inn í íbúðinni og svo þurfti ég að bruna í vinnu klukkan 7.00 Þannig að það má með sanni segja að það hafi lítið verið sofið í nótt og núna er klukkan 11.30 og ég er að drepast úr þreytu.

En ég prufaði að fara í gymmið í gær eftir þessi blessuðu veikindi mín undanfarnar vikur og við erum að tala um það að ég gat ekki farið í gegnum 12mín prógrammið á hlaupabrettinu vegna hósta og þrekleysis. Ég er alveg búin að missa þolinmæðina yfir þessu. Er að hugsa um að slaka á í dag og reyna aftur á morgun. Ég ætla nú samt að vona að allar vinkonur mínar séu á lífi og vona að þetta tákni ekki neitt.. scary shit!! Hjalti Már er mættur úr úglandinu hress og kátur í nýja skærgula búningnum sínum og kom mér til að hlusta á hina stórgóðu íslensku hljómsveit "Ampop" og eru þeir hreinlega algjör snelld...blanda af Starsailor, Travis, Damien Rice og kósíheitum, illa góð sko... En er að hugsa um að leggja mig í smá stund og reyna að vinna upp liðina nótt..

Góða nótt.....Liz


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lísa mín hættu bara að sofa, hjá tengdó þínum er til "draumþjáningabók" og margt þar sem þú ættir að lesa!

Karen (IP-tala skráð) 5.4.2006 kl. 14:43

2 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Eftir eldgamalli draumrádningarbók sem ég á bendir tetta allt til veikinda, bædi ad dreyma blód og drepa fólk.
Veit ekki hve mikid er ad marka tetta, veit yfirleitt sjalf hvad minir draumar tida, tar er ad segja tegar teir tida eithvad. Oft dreymir mann bara bull og vitleysu af tvi ad madur er sjálfur illa fyrir kalladur.
Gangi tér allt í hagin og góda heilsu !!
Sigrun.

Sigrún Friðriksdóttir, 5.4.2006 kl. 20:46

3 identicon

Hæ.. ég reyndi að skirfa hérna í gær en ekkert kom!
Ég er farin að hlakka geggjað til sko...
XXX

Hallbera (IP-tala skráð) 5.4.2006 kl. 20:54

4 identicon

Vil líka benda á að ég er ekki bara með topp-tónlistarsmekk, heldur í gífurlegu formi eftir 70-150km labb á 5 dögum. Svekkjandi að vera svona veikur. Mæli með þú farir bara að afjóna þig!!! hehehe

Hjalti Már (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 18:32

5 identicon

sjhdshfkfv

dgf (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 21:12

6 identicon

shgdshbcn

dgf (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband