Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Ágúst mættur
Jæja peoples....stutt eftir af fríinu og styttist ennþá meira í að erfinginn komi í heiminn. Fórum í skoðun í dag og hjartslátturinn hljómaði hrikalega vel. Legið orðið tæpir 30cm, dí bara eins og heil reglustika, maður er ekki alveg að fatta þetta og svo fann hún alveg höfuð, bak og rass og stöðuna á þessu yndi sem er að sparka í mig daginn út og daginn inn, just wonderful Fyndið að fara í svona meðgöngunudd, maður liggur á bekk þar sem er gat fyrir kúluna og holur fyrir brjóstin, how nice að liggja alveg á maganum, getur einhver reddað mér svona rúmi í c.a. 2 mánuði???
Það hlaut að koma að því að sólin myndi hætta að skína á kúluna mína, enda er hún orðin frekar dökk og er flest fólk að spyrja mig hvort ég hafi verið að koma að utan!! Neinei elskurnar, sund á hverjum degi 1km til að fá lit á afturhliðina og svo ligg ég í pottinum til að fá sól á framhliðina og syng "sól sól skín á mig" En núna fyrir nákvæmlega 30mín byrjaði allsvakalega að hvessa og komu rigningardropar á bílrúðuna mína sem ýtir vl undir þá spá sem var í tv í gær að það yrði ömurlegt veður hvar sem er á landinu um helgina þannig að við vitum ekkert hvað við ætlum að gera. Söngur á Sigló á fös jú, en eftir það er allt óráðið ætli við tökum ekki bara rúntinn hingað og þangað.
Ósk, Hilli og Irena eru að koma á morgun til okkar og ætla að vera alveg fram yfir helgi þannig að við hlökkum voðalega mikið til að leika við þau og erum við stelpurnar búnar að plana stelpukvöld á fimmtudaginn vú-hú! Stefnir allt í kósíheit par excelance...
Embla Þóra er 1 árs í dag þessi litla snúlla og óska ég henni að sjálfsögðu til lukku. Já og svo vil ég segja ykkur hvað ég er ánægð með kommentin, takk fyrir takk and keep up the good work. Spurning dagsins er:......Hvað á að gera um Versló??
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Athugasemdir
Kíki vonandi á þig eftir helgi sæta lofa að hringja á undan mér
Stefanía (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:25
Djísus kræst hvað þú ert sæt og flott með kúluna þína! Haltu áfram að setja inn bumbumyndir :) Æðislegt að sjá bumbuna vaxa!
Vona að þú hafir það súper gott sæta mín. Knús og kossar frá mér,
Eva
Eva (IP-tala skráð) 31.7.2007 kl. 23:51
verð að kvitta fyrir mig núna, kíki annað slagið hingað inn og les bullið í þér:)
Hlakka til að sjá sig syngja um helgina, auðvitað verður aðalstuðið á sigló:)
Sunna Eir (IP-tala skráð) 1.8.2007 kl. 12:57
Hádídúdí!
Ert í favorites hjá mér elskan þannig að það er kíkk á hverjum morgni :) Er að klára sumarfríið og törnin að byrja aftur... skóli, vinna og shit ;) Var reyndar að reikna það út að ég verð stúdent jólin 2008 ef ekkert kemur upp á. Er varla að trúa því... 6 ára vinna að verða búin. Júhú!
Veit ekki hvort ég næ norður meira í sumar, vonandi samt, elska Ólafsförð núna :)
Annars bara kerlig hilsen og við heyrumst! Og takk fyrir að setja inn myndir.. súper flottar!
Stuðkveðjur frá Berglindi frænku og vinkonu (...voa!) hehehe ;)
Berglind (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 09:43
HÆ HÆ LÍSA RÚNAR OG LITLA LITLI
GOTT AÐ HEYRA AÐ ALLT GENGUR VEL MEÐ KÚLUBÚANN .ALLT GENGUR EINS OG Í SÖGU HJÁ OKKUR OG BÚIÐ AÐ FLÝTA MÉR UM CA 2 VIKUR :) ÞANNIG AÐ VIÐ VERÐUM Á SVIPUÐUM TÍMA Í ÞESSU :)
HAFÐU ÞAÐ GOTT OG SJÁUMST VONANDI Á FISKIDAGINN FYRIR FÓLKI
HEY SÁ BORUNA ÞÍNA UM DAGINN OG HEHEHEHE MARGAR MINNINGAR KOMU UPP HEHE MANNSTU GREINVÍKURFERÐINA HEHE (HEY VANTAR YKKUR PILLL OG ILLLLLL STELPUR JÁ GÓÐAR MINNINGAR ..
HEYRUMST OG HAFIÐ ÞAÐ GOTT
KVEÐJA LÓA OG ALLIR
LÓA (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 13:15
Heheheheh já hvort ég man, díses Við kíkkum í súpu líklega á fös og kannski eitthvað á lau, aldrei að vita. Læt í mér heyra þegar nær dregur.
XXX LiZ
Lísa (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 15:25
Sjæse hvað ég er ekki að trúa því að minn mánuður sé runninn upp, bara 28 dagar í settan dag hjá mér Það verður fjör hér á þessu heimili með þrjá gaura
Vona að þú hafir það sem allra best sæta.
Kveðja, Gullý.
Gullý (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 21:57
Hæ darling. Kíki hér reglulega til að fá fréttir því ekki er ég ein af þeim sem kíkir í heimsókn :( er samt alveg farin að hlakka til páskanna að koma í húsið ykkar og gera allt vitlaust með öll börnin mín þá :) Vona að þú hafir það jafn gott og færslan gefur til kynna og haldir áfram að blómstra og láta þér líða vel. Söknum þín XXX Þórey og Elli
Þórey SJöfn (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 00:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.