Leita í fréttum mbl.is

Roðamaur!!

Anskkkk, helv....djösss roðamaur mætti mér við innganginn heima hjá mér á sunnudaginn þar sem ég var að koma heim úr útilegu frá Heiðabæ í Aðaldal og það var þá enginn smá fjöldi. Þeir voru komnir í alla glugga á neðri hæðinni og niður á gólf og inn á baði voru þeir komnir á milli flísanna og að innréttingunni og ég gjörsamlega fríkaði út, ofaná það bættist við að það skriðu pöddur út um eina brotna fúu á sturtunni og ennþá ofaná það þá hrundi þvottavélin enn einu sinni. Þetta var of mikið fyrir Lísebet Hauksdóttir í ófrísku formi og skellti mín upp úr tárum og vonleysiBlush En með þrautseigju og mikilli þolinmæði þá komst ég nú yfir það og úðarakallinn er búinn að eitra bæði úti og inni hjá stelpunni, Rúnar ætlar að kítta fyrir sturtuna í bili og þvottavélin startaðist í dag, þannig að útlitið er aftur orðið bjart. 

Síðasta vika var mjög busy og fékk ég bara fullt af óvæntum og skemmtilegum heimsóknum. Fyrst komu Hildur Vala, Johnny og Jökull í matarboð sem var ekkert smá flott, stelpan hafði auðvitað fjórréttað celeb partý með tónleikum í eftirmat í Dalvíkurkirkju og svo komu Hallbera og Smári nýgiftu með tvo nossara í eftirdragi þá Dag og Rune. Þetta var mjög kósý þar sem ég hafði Hallberu alveg út af fyrir mig á meðan strákarnir klifu fjöll og skíðuðu niður. Toppurinn á heimsókninni var samt án efa Múlinn. Við buðum þeim í sólargöngu og við fórum upp á plan þar sem við sáum sólina setjast og rísa aftur. Vorum komin heim um 2 og þá var lagst í rekkju. Þau fóru svo heim seinnipartinn á fimmtudag og við skelltum okkur í útilegu með familíunni í bongóblíðu. Skoðuðum Hvalasafnið og stuð á Húsavík og svo var brunað heim í roðamaurana....vei

Fjalli minn innilega til lukku með árangurinn. Keep up the good work! Ég er farin í sólbaðWhistling

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mæli með því að stinga meðfram öllu húsinu og setja möl,,þá sleppurðu við þessar ógeðis pöddur=)

Una (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 21:24

2 identicon

bin there...done that... og það virkaði ekki  Stungum upp, gerðum breiðari rönd og settum möl og settum líka pækil í rásina sem einhver stakk uppá og eitthvað fleira sem virkaði bara ekki neitt. Árni eiturkall sagðist vera fastagestur þarna á hverju ári  Eennn þið getið huggað ykkur við að það virkar vel að eytra.... verið samt með opin augun snemma á næsta ári áður en litlu félagarnir verða mættir inní stofu  við þurftum að eytra bæði árin okkar þarna.

Kveðja frá Akureyrinni

Kristín og Baldur

Kristín Margrét (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 22:30

3 identicon

hæ elskur..:) bara að kvitta fyrir innlitið, doldið síðan ég kíkti á síðuna ykkar... en vonandi gengur meðgangan vel, hugsa oft til þín sæta Lísa mín... love you :* kveðja frá Stokkseyrinni..;)

Tinna Björg frænka (IP-tala skráð) 14.6.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband