Leita í fréttum mbl.is

Bleikur dagur í dag, til hamingju konur!!

Já það breyttist nú aldeilis planið hjá okkur hjúunum um helgina því Rúní nennti ekki til Húsavíkur þannig að við völdum afslöppun, bíó með Elís frænda og svo krúsuðum við á Óló á 17. júní og eyddum afmælisdeginum með ömmu í kaffi og kræsingum. Við tók þessi svaðalega hjólaferð i leðju og rigningu í kringum Ólafsfjarðarvatn og vá hvað það var gaman að vera drullugur upp fyrir haus, úje! JÁ gleymdi að segja ykkur frá því á fimmtudaginn þegar strákarnir voru að smíða þá skellti mín sér upp á Múlaplan og vá ó vá hvað það var ruuusssssssalegt. Vegurinn var jú farinn í sundur á þremur stöðum og skriður hér og þar með snjó en ég fann mér fína gula stiku sem ég stakk í snjóinn á meðan ég var að koma mér yfir skriðurnar, dí mér leið eins og ég væri að leika með Stallone í Cliffhanger!! Svalur En þegar ég kom upp á plan þá sá ég allan heiminnnnn eða svona smá af honum t.d. Grímsey, Hrísey, Gjögra, Hvanndalabjarg, Fossdal, Hrólfssker, Ófærugjánna og dí hvað þetta var mikilfenglegt...sjitt kemst bara ekki yfir það.

Já allavega þá var svo matur á lau hjá mömmu og pabba og við kíktum svo á Svanborgu og Ingólf og þar var hörkustuð og mikið hlegið. Diljá og Helgi voru, Gunni Ása, Garðar og Hörður og fleiri vel valdir Ólafsfirðingar sem enduðu svo á balli með Miðaldarmönnum, en við krúsuðum heim í ból, við misjafnar undirtektir!! Leiftur/KS voru að keppa í gær á sigló við Fjarðarbyggð og die ganzen family brunaði yfir Lágheiðina og tókum ferðamannapakkann á Sigló. Skoðuðum Síldarminjasafnið, og allt sem fylgir því, tókum rúntinn og tjékkuðum á snjóflóðavörnunum og þetta var bara ekkert smá flottur túr. Hjalti og þeir töpuðu reyndar enda var dómarinn nánast í eins skyrtu og Þorvaldur Örlygsson og félagar...djös bull!!

Sund-ogleikjanámskeiðið byrjar á morgun þannig að við tekur undirbúningur í dag í sólinni. Hafið það gott og við sjáumst við tækifæri elskurnar....Koss


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband