Miðvikudagur, 28. mars 2007
9. október!?!
jæja elskurnar mínar nær og fjær, þar sem sögurnar eru farnar að fara ansi langt og vítt og breytt og út og suður þá mun ég hér með upplýsa það að Lísebet Hauksdóttir og Rúnar Gunnarsson eru komin 3 mánuði á leið og við vorum í skoðun í morgun í fyrsta skipti og allt var í góðu, fengum að heyra geggjað hraðan hjartslátt og allt í einu varð þetta svo raunverulegt oh...ég svíf á bleiku skýi alveg hreint og pabbinn líka, brosandi út að eyrum Við förum svo í sónar í fyrramálið og hnakkaþykktkarmælingu og vonum við og biðjum til Guðs um að allt sé í lagi og vonandi þið líka. Danke.
Eftir þessa snilldarviku þá erum við loksins komin á áfangastað frísins okkar sem hefst í Hollandi, þar sem við fljúgum á föstudaginn út og komum heim á þriðjudaginn og þá munum við bruna á Þingeyri til Þóreyar og Ella og tvíbbana sem komu í Skólahreysti í gærkveldi!!! ásamt Hallberu og Smára þannig að það er þvílík spenna í loftinu hérna megin og okkur öllum heyrist mér. Brói og Helga eru líka að fara út eða til Ungverjalands í brúðkaup til Sandors og Tunde og þau hlakka ekkert smá til og svo er Hjalti brósi að fara í æfingaferðalag á sunnudaginn og verður í tíu daga og mamma og pabbi ætla eitthvað líka í ferðalag, þannig að það er bara allt að verða vitlaust í familíunni... Ætla ekki að hafa þetta lengra, er farin að pakka...sjitt fer að verða sein mar....
Gleðilegt frí og já...GLEÐILEGA PÁSKA
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Athugasemdir
Gaman, gaman......hrikalega, rosalega mikið til hamingju með bumbukrílið.....en ég hafði nú ætlað mér að stúta nokkrum flöskum með þér um helgina en það verður bara að bíða þar til síðar. Ohh, spennandi - hlakka ótrúlega mikið til að sjá ykkur á föstudagskvöldið. Og bara að láta ykkur vita að ég er búin að vera sveitt í garðinum í dag í yfir 20 stiga hita, blanka logni og sól
Helena (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:49
HÆ þið ÖLL!!!
Gaman að þetta er orðið opinbert, ég er svo spennt... það verður voða gaman að fá litla krílið í heiminn þann 5.okt
Ég heyri í þér á morgun eftir sónarinn, gangi ykkur vel, kossar og knús
Björk og co
Björk Óladóttir (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 17:48
Vá hvað þetta eru æðislegar fréttir, þannig að þá verða 3 börn á þessu ári eins og komið er, haha. En æðislega til hamingju með bumbubúann
Kveðja Inga Hilda
Inga Hilda (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 18:39
Elskurnar mínar! Innilega til hamingju með bumbubúann... Oh þetta er frábært! Gangi ykkur bara rosa vel í ferðalaginu og á meðgöngunni þetta er bara yndislegt!
kv. Jóhanna
Jóhanna Eyjólfsd. (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 08:25
Til hamingju með bumbubúann gangi þér vel á meðgöngunni
Kv Una
Una (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:08
Til hamingju med bumbubuann. Eg vissi ad thad vaeri ekki langt i thetta hja ther, mannst kannski eftir thvi sem eg sagdi ther i haust;) hehe En gangi ykkur rosa vel:)
Sunna Eir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:54
Hæhæ elskurnar mínar!
Til hamingju með bumbulíus! er hérna í tíma að lesa þetta og öskraði "OMG" þvílíkt hátt af gleði og fékk undarlegan svip frá bekkjarsystkinum mínum. Má ég þá vera "frænkan" (set innan gæsalappa því jújú er ekki raunveruleg frænka)sem gefur litla bumbubúanum tyggjó og ís?
Vil bara óska ykkur til hamingju nýja meðliminn! Fer að koma í fjörðinn fagra og kíkja í heimsókn til ykkar I promiss
Gangi ykkur allt í haginn!;**
Kveðja. Anna Sif
Anna Sif Bergþórsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 13:55
Innilega til hamingju aftur sætasta mín Þetta eru sko bestu fréttir sem ég hef fengið lengi og ég samgleðst þér svo innilega elsku dúllan mín! ...og auðvitað Rúnari líka
Farðu vel með þig rúsínan mín...
Knús og kossar úr DK,
Eva
Eva Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 14:19
Til hamingju vissi að þetta færi að koma hjá ykkur :) lov
Stefanía (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 23:14
Innilega til hamingju með bumbubúann
Gullý (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 15:40
Elsku Lísa og Rúnar!
Innilega til lukku með bumbubúann ;) Frábærar fréttir!
Knús frá okkur, Eva - Gunni - Emma Ósk - Bumbustrákurinn
Eva (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 22:52
TIL HAMINGJU!!! Þetta er geggjað - nóg ætti að vera af herbergjunum fyrir krílið að velja úr
Hlakka agalega til að sjá ykkur - tekur samt án efa smá stund að sjá Ranúr í föðurhlutverkinu
Knús í kotið!
Þorgerður
Þorgerður (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.