Leita í fréttum mbl.is

Tvær vikur í Holland Beibí

Usss ég bara get ekki beðið eftir að kíkka til Helu og Máa sérstaklega þar sem núna er 17 stiga hiti hjá henni og logn og sól, dí ert´að grínastCool Ég verð nú að reyna að vera dugleg að vera úti til að ná nokkrum freknum áður en við fljúgum út svo ég brenni nú ekki. Fór reyndar á gönguskíði áðan í þessari svaka bongóblíðu og tók alveg ferlið á þetta, tók pásur á 10mínútna fresti og bleytti feisið á mér með snjó til að vera brún og sonna Grin og viti menn það virkaði sko, er komin með 12 nýjar freknur á nebbalinginn, jí-ha!

Annars er bara búið að vera brjálað að gera eins og hjá flestöllum Íslendingum nema kannski Hemma Gunn, vó-djúpur og næst á dagskrá er það að fara að skoða nýja húsið hans Bjössa bekkjarfélaga en hann var að fjárfesta í svakalegu einbýlishúsi hérna í nágrenni við vinkonu sína. Til hamingju Aðalbjörn. Annað er það að frétta að Elís frændi er orðinn samkennari minn og er að kenna íþróttir fyrir Völlu og hann er algjörlega að fíla þessa kennslu þannig að allir eru voða bjartsýnir á að hann drífi sig svo bara í nám, rasi aðeins út og komi heim í fjörðinn fagra tila ð taka frænku sína alveg til fyrirmyndar!Tounge  Oddur er svo að koma í heimsókn til okkar á fös og verður yfir helgina þannig að ef ykkur vantar leikfélaga þá er ég laus. og já eitt enn, endilega fleiri að skrá sig í blakið. Það var fullmannað síðasta sunnudag í 2 lið og var keppnin gríðarlega hörð, endilega takið vini og vandamenn með næsta sunnudag kl. 12-13.30 og reynum að ná 4 liðum og að sjálfsögðu að taka sundfötin með og sóla sig.

Áfram Mikael BrekiHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uss, já - hlakka ekkert smá til að fá ykkur

Barnapían er klár svo að við munum fá tíma til að skoða öll hverfi Amsterdamborgar - sama hvernig þau eru á litin

Helena (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Eigendur

Lísebet Hauksdóttir
Lísebet Hauksdóttir
Við búum í Ólafsveginum nr. 48 í Fjallabyggð í goody feeling, nóg af herbergjum og gistiplássi :-D Verið velkomin elskurnar
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Færsluflokkar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband