Föstudagur, 9. febrúar 2007
Getur einhver aðstoðað mig????
Aðalvandamálið hjá mér þessa dagana er að reyna að ákveða hvora vinkona mína ég á að svíkja. Málið er það að bæði Hallbera og Svanborg eru búnar fyrir löngu að biðja mig að syngja í brúðkaupinu sína, Hallbera bað mig úti í Norge um páskana í fyrra og Svanborg núna fyrir jólin. Það var mér mikill heiður að svara þeim báðum játandi því það er gríðarlega mikil væntumþykja til beggja aðila og myndi mér ekki þykja neitt betra en að gera þetta fyrir báðar mínar vinkonur. Svo kom nú babb í bátinn á mánudaginn....Þær ætla báðar að gifta sig 2. júní 2007!!! Hvað gerir maður þá? Allar tillögur eru velg þegnar, búið er að koma upp á leigja þyrlu og fljúga á milli því önnur giftingin er á Ólafsfirði en hin er sko á Laugarvatni, tillaga nr. 2 var bara að draga með þær báðar viðstaddar, og tillaga nr. 3(sem mér fannst eiginlega auðveldust) var sú að panta mér bara utanlandsferð og stinga af!!! Það er allavega engin leið sem ég finn þar sem ég get gert upp á milli þessara tveggja yndislegu kvenna.
Hey, já við erum búin að sauma eða sko ég og mamma, eldhúsgardínur og koma þær ekkert smá flott út ma´r! Komið bara og sjáið, húsið er opið í dag frá 14-16 og svo er ég farin að syngja í útvarpinu með þeim Magga og Gulla mínum og svo ætlum við SvannaBogga að skella okkur á Akureyri og keppa í Blaki takk fyrir túkall!! Já endilega allir að mæta og sjá leggina okkar gullfallegu skutla sér í Tigerinn og smössin við erum RUSSSSSSSSSSSSSSAlegar.. Mæting í kvöld og byrjar þetta kl. 20 sjitt hvað ég hlakka til. Svo er það bara body á eftir og fyrramálið og aftur haldið á Ak til að klára mótið. Verðum í mat hjá ömmu Sigrúnu þannig að það gæti velverið að við myndum droppa inn hjá góðkunningjum...spurningin er: VERÐUR ÞÚ HEIMA????
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Athugasemdir
Jiii ekki öfunda ég þig að vera í þessum sporum...líka bara leiðinlegt að geta ekki farið í brúðkaupið hjá þeim báðum ;(
En ertu að koma inná AK. í kvöld að keppa í volleyinu?? vertu i bandi tjella
Birna Bald. (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 14:32
Mæómæ, ekki góð staða hjá þér. Ég er náttúrulega hlutdræg í þessu máli þannig að það er best að þegja bara í þetta sinn
Vona að þú finnir eitthvað útúr þessu.
Bið að heilsa,
Gullý.
Gullý (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 15:18
Söngnum er reddað hjá mér svo hafðu allavega ekki áhyggjur af því:)
Annars ekki með neina góða tillögu.. styð bara þessa með þyrluna;)
Hallbera
XXX
Hallbera (IP-tala skráð) 11.2.2007 kl. 17:14
úffúffúff... ég get ekki ráðlagt í svona máli... en þú getur huggað þig á því að ég gifti mig alveg ööööörugglega ekki 2, júní 2007.... ertu ekki fegin?? (þú ert brúðarmærin mín mannstu....;)
ég sakna þín geðveikt mikið, alveg geðveikt, ógeðslega ógeðslega mikið :(
æ elsk jú
Heiðdís Austfjörð (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 17:58
Hæ sæta mín...
Varð hugsað til þín og vildi senda þér knúúúús á tölvuformi
Vona að þú hafir það gott!
Knús og kossar,
Eva Guðjóns.
Eva Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 19:33
Það er aldeilis að þú ert vinsæl jeminn eini! Ætla nú samt ekkert að ráðleggja þér....vonandi leysist málið bara ;) Annars var ég voðalega glöð að lesa að Svanborg og Ingólfur væru að fara að gifta sig - það er svo gaman!!!Ert þú svo ekki næst í röðinni?!?!
En gaman að lesa fréttir af ykkur á Ólafsfirði og nú fer bara að vanta myndir hhmmm!!!
Risaknús til ykkar,
Eva, Gunni, Emma Ósk og bumbubúinn
Eva Páls (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.