Mánudagur, 22. janúar 2007
Reykjavíkurferð dauðans!!!
Já æji ég er búin að vera frekar löt að blogga og á meira að segja ennþá eftir að gera ársyfirlit eins og allir í kringum mig, en ég hef reyndar aldrei verið þekkt fyrir að gera eitthvað eins og allir hinir þannig að ég ætla bara að sleppa því að vera að brasa eitthvað í því. Það sem er eftirminnilegast af síðasta ári er hreinlega að við erum ennþá lifandi!!! En jújú við prufuðum ýmislegt, fórum á árshátíð til London, tókum páskaferð til Norge og fórum í framhaldi af því til Köben, keyptum okkur jeppa, keyptum okkur einbýlishús, fluttum á Óló og fengum okkur nýjar vinnur og við áttuðum okkur líka á því hvað er gaman að vera til
Nýársheitið var eiginlega ekkert, nema að betri heilsa komi þetta árið þannig að ennþá hefur það bra gengið ágætlega. Ég var að koma heim úr afmælinu hans Fjalla félaga og vávááá hvað það var gaman að hitta loksins alla sem maður hefur bara heyrt talað um. Skemmtiatriðin voru geggjuð og þvílíkur stemmari á dansgólfinu með Freysa, Danna, Hildi Völu og Davíð Loga. Davíð Óla var hins vegar ekki eins hress og endaði ja....ekki orð um það meir!!! Geggjað að hitta Freysa sem var að kenna með mér í Austria því hann lofaði mér að koma norður í skíðaferð og taka púðrið í fjöllunum í kring í gegn!!! Reyndar sá ég fyndnustu mynd í heimi af vini mínum Fjalari en það var þegar hann var u.þ.b. 8 ára og fékk litli peyinn HETTUSÓTT og JESÚS JESÚS hvað hann var fáránlegur, það var eins og hálsinn væri að springa og hann leit út eins og eitthvað sem maður photoshoppar, skal reyna allt sem ég get til að redda mynd af þessu, þið bara verðið að sjá þetta! Utan við afmælið þá gerði ég svo sem ekkert nema að eyða peningum og er ég ekki ennþá farin að þora að opna heimabankann, fjúffff... Jú ég fór með Írisi dónastelpu og borðaði SUSHI...ummm það er ekki til betri matur í heiminum, sjitt-örinn. Enda átum við 8 diska(tek það reyndar fram að þeir eru mjöööög litlir) en vá hlakka bara til að fara aftur suður til að gera fengið mér sushi. Tók einnig á því í IKEA og keypti pakka fyrir hina og þessa. En núna er það bara back to reality og vinnan kallar. Take care elskurnar og munið að snjórinn er hollur...ciao
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.