Færsluflokkur: Íþróttir
Mánudagur, 31. mars 2008
Global Warming?!!
Ég held að eftir veðrið í gær þá velji ég þær fyrstu!!!
-Kristján Már 3ára
-Birna og Auðunn eignuðust stúlku í morgun, 14.5 mörk og 52cm, innilega til lukku þið.
-Karen Helga framleiðir grænasta hor sem ég hef séð á mínu stutta ferli sem foreldri.
-Rúnar var veðurtepptur í nótt og gisti hjá Maddý og Bogga á DALVÍK af öllum stöðum!!!... en er IN´DA HOUSE og farinn í vinnu
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 30. mars 2008
Óðum steðjar að sá dagur....
AÐ ÉG FER TIL VINNU AFTUR(sungið með laglínunni)... það er bara 12 dagar, er þetta grín og mér finnst ég ekki hafa gert neitt af því sem ég ætlaði að gera í fæðingarorlofinu. En þetta verður fínt maður, ég verð bara að vera jákvæð og bjartsýn á þetta allt saman, þá mun allt ganga vel. Rúnar er inn á Akureyri að kenna Fjallamennskunámskeið og kemur aftur heim í dag. Þeir áttu að gista í snjóhúsi en veðrið var ekki fyrir hópinn sem þeir voru með þannig að hann kúrði hjá ömmu gömlu Sigrúnu. Mér leiddist það mikið að ég lét verða að því að gera þetta facebook dót og myspace síðu þannig að nú er ég orðin nörd, eða kannski gelgja aftur!!! Sýnir einna helst hvað mér leiddist rosalega mikið, frekar svona low point....En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af því í dag. Rúnar kemur heim og hann lendir nú vel í því þegar hann kemur heim því það er búið að bjóða okkur í afmælisveislu hjá snillingnum Kristjáni Má Kristjánssyni íþróttaálf. Hann er 3 ára á morgun en heldur partý í dag kl. 15 og við ætlum auðvitað að skella okkur. Jiii svo eigum við ástarafmæli eftir 2 daga og við verðum 3ára líka eins og Kristján Már, hehe þægilegt að muna það í framtíðinni. Hann fæddist nefninlega sömu helgi og Rúnar flaug Norður til mín í fyrsta sinn og eftir það var ekki aftur snúið
Annars erum við mæðgur bara að kúra upp í rúmi að borða morgunmat og horfa á teiknimyndir í fullu fjöri. Við vonum að þið eigið öll góðan og glaðan dag. Over and out
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 28. mars 2008
Vilhjálmur Vilhjálmsson
Í dag eru 30 ár síðan þessi snillingur fór hinu megin við línuna og það er búið að vera alveg hreint yndislegt að hlusta á Rás 2 í allann dag þar sem þar er verið að heiðra minningu hans og spila lögin hans, gömul samtöl og viðtöl við vini, aðdáendur og ættingja, ótrúlegt hvað þessi lög snerta mann djúpt og hvað þau eru falleg og vel sungin. Hefði ekkert á móti því að vera að fara á tónleika í kveld að hlusta á Stebba, Friðrik Ómar, Jón Ólafs og marga marga fleiri flytja lögin hans, en svona er þetta nú stundum þegar maður á heima svona út á landinu góða.
Ég fór í dag upp á Hornbrekku og heimsótti gamla konu, hana Jónínu Þorsteins sem er 95ára. Ég fór nefninlega til hennar þegar ég var komin á steypirinn með Karenu Helgu og þá voru amma Eva og Hilla þar líka. Við drukkum saman kaffi og hún var svo hress þessi elska. Ég fékk alveg flashback frá því að ég og Hilmar Ingi lékum okkur þarna daglega, inn í bílskúr, úti í garði og í öllum herbergjum. Hún átti ennþá allt dótið sem við lékum okkur með, spilin voru ennþá eins rifin, vitinn var á sínum stað og hún átti ennþá sömu glösin og við drukkum úr sem krakkar. Alveg var þetta ótrúlegt að sjá þetta allt aftur. Eftir þennan dag þá lofaði ég þeirri gömlu að ég myndi kíkja á hana með barnið þegar það væri fætt. Það gerði ég í dag. Mér varð svo sterklega hugsað til hennar í gærkveldi að ég dreif mig í morgun því hún er orðin svo veik. Þegar við mættum við mæðgur í morgun þá sátu Hilla og Gógó hjá mömmu sinni. Ég tók í höndina á henni og talaði við hana og hún þekkti mig, og þegar ég sagði nafnið á Karenu Helgu þá endurtók hún það. Þetta snart mig svo djúpt að ég fór að gráta en samt svo glöð að hafa farið upp eftir og staðið við mín orð. Ég kvaddi þessa yndislegu konu með kossi á ennið og sagði henni hve vænt mér þætti um hana og fór svo heim. Ég veit ekki hvort hún á langt eftir, en hún hefur alla tíð verið við hestaheilsu og búið heima hjá sér alveg til 95 ára aldurs. Ég ætla að vona að maður geti gortað sig af því í ellinni að geta gert það sem hún gerði. Þú ert yndisleg kona.
Lísa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 26. mars 2008
26. mars 2008
-Pabbi minn, hinn yndislegi Haukur Sigurðsson er hvorki meira né minna en 52 ára í dag. Innilega til hamingju með það gamli. Mundu hvað okkur þykir vænt um þig. Í tilefni þess þá splæstum við systkinin í miða á tónleikana með John Fogerty þann 21. maí kl. 21.00
-Heiddi Hall á einnig afmæli þennan dag og hann er 28 ára kjúklingurinn, til lukku
-Skil á Skattaskýrslu er í dag og mun það líklega ganga bara eftir þetta árið á þessu heimili
-Maður sem lýstur var látinn segist nokkuð hress!! Læknar höfðu lýst Zach Dunlap, rúmlega tvítugan Bandaríkjamann, heiladauðan eftir slys sem hann lenti í, og ætluðu að fara að taka úr honum líffæri til að græða í aðra sjúklinga, en í gær, fjórum mánuðum síðar, kom Dunlap fram í sjónvarpi og sagðist bara vera nokkuð hress. Læknar lýstu Dunlap látinn 19. nóvember á sjúkrahúsi í Wichita Falls í Texas, og fjölskylda hans veitti heimild fyrir því að líffæri yrðu tekin úr honum til ígræðslu. Þegar fjölskyldan var að kveðja hann hinsta sinni hreyfði hann annan fótinn og höndina. Hann sýndi viðbrögð þegar annar fótleggur hans var rispaður með vasahníf og stungið undir nögl á fingri. 48 dögum síðar fékk hann að fara heim af sjúkrahúsinu, og er enn á batavegi. Í gær kom hann fram í morgunþætti NBC sjónvarpsstöðvarinnar með fjölskyldu sinni. Ég er bara nokkuð hress, en þetta er erfitt ... mig skortir þolinmæði, sagði Dunlap. Hann kvaðst ekkert muna eftir slysinu sem hann lenti í, en hann segist muna vel eftir því þegar læknarnir lýstu hann látinn.
-Karen Helga er alveg farin að sitja og er komin með tvær tönnslur, algjör rúsínubolla
-Veðrið er fínt og ég er farin á skíði
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Vá hvað maður á það gott
Já gestirnir mættir á svæðið, dolfallnir af firðinum okkar og fallega húsinu okkar. Fólk í bænum hægir vel á sér þegar það keyrir framhjá okkur í Ólafsveginum, svona aðeins að skoða allann bílaflotann(LandCruiser, Pajero og Kyron) og svo auðvitað nýju, fallegu andlitin arkandi um götur bæjarins. Við gátum boðið upp á rúm handa öllum og sængur og kodda handa öllum og þess vegna skil ég ekki hvað maður er að kvarta yfir einhverjum smáhlutum eins og "Dí kjúklingabringurnar voru búnar í búðinni í dag, andskotinn, það er aldrei neitt til hérna"...eða eitthvað álíka. Við ætlum frekar að þakka fyrir það sem við eigum hér á blogginu í dag og alla þessu tryggu og flottu vini. Það er gaman að vera til í dag og í gær og hinn og hinn. Við erum búin að fara á göngu, gefa öndunum, renna á Gullatúninu á ruslapokum, fara á skíði, fara á snjósleða, fara í sund og spila eins og vitleysingar. Yndisegt alveg hreint
Núna erum við að elda pizzur á línuna og allir fá að velja sitt ofaná og gera sína pizzuna hver þannig að það er mikil stemning í eldhúsinu og Ólafsvegi 48 almennt bara. En það verður líklega lítið um bloggfærslur þessa dagana og þetta er ástæðan. Hjalti, mamma og pabbi eru svo að koma á morgun þannig að AGAIN.... ÞÁ ER EINTÓM HAMINGJU Á OKKAR BÆ
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 15. mars 2008
Sálin hans Jóns míns...
Já, það má eiginlega segja það að ég hafi verið á tónleikunum í gær. Jónína og John sáu sko til þess. Þau hringdu í mig 4x og leyfðu mér að hlusta alltaf á 3 lög í einu þannig ég fékk að heyra 12 lög sem er meira en sumir geta sagt. Og ÞVÍLÍK STEMNING, SJITT HVAÐ ÉG HEFÐI VILJAÐ VERA ÞARNA. Komst líka að því í gær að þau elska okkur Rúnar afar heitt og fengum við að heyra það alltaf annað slagið....LÍSA...ÉG ELSKA ÞIG....RÚNAR....VIÐ ELSKUM ÞIG LÍKA... þannig að það má með sanni segja að það sé haminga þar á bæ eins og hjá okkur. En takk þið...við elskum ykkur líka og hlökkum gríðarlega til að sjá ykkur um páskana
Bottom line.....Það er gott að vera elskaður
Hjalti bró lenti í því skemmtilega atviki að koma úr gymminu og stökkva á Geira Kolbeins og faðma hann, haldandi að hann væri Snorri vinur sinn!! Sjitt...núna er hann búinn að sturta sér niður klósettið. En Hjalti minn, flott hjá þér, þú borðar kannski eins og eitt próteinstykki áður en þú ferð úr ræktinni næst svo þú sért nú aðeins farin að sjá áður en þú gengur út...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 15. mars 2008
Lífið er yndislegt
Sjitt það er svo mikil hamingja í gangi að ég bara veit ekki hvar ég á að byrja. Ég vaknaði í morgun við það að maðurinn minn færði mér rjúkandi kaffibolla í rúmið, þá var hann búin að gefa dóttur okkar pelann sinn, skipta á og koma henni út í vagn. Ég klæddi mig og kom niður stigann og þar beið mín mogginn og sól sem stakk mig í gegnum gluggann. Skíðafærið er geggjað í dag og erum við búin að ákveða að skella okkur á það fyrirbæri. Þórey, Elli og co eru að koma á morgun í páskahittinginn 2008 á Ólafsirði city og við bara getum ekki beðið eftir að knúsa þau. Við fórum í netta Akureyrarferð í gær og skutluðum Jónínu sætu í flug suður, fengum okkur Brynju-ís, keyptum okkur ástarpáskaegg, heimsóttum Hansínu og Þorstein og nýja prinsinn sem fæddist í gær. Harpa og Bjöggi eignuðust líka strák í gær þannig að skíðaheimurinn er í góðum málum, innilega til hamingju þið. Jói og Hulda eignuðust líka strák þannig að það er eins gott að maður standi sig í að fjölga kvenfólkinu, svona svo þetta endi ekki á einn veg í framtíðinni!! Hallbera og Smári koma svo á þriðjudaginn og erum við ennþá spenntari yfir því að sjá hana og litlu twillingerne í bumbunni á henni. Þannig að þemað þessa dagana er hamingja, hamingja, hamingja og núna ætla ég að fara að gera það sama og allir þeir sem eru búnir að lesa þessa hamingjufærslu...og æla AF HAMINGJU Mér finnst best að nýta þessar hamingjustundir rosalega vel og lengi því maður veit víst aldrei hvernig eða hvar maður endar og ég vona að ég eigi ekki eftir að taka brunann á hann Rúnar minn eins og þessi kona...."Brenndur lifandi út af skítugum fótumKínversk brúður kveikti í eiginmanni sínum með þeim afleiðingum að hann lést, að því er fram kemur á fréttavef Reuters.Nýbökuð hjónin voru undir áhrifum áfengis þegar þau lögðust til svefns eftir hatrammt rifrildi. Lokahálmstráið hjá eiginkonunni reyndist vera að bóndinn var ekki búinn að þvo sér um lappirnar og greip hún til þess ráðs að kveikja rúmfötum hans meðan hann svaf. Þegar hann vaknaði byrjuðu þau aftur að rífast en svo hneig hann niður. Konan slapp ómeidd frá atvikinu en maðurinn var látinn brenna, greindi heimildarmaður frá."
Njóttu dagsins, þú veist aldrei hvort þetta eigi eftir að verða þinn síðasti
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 10. mars 2008
Átakið farið af stað...jí-haaaaaaaaaaa
En nóg af aumingjaskap. Er loksins farin að hreyfa mig og ekki nóg með það að stúlkan tók Ólafsfjarðarmeistaratitil á gönguskíðum á laugardaginn með heilum 6mínútum, heldur er hún búin að fara á skíði á hverjum degi síðan þá, eða já alveg 3 daga í röð og það er meira en samtals yfir 5 síðustu ár! Hvíld á morgun og það er meira að segja byrjað að malla á mataræðinu líka þannig að það er greinilega alvara í gangi hjá minni.
Styttist í að mamman fari að vinna, 1 mánuður á morgun!!! Díses er ekki alveg að meika það en svona er þetta bara, maður er ekki beint hvattur að eignast börn á Íslandi ef maður á að lifa á þessu frábæra fæðingarorlofi!! NOT..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 7. mars 2008
Setning mánaðarins....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Squeez-urnar
Við klúbbsystur hittumst í gær í Undralandinu góða í kósístemmara með heitum réttum, ekta súkkulaðiköku, ostum og rauðvíni. Þetta var náttúrulega bara snilld, helst þá vegna þess að ég hef bara hitt þær 1x síðan prinsessan hún Karen Helga kom í heiminn. Það var auðvitað mikið hlegið og maður er hás í dag. Allir fengu páskaegg og ég keypti þau bara svo Gísli myndi ekki borða þau þannig að það eru farin 8stk af þessum 300.000 sem framleidd voru bara hjá Nóa á landinu! Lesnir voru upp "sálmarnir" eins og ég orðaði það svo fallega, meinti auðvitað málshættir og þeir voru túlkaðir alveg í botn og við fengum mjög flotta sýn inn í framtíðina. SvannaBogga og Valga fengu survivor verðlaunin fyrir að vera lengst og Valga gisti svo hjá okkur og það var svo kósí, kom svo uppí í morgun þegar Rúní fór í vinnuna og SvannaBogga kom í náttfötunum líka "uppí" þegar hún var búin að keyra krökkunum í skólann, ljúft. Það er bara eins og maður sé á Laugarvatni á vistinni
Nokkur orð sem fengu okkur mikið til að grenja úr hlátri í morgun: "snúðu svampinum svo við"... "sérðu...slétt"... "settu hana aðeins í körfuna fyrir mig".. "Ég skal kaupa nýjan klósettilm handa þér"..."hva ertu með tuttugu putta eða"... og margt margt fleira sem ekki er hæft til sýningar hér. En stelpur takk fyrir að vera til
Myndakvöld í kvöld á hinni síðunni og það er eins gott að maður standi sig. Búin að skrá mig á kennarnámskeið í Ungbarnasundi hjá Erlu Perlu, sem by the way var á leikfimi með Ágústu Johnsson í sjónvarpinu í morgun, ég hermdi ekki eftir átaki hefst kannski á morgun veit ekki eða hinn, eða bara eftir helgi. Næsta vika er tannlæknir, litun, vigtun hjá Karen Helgu sko, kannski ég fari bara líka!!
Hættiði svo að reyna að fremja bankarán, kommon við erum á Íslandi. Já og eitt en ÍBÚÐIN MÍN ER TIL SÖLU Á AKUREYRI, allir að láta það berast, já eða bara versla hana. Bless
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006