Laugardagur, 18. ágúst 2007
1 ár síðan við fluttum í fjörðinn fagra...
...og ýmislegt búið að gerast á þeim tíma skal ég segja ykkur og ótrúlegt hvað þetta er búið að vera fljótt að líða. Við fögnuðum þessum yndislegheitum með rosalega góðum mat, a-la me og lagt á borð a-la Rúní með diskamottum og kertaljósi...en rómó. Eftirréttur og alles og já það var étið mikið af nammi þetta gærkvöld svona eiginlega bónus við hvað ég er búin að vera dugleg á meðgöngunni að halda mig frá því!! Svo voru þessir fínu tónleikar í tv-inu sem við nutum út í ystu og sjitt hvað þeir voru flottir, Páll Óskar og Bubbi, og klárlega svalastir sinnar tegundar þ.e. af sitthvorri kynhneigðinni
Lúxor voru reyndar bara að standa sig vel, fannst reyndar á einhverju tímabili þeir ofradda sumar línur en þeir lúkkuðu frekar vel og mér fannst þeir einir og sér betri en saman!! En hva, 40.000manns er ekki amarlegt á Íslandi þannig að þetta var bara vel heppnað utan við hvað Stuðmenn eru orðnir old, jesús þeir eru ekki einu sinni fyndnir lengur í búningunum sínum, hvað er þá eftir...jú við skulum syngja á þýsku eins og Hundur í Óskilum(sem eru reyndar snillingar)..."Ich bin Frei" eða "Ég er frjáls"..díses ég fékk alveg gæsahúð af hallæri, sorry Stuðmanna-fans
Dagurinn í dag fer í það að synda minn kílómeter, vökva garðinn, þvo og eitthvað svona skemmtilegt með tónlistina í botni og svo ætlar Rúní að taka gluggana í gegn og skipta út í eldhúsinu þannig að þeir sem eru með kaffiboð í dag, endilega bjóðið okkur að koma og innheimta smá sykur fyrir komandi átök. Stefnan verður svo tekin í matarboð í kvöld til Arnars og Þórgunnar þar sem við munum skora á þau í gáfnaspilið Trivial og ætli við tökum þá ekki bara í gegn eins og síðustu helgi, strákar á móti stelpum??? Já og eitt enn, Eva Páls er búin að eiga prins sem er kominn með nafnið Axel Páll og óska ég ykkur mjög öfundsjúk til lukku ...
Kveðja....L
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 13. ágúst 2007
Time Out
Þvílíkar tarnir búnir að vera að gestum og lítið um áhuga hérna megin að blogga, en svona gengur þetta bara, maður þarf að taka smá frí í þessu bulli líka. Svo er garðvinnan auðvitað aðal núna þannig að það lúkki allt voðaflott fyrir veturinn. En ýmislegt búið að gerast hjá félögunum og stærsti viðburðuinn til þessa var sá að í gærkvöldi , ja um 20.42 kom lítill drengur í heiminn á Þingeyri sem var hvorki meira né minna en rúmar 17 merkur og 54cm, innilega til lukku Þórey og Elli, er að brenna úr öfund hérna megin. En þetta styttist auðvitað alltaf og förum við í skoðun á morgun alveg að verða komin 33 vikur!!
Kíktum á Fiskidaginn mikla á föstudagskvöldið sem var reyndar rosalega kósýdæmi þrátt fyrir að Dalvíkingar séu að skipuleggja þetta og var bara opið í öll hús með kyndlum, seríum, súpum og tónlist og var nánast troðið alls staðar. Hittum fullt af skemmtilegu fólki sem maður hefur ekki séð lengi og var ég ekki alveg tilbúin að fara heim en grindin gaf eftir...ví!! Laugardagskvöldið fór í mjög hressandi matarboð með Hollendingunum okkar og ætluðum við svo inn á Dallas en þá kom þessi hellirigning þannig að við slepptum flugeldasýningunni í ár. Í staðinn skoruðum við Hela á Rúnar og Máa í Trivial og by the way.....RÚSTUÐUM ÞEIM!! Maður græðir alltaf á því að vera búinn með Háskóla... Aðalstemmarinn var þó á Sunnudag þar sem Garðstígsbikarinn var afhentur í 9. sinn og voru það Ma og Pa sem hlutu þann heiður að fá að geyma hann í ár vegna ýmissa afreka t.d að sigra Mælifell o.fl. Innilega til hamingju með það og vonandi getiði gert eitthvað merkilegra á næsta ári...voa tapsár!! Bless
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 7. ágúst 2007
18-23 ára
Well well Versló búin og hef ég aldrei á minni stuttu ævi upplifað eins mikil rólegheit og þetta árið. Gerðum ekki neitt sem var reyndar hrikalega gott. Jú ég söng á Sigló á föstudeginum og var eiginlega ekkert af fólki, kíktum svo á Ak líka og þar var heldur ekki neitt fólk, okey veðrið var ekki upp á 5 stjörnur en þessir blessaðir Akureyringar eru nú ekki gáfaðri en það að setja bann á tjaldsvæðin á aðalaldurinn á svona útihátíðum og hvað þá á lið sem er orðið sjálfráða, þannig að Hjalti bróðir mátti t.d. ekki tjalda á Ak því hann er rétt að skríða í seinni hlutann af banninu 18-23 ára aldurs!...Gott hjá Bæjarstjórn Akureyrar...EÐA EKKI! Enda var bærinn tómur þegar við renndum þangað inn og þetta leit bara út eins og venjulegur föstudagur, tómt í tívolíinu, sundi, á tjaldsvæðum og í miðbænum...glatað. En ég fór nú aðallega til að hlusta á Jógvan en Rúnari til mikillar ánægju þá var hann veðurtepptur í Færeyjum þannig að Hara systur stigu á svið í staðinn og var rosalega gaman að hitta þær.
Ósk og Hilli voru annars hjá okkur hérna í 4 daga og 3 nætur og var rosalega gaman að fá þau. Svo kíktu Tinna og Rúnar á okkur þannig að þetta var hin fínasta helgi eftir allt saman. Svo er bara að skella sér á fiskidaginn mikla um næstu helgi og kíkka á gleðina þar, fiskisúpa og flottheit. Spáin er að komi um 20.000manns þangað sem er betri mæting heldur en samtals á Sigló, Akureyri, Eyjar og Neistaflug þetta árið....maður spyr sig hvort það verði nóg súpa??? búrúmm-tssssssssssssssssssss! Hvað er samt málið með helvítis stefið á Skjá einum þar sem kemur á milli þátta......"búmmtjíggabúmmbúmmtja.....o.s.frv. og ég tala nú ekki um andardráttinn sem kemur inn á milli" greinilega mjög mikill metnaður lagður í þetta allt saman hjá þeim þarna á skjánnum....arggg, ég veit ekki hvort þráðurinn í mér er orðinn svona stuttur, en þetta er alveg að fara með mig á milli þátta og auglýsinga, hvað með þig?
ciao ...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 31. júlí 2007
Ágúst mættur
Jæja peoples....stutt eftir af fríinu og styttist ennþá meira í að erfinginn komi í heiminn. Fórum í skoðun í dag og hjartslátturinn hljómaði hrikalega vel. Legið orðið tæpir 30cm, dí bara eins og heil reglustika, maður er ekki alveg að fatta þetta og svo fann hún alveg höfuð, bak og rass og stöðuna á þessu yndi sem er að sparka í mig daginn út og daginn inn, just wonderful Fyndið að fara í svona meðgöngunudd, maður liggur á bekk þar sem er gat fyrir kúluna og holur fyrir brjóstin, how nice að liggja alveg á maganum, getur einhver reddað mér svona rúmi í c.a. 2 mánuði???
Það hlaut að koma að því að sólin myndi hætta að skína á kúluna mína, enda er hún orðin frekar dökk og er flest fólk að spyrja mig hvort ég hafi verið að koma að utan!! Neinei elskurnar, sund á hverjum degi 1km til að fá lit á afturhliðina og svo ligg ég í pottinum til að fá sól á framhliðina og syng "sól sól skín á mig" En núna fyrir nákvæmlega 30mín byrjaði allsvakalega að hvessa og komu rigningardropar á bílrúðuna mína sem ýtir vl undir þá spá sem var í tv í gær að það yrði ömurlegt veður hvar sem er á landinu um helgina þannig að við vitum ekkert hvað við ætlum að gera. Söngur á Sigló á fös jú, en eftir það er allt óráðið ætli við tökum ekki bara rúntinn hingað og þangað.
Ósk, Hilli og Irena eru að koma á morgun til okkar og ætla að vera alveg fram yfir helgi þannig að við hlökkum voðalega mikið til að leika við þau og erum við stelpurnar búnar að plana stelpukvöld á fimmtudaginn vú-hú! Stefnir allt í kósíheit par excelance...
Embla Þóra er 1 árs í dag þessi litla snúlla og óska ég henni að sjálfsögðu til lukku. Já og svo vil ég segja ykkur hvað ég er ánægð með kommentin, takk fyrir takk and keep up the good work. Spurning dagsins er:......Hvað á að gera um Versló??
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Hvar eruði öll?
Ég segi nú bara halló halló hverjir eru að skoða mig og okkur og kvitta ekki fyrir komu sína hér. Það eru alveg frá 30-70 heimsóknir á dag og enginn kvittar eða kommentar, er tímaleysið alveg að fara frá ykkur?? Það tekur 1 mínútu að gera það og það þarf ekki að staðfesta eins og áður í mailinu sínu þannig að þetta tekur enga stund.
Við erum sem sagt komin heim úr Ásbyrgi-city þar sem við fengum þvílíka blíðuveðrið og vorum með familíunni í kósíheitum par exelance. Gerðum bókstaflega ekki neitt nema liggja, sóla okkur og narta í hitt og þetta. Á heimleiðinni tókum við svo stopp á hinu fræga Reðursafni Húsvíkínga þar sem Áslaug beið með stolti og var mynd af Unnari upp á vegg við hlið samnings sem stóð á að hann ætlaði að gefa sinn dela þegar hann myndi fara hinumegin DJÓK! Neinei ekkert svoleiðis, en þetta var ágætis upplifun og komst ég allavega að því að ég er mjög ánægð með minn mann
Dí hvað ég var abbó í morgun þegar ég komst að því að Sædís er búin að eiga, 5 vikum fyrir tímann takk fyrir túkall og það litla sæta, heilbrigða, 10marka stelpu. Ekki það að ég samgleðjist ekki, INNILEGA TIL HAMINGJU... þetta er bara erfitt þegar Inga er búin að eiga, Hanna er búin að eiga, Elma er búin að eiga og núna Sædís og ég stend á blístri og á fullt fullt eftir, heila 3 mánuði, guð minn góður hvernig verður maður þá eiginlega???
Bidda og Tóti ætla að reyna að kíkka á okkur á morgun þannig að við hlökkum voðalega til og er ég sem sagt að fara út og slá lóðina til að allt líti voðalega vel út þegar þau koma. Bið að heilsa ykkur öllum og vona að þið farið nú að kvitta fyrir ykkur. Því eins og þið eruð forvitin að kíkka á mitt bull hér þá er ég forvitin að vita hverjir eru að fylgjast með manni...ví
XXX L
Mánudagur, 16. júlí 2007
Rollutu---r!!
Okey ég veit alveg að ég bý í litlu sveitarfélagi en ég bý nú ekki í sveit. Ef sú löngun hefði komið upp þá ætti ég jörð einhversstaðar í afdælum og drykki ískalda kúamjólk á hverjum morgni. En Við vöknum á hverjum einasta morgni kl 5.00 við það að það eru rollur að éta runnana okkar og blómin og helvítis jarmið í þeim er að gera okkur GEÐVEIK, ertu að grínast hvað þetta er pirrandi, þar var nebblega grindahlið hérna við brúnna en eftir að hún var löguð þá ákváðu einhverjir gálgar að gleyma að setja aftur rimlahlið þannig að þessir menn eru ekki að skora mörg stig hjá Lísebet Hauksdóttir og Rúnari Gunnarssyni.
Stigagjöfin er nú að verða tiltölulega jöfn um hvort kynið verður þannig að þetta verður bara mjög skemmtilegt þarna í október. Hanna er komin með sýna gersema í hendurnar og verð ég nú að segja að ég öfunda hana svolítið á að þetta sé búið. Innilega til lukku með litlu skvísuna elskurnar, ég kem inneftir á fimmtudaginn og kíkka á ykkur ef ég má.
Nikulásamótið endaði í gær hérna á Óló með mikilli lukku og gekk bara allt hrikalega vel. Hitti nokkra Laugvetninga eins og alltaf á svona mótum og það var bara líf og fjör og veðrið fínt utan við smá vind sem enginn kippti sér upp við. Við ákváðum að henda upp einu stykki af skjólvegg fyrir framan húsið svo ég gæti nú berrað mig í sólinni á daginn og tók það ekki nema tvær kvöldstundir að henda honum upp, enda vanir menn þar á sveimi. Set inn framkvæmdarmyndir við tækifæri. Annars erum við bara að bíða spennt eftir helginni því leiðin liggur í útilegu fyrir austan, ú-je
Bið að heilsa ykkur í bili og þið vitið að þið eruð alltaf velkomin í Ólafsveg 48 ef þið takið sunnudagsrúntinn einhvern seinnipartinn....XXX L
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 7. júlí 2007
Gott fordæmi...eða ekki??
Augað er á leiðinni í lag að því er virðist og slapp ég við að fá leppinn. Ég var eiginlega svolítið svekkt því mér fannst svo kúl að vera sjóræningi þegar ég var lítil þannig að mín fantasía gekk ekki eftir í þetta sinn. Byrjaði annars þann dag rosalega vel, þar sem ég tók bensín á olíubílinn minn og þurfti að drepa á honum á staðnum og láta draga mig á verkstæði, þurfti að redda öðrum bíl í staðinn og það var enginn heima í fyrsta lagi, síðan fundust ekki lyklarnir að lánsbílnum þannig að þetta var alveg yndislegt og nóg til þess að mín viðkvæmni á þessum tíma meðgöngunnar naut sín í botn og já, ég grenjaði frá Ólafsfirði til Dalvíkur Kíkti á Esso mótið og hitti nokkra gamla félaga þ.á.m. Davíð Óla sem var uppáhalds þann dag og hann bjargaði mér alveg upp úr vonleysinu. Takk fyrir það miðdget
Gott hjá Forsetanum að fá sér þennan frábæra umhverfisvæna LEXUS og sýna gott fordæmi í sjónvarpinu fyrir aðra, en hins vegar tók ég eftir stærra atriði að mér fannst, sem var það að Forsetinn okkar var EKKI Í BÍLBELTI á meðan viðtalinu stóð og þau voru að keyra þannig að maður spyr sig....Hvað er gott fordæmi??
Rúní er í fjallgöngu í Héðinsfirði með Kristjáni bróður og lögðu þeir af stað í svartaþoku. Vonum bara að allt fari vel og þeir skili sér heilir heim. Ég nýt þess reyndar til hins ýtrasta að vera ein heima og er búin að baka, fara í ræktina, horfa á fótboltaleik sem b.t.w. við unnum, til hamingju Leiftur/KS og já svo kom ég mér hrikalega vel fyrir í sófanum og er búin að horfa á 3 ræmur hvorki meira né minna og það er ein eftir, þvílík snilld. Stefnir allt í skírn á morgun hjá Sigga og Elmu og gerum við okkar besta við að mæta.... Until then
Líseabetsa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 2. júlí 2007
The Pirot
Jæja helgina búin og allt búið að gerast, di maður heppni eða óheppni, er ekki alveg búin að gera það upp við mig!! Anyways, hann Rúnar minn lenti á spítala á föstudagsmorguninn vegna innvortis kvala í kvið og baki og var hann í rannsóknum og á þvílíkum verkjalyfjum þá nótt, já sem sagt var lagður inn takk og var þvílíkt slappur en ekkert kom eiginlega í ljós, nema þeir héldu að hann hefði fengið nýrnastein sem hann náði jafnvel að losa sig við áður en við komum inneftir..spes! Þetta leiddi til þess að við misstum af brúðkaupinu hjá Línu og Gunnari í Skagafirði og bústaðaferðinni, en í staðinn fékk ég að fara með drenginn heim í rúm á laugardeginum og þegar hann var búin að taka verkjalyf og var alveg að sofna það kvöld þá sendi þessi elska mig bara út á blúsinn þar sem ég hefði ekkert að gera á meðan hann svæfi. Þannig að ég dreif mig á Guðrúnu Gunnars og Friðrik Ómar og svo var ein svaðalega feit og flott negrakjelling sem átti hreinlega svæðið....sjitt hvað hún var flott...Deidra Fahrr held ég og en ég fór svo bara heim um miðnætti að hugsa um sjúklinginn. Í gær var ég svo alltaf að drepast í auganu og vætlaði þvílíkt úr því og ves þannig að ég fór til læknis í morgun og þá er hornhimnan laus frá auganu og rifin á einum stað og hreyfist bara svona upp og niður og fram og til baka eftir vild og ef þetta lagast ekki á næstu dögum þá þarf ég að fara í aðgerð og láta skera flipann af og fá lepp takk, hvorki meira né minna!! þannig að það er allavega ekki hægt að segja að það sé ekkert að frétta af okkur hjúunum
Annars var stelpan bara að slá lóðina í dag í sólinni og vökva nýju trén og dúllast eitthvað á meðan Rúní lág í rúminu. Hann ætlar nú samt í vinnu á morgun þessi elska. Á eftir að taka kvöldgönguna í kvöld sem er sko alltaf annaðhvort fram að Garði eða Auðnum, eftir því hvað ég borða mikið í kvöldmat þannig að maður er allavega ekki að liggja í leti, enda líður mér ekkert smá vel á meðgöngunni. Ósk það koma inn myndir rosalega fljótlega...Pantaði mér myndavél í dag og hún kemur líklega á miðvikudag-ókey??
Sjóræninginn kveður...over and out
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 26. júní 2007
Blúshátíðin um helgina
Dömur mínar og herrar ég hvet ykkur eindregið til að mæta um helgina nota bene á fimmtudagskvöldið sérstaklega því þá erum við Ólafsfirðingar að sýna hvað í okkur býr með klassa lög og skemmtilegar uppákomur á sviðinu. Miðinn kostar 2000 kall fyrir hvert kvöld og fyrir öll kvöldin er það held ég 6000 sem er bara mjög "fer" præs! Í augnablikinu erum við á æfingu í geggjuðum fílíng á bókasafninu á Óló þar sem hlutitnir gerast.
Nenni ekki að blogga á sumrin held ég nema stundum kannski, sólin kallar á mig og myndavél er ekki til á heimilinu þannig að ég set engar myndir inn.
ble ble
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 13. júní 2007
Roðamaur!!
Anskkkk, helv....djösss roðamaur mætti mér við innganginn heima hjá mér á sunnudaginn þar sem ég var að koma heim úr útilegu frá Heiðabæ í Aðaldal og það var þá enginn smá fjöldi. Þeir voru komnir í alla glugga á neðri hæðinni og niður á gólf og inn á baði voru þeir komnir á milli flísanna og að innréttingunni og ég gjörsamlega fríkaði út, ofaná það bættist við að það skriðu pöddur út um eina brotna fúu á sturtunni og ennþá ofaná það þá hrundi þvottavélin enn einu sinni. Þetta var of mikið fyrir Lísebet Hauksdóttir í ófrísku formi og skellti mín upp úr tárum og vonleysi En með þrautseigju og mikilli þolinmæði þá komst ég nú yfir það og úðarakallinn er búinn að eitra bæði úti og inni hjá stelpunni, Rúnar ætlar að kítta fyrir sturtuna í bili og þvottavélin startaðist í dag, þannig að útlitið er aftur orðið bjart.
Síðasta vika var mjög busy og fékk ég bara fullt af óvæntum og skemmtilegum heimsóknum. Fyrst komu Hildur Vala, Johnny og Jökull í matarboð sem var ekkert smá flott, stelpan hafði auðvitað fjórréttað celeb partý með tónleikum í eftirmat í Dalvíkurkirkju og svo komu Hallbera og Smári nýgiftu með tvo nossara í eftirdragi þá Dag og Rune. Þetta var mjög kósý þar sem ég hafði Hallberu alveg út af fyrir mig á meðan strákarnir klifu fjöll og skíðuðu niður. Toppurinn á heimsókninni var samt án efa Múlinn. Við buðum þeim í sólargöngu og við fórum upp á plan þar sem við sáum sólina setjast og rísa aftur. Vorum komin heim um 2 og þá var lagst í rekkju. Þau fóru svo heim seinnipartinn á fimmtudag og við skelltum okkur í útilegu með familíunni í bongóblíðu. Skoðuðum Hvalasafnið og stuð á Húsavík og svo var brunað heim í roðamaurana....vei
Fjalli minn innilega til lukku með árangurinn. Keep up the good work! Ég er farin í sólbað
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006