Mánudagur, 26. mars 2007
We are the champions
eða allavega í top 4 við Elís sko. Málið er það að við fórum á BODY PUMP námskeið um helgina og viti menn við náðum ásamt bara tveimur öðrum af tíu stykkjum sem reyndu við þetta hrikalega þol og kennslupróf, djöfull er maður í hrikalega góðu formi Ferðin byrjaði reyndar ekkert hrikalega vel þar sem fluginu okkar var fresta og mættum við tveimur tímum of seint, en það var allt í góðu við vorum hvorteðer langbest...oh mér finnst svo gott að vera svona hógvær!! Helgin út í gegn var annars bara snilld og mikið mikið mikið hlegið, held eiginlega bara allann tímann því við gátum ekkert sofið þannig að við vorum í svefngalsa frá föstudegi til sunnudags. Nokkur stykkorð úr ferðinni sem þið þurfið ekkert að reyna að skilja:
-framstig
-axlir
-pungur
-ganga í svefni?
-andsetinn
-brake og moonwalk
-nammi
-bjúgur
-drama
-pizza á Horninu
-Leg
-Hagamels-ís og margt margt fleira sem gleður mitt hjarta endalaust að hugsa til. Lenti á Ak í gær kl. 13 og við droppuðum við í hitakompuna hjá Birnu og Tóta og fengum lyf handa Rúnari(smá loco), brunuðu svo heim í afmælisveislu hjá honum pabba mínum því hann á afmæli í dag þessi elska og vil ég óska honum innilega til hamingju með áfangann, love you
hef þetta ekki lengra í dag, förum til Hollands eftir 4 daga.....sjitt
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 19. mars 2007
Hvað er með kók og þeirra nýju uppfinningar!!
ÞEtta er allt nákvæmlega ein, diet kók, coca cola light og jújú viti menn það er komin enn ein tegundin sem geriri það nákvæmlega sama og coca cola light þ.e. kók ZERO með SAMA BRAGÐ OG ENGANN SYKUR....common, hvað er að ykkur í þessu fyrirtæki, hvað varð um gamla góða TAB-ið sem er by the way örugglega langt best af þessu öllu saman. Og svo nýjasta auglýsingin, jesús ég æli! Róleg á að gera nýja auglýsingu með alveg sama grunn og auglýsingin um coca cola light sem var í rauninni mjög flott og skemmtileg...."....Nú ætlum við að standa upp og klappa fyrir manninum sem reif sig upp úr sófanum og fór og keypti undirföt handa kærustunni sinni, og svo ætlum við að standa upp og klappa fyrir.....o.s.frv." Þetta var actually skemmtileg auglýsing en núna eru þeir bara alveg búnir að fara með það með nýjustu auglýsingu Coke um ZERO-ið, með gaurinn sem allir eru hreinlega að klappa fyrir og hann er að tala í einhverja keilu ofan á rútu og endar svo úti í vatninu...Jesús hvað þetta pirrar mig. Ég held ég fari bara í mótmæli og fari að drekka pepsí!!
Jæja, gott að vera búin að pústa um þetta, nú get ég andað léttar og vitað það að dagurinn á eftir að verða góður. Siggi frændi minn til hamingju með litla prinsinn sem fæddist í morgun, heilar 18 merkur og 55cm og er búið að nefna engilinn Konráð Þór. Æði!
Minni á nýja púðursnjóinn sem kom í gær og í dag...MAÐUR Á AÐ FARA ÚT AÐ LEIKA OG EF YKKUR VANTAR LEIKFÉLAGA ÞÁ HRINGIÐI BARA Í MIG...LoVe It
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 13. mars 2007
Tvær vikur í Holland Beibí
Usss ég bara get ekki beðið eftir að kíkka til Helu og Máa sérstaklega þar sem núna er 17 stiga hiti hjá henni og logn og sól, dí ert´að grínast Ég verð nú að reyna að vera dugleg að vera úti til að ná nokkrum freknum áður en við fljúgum út svo ég brenni nú ekki. Fór reyndar á gönguskíði áðan í þessari svaka bongóblíðu og tók alveg ferlið á þetta, tók pásur á 10mínútna fresti og bleytti feisið á mér með snjó til að vera brún og sonna og viti menn það virkaði sko, er komin með 12 nýjar freknur á nebbalinginn, jí-ha!
Annars er bara búið að vera brjálað að gera eins og hjá flestöllum Íslendingum nema kannski Hemma Gunn, vó-djúpur og næst á dagskrá er það að fara að skoða nýja húsið hans Bjössa bekkjarfélaga en hann var að fjárfesta í svakalegu einbýlishúsi hérna í nágrenni við vinkonu sína. Til hamingju Aðalbjörn. Annað er það að frétta að Elís frændi er orðinn samkennari minn og er að kenna íþróttir fyrir Völlu og hann er algjörlega að fíla þessa kennslu þannig að allir eru voða bjartsýnir á að hann drífi sig svo bara í nám, rasi aðeins út og komi heim í fjörðinn fagra tila ð taka frænku sína alveg til fyrirmyndar! Oddur er svo að koma í heimsókn til okkar á fös og verður yfir helgina þannig að ef ykkur vantar leikfélaga þá er ég laus. og já eitt enn, endilega fleiri að skrá sig í blakið. Það var fullmannað síðasta sunnudag í 2 lið og var keppnin gríðarlega hörð, endilega takið vini og vandamenn með næsta sunnudag kl. 12-13.30 og reynum að ná 4 liðum og að sjálfsögðu að taka sundfötin með og sóla sig.
Áfram Mikael Breki
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 1. mars 2007
Snjór snjór snjó....love it
Öss hvað er gaman að vera til þessa dagana, það bara snjóar eins og í gamla daga þegar maður var að týnast í einhverjum sköflum og stökkva fram af Tréver og festa sig upp að mitti, díses hvað þetta er gaman. Búið að troða fullt af slóðum og allt þannig að skíðin verða sko tekin fram á morgun, enda er Útivistardagur hjá okkur í skólanum og þá fara sko allir með smurt og heitt kakó á skíði eða þotu eða whatever, ú-je!! Bara get ekki beðið.
Fórum á matreiðslunámskeið í gær fyrir pottaeigendur og það var hörkustuð og rosalega góður matur sem við fengum að smakka þarna m.a. kjúllaréttur, fiskur, lambalæri, kartöfluréttur, lasagne og eplakaka með sósu og rjóma, eins gott að ég var búin að kenna BP áður en ég mætti og át á mig gat ummm. Birna og Tóti eru búin að nefna prinsinn og heitir hann Mikael Breki, til lukku með það elskurnar. Annars er plan helgarinnar að brosa og njóta snjósins og svo ætlum við að skella okkur í afmæliskaffi á sunnudaginn hjá Jóhanni bróðir Rúnars... Bið ykkur bara að gleyma ekki barninu í ykkur með bros á vör í öllum þessum snjó og ég mana ykkur til að fara að renna ykkur á ruslapoka á Gullatúninu, ef þið þorið ekki ein þá kem ég glöð með.....jííííííí-haaaaaaaaaaaaaaaa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
úúúúú-JEEEEEEEEEEE sófi dauðans
Jújú dömur mínar og herrar við létum eftir okkur að fjárfesta í draumasófanum sem var sá eini í búðinni sem var ekki á afslætti(Lísebet Hauks alltaf með heppnina með sér!!) en núna er maður búin að sætta sig við þetta og auðvitað reddast allt svona á endanum, við VISA-rað erum aftur farnir að taka saman höndum Já, þannig að þeim sem langar að hfa nóg pláss til að horfa á GREY´S í kvöld þá bara verið velkomin kl. 20.00
Kíkti til Biddu vinkonu og Tóta á þriðjudaginn eftir hádegi og fékk að kyssa litla prinsinn oh hvað hann var eitthvað lítill og sætur, 8.5merkur og 46cm, en hetjan er komin úr hitakassa og heilsast bara rosalega vel þannig að það styttist vonandi í það að þau fái að krúsa heim bara. Helgin var annars mjög kósý og lítið annað gert en að sitja/liggja upp í sófa og horfa á tellí´ið, ég bauð reyndar í kaffi á lau, bakaði skonsur, gerði rækjusalat og henti líka í eplakökupæ með hindberjasósu, ís og rjóma.....ummmmm hvað er gaman að vera til. Hjalti Bangladesh mætti svo á svæðið í gær og kom í mat til systu þar sem Rúní eldaði fyrir okkur dýrindis kjúlla með sveppum, kartöflugratín, sósu, maís og öllum pakkanum þannig að það er vel búið að fylla mallann um helgina, dísús......but no regrets, Body Pump á morgun esskurnar.... Ses
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 19. febrúar 2007
Bolla Bolla :-D
Gaman gaman í skólanum í dag þar sem krakkarnir voru allir með bollur og ekkert smá spennt að slá í rassinn minn til að ég gæfi þeim bollu, en þau eru ekki alveg að skilja að maður verði að vera vakinn með bolluvendinum en ekki bara á förnum vegi! Æji þau eru svoooo sæt. Ég át hreinlega yfir mig af bollum um helgina og svo var náttlega dekrað við mann á konudaginn og hann fæði mér í rúmið þessi elska beiði heita og kalda drykki og hollt og óhollt og þessi ljúflingur gaf konunni sinni líka geðveik náttföt sem eru svo mjúk að þetta hlýtur að vera grín. Takk ástin mín
Helgin var bara snilld nema á föstudaginn því ég fór heim úr vinnu og hélt ég væri að verða lasin, en þau kuldaköst stóðu stutt og ég fór að syngja á laugardaginn í TB þar sem var trúbadorakvöld og viti menn, stelpan tók upp gítarinn og sýndi þeim hvernig á að gera þetta. Það var hörkustemmari þarna og fullt af fólki, sumir AÐEINS of drukknir og komu allt of seint og fannst við vera hallærisleg að geta ekki spilað aftur fyrir þau, óstundvísa pakk.....ekki hugsa bara um sjálf ykkur!
Svo er það sprengi á morgun og er amma Eve búin að bjóða okkur hjúunum í saltkjöt og baunir, ummm hlakka rosalega til. Ennþá hefur ekki verið ákveðið hvaða búning öskudagurinn ber í för með sér þetta árið en það eru skipulagsdagar í skólanum þannig að maður fær ekkert að syngja. Mér finnst þetta svindl. Alltaf þegar ég var í skóla þá var sko bæði frí hjá nemendum og kennurum, ennnn jújú breyttir tímar í dag. Það er á stefnuskránni að skreppa inn á Akureyri í dag og hitta tengdó og fleiri en við sjáum bara til, erum orðið svo mikið sveitafólk að við nennum ekki einu sinni að skreppa á Akureyri...ljúfa líf, ljúfa líf...dududu
Hjalti brósi var að keppa í gær og þeir töpuðu fyrir HK 0-3 sem var b.t.w. ekki sanngjarnt og var þessi leikur bara dómaraskandall út í gegn að mér skilst. En kemur næst sæti minn.
ciao
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 15. febrúar 2007
Rænd á Valentínusardaginn...great!!
Já ladies and gentleman, það var hreinlega farið inn til okkar í gærmorgun á milli 9-10 og stolið heilum 40þúsund krónum, farið var inn til Eggerts og tekið 25þús og hjá bróa voru tekin 27þúsund krónur. HVAÐ ER Í GANGI?....sjiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit hvað ég er pirruð yfir þessu krípi. Við vorum sko að safna fyrir Hollandsferðinni sem er by the way búið að panta!
Löggið var eitthvað voðaslóv og trúði mér ekki þegar ég hafði mann grunaðann en ég vona nú að þeir rannsaki þetta því ef ekki þá tek ég til minna ráða, ég er sko búin að horfa á alla C.S.I þættina og ég kann mitt fag!!! Annars hringi ég þá bara í Biddu mína og hún kemur og lemur þá, bara með kúlunni, er það ekki???
Ætlaði bara rétt að gera ykkur grein fyrir það að þó svo þið búið á Ólafsfirði þá þarf líka að læsa!!! Skil samt ekki alveg sko það voru 5 tölvur inn í herberginu og 2 myndavélar sem eru ennþá á sínum stað! Djös djös.....keep ears and eyes open PEOPLE....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
svoltið skrítið...
Já það sem málið snýst um að það voru 6 ár í gær síðan við Maggi lentum í þessu hrikalega slysi og í allan gærdag upplifði ég það aftur og aftur og aftur og það er bara hreinlega ekki rétt hjá flestu fólki að líðanin lagist með árunum eða þá að þetta sé erfitt fyrstu tvö árin og blablabla. Mér finnst þetta hreinlega verða miklu erfiðara eftir því sem árunum líður og ég bara viðurkenni það að ég átti ömurlegan dag í gær. Takk Eva mín fyrir kveðjuna og skilaðu kveðju til allra frá okkur í firðinum. Hins vegar er líka jafn skrítið að dagurinn í dag er allt öðurvísi og ég bara get ekki útskýrt þetta blessaða ferli.
En allir saman takk fyrir að vera svona velvakandi yfir mér og minni dramaákvörðun, en hún mun líklega ekki bara koma fyrr en rétt fyrir daginn sjálfan þ.e. 2. júní og plús það þá er þetta eiginlega dagurinn minn því við Maggi trúlofuðum okkur undir Múlanum á sjó þennan yndislega dag. En heyrðu elskurnar mínar, ætla ekki að væla meira í ykkur. mér þykir ofboðslega vænt um ykkur öll og yndislegt að þið nennið að skrifa komment til mín......liebe liebe......Lísa
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Getur einhver aðstoðað mig????
Aðalvandamálið hjá mér þessa dagana er að reyna að ákveða hvora vinkona mína ég á að svíkja. Málið er það að bæði Hallbera og Svanborg eru búnar fyrir löngu að biðja mig að syngja í brúðkaupinu sína, Hallbera bað mig úti í Norge um páskana í fyrra og Svanborg núna fyrir jólin. Það var mér mikill heiður að svara þeim báðum játandi því það er gríðarlega mikil væntumþykja til beggja aðila og myndi mér ekki þykja neitt betra en að gera þetta fyrir báðar mínar vinkonur. Svo kom nú babb í bátinn á mánudaginn....Þær ætla báðar að gifta sig 2. júní 2007!!! Hvað gerir maður þá? Allar tillögur eru velg þegnar, búið er að koma upp á leigja þyrlu og fljúga á milli því önnur giftingin er á Ólafsfirði en hin er sko á Laugarvatni, tillaga nr. 2 var bara að draga með þær báðar viðstaddar, og tillaga nr. 3(sem mér fannst eiginlega auðveldust) var sú að panta mér bara utanlandsferð og stinga af!!! Það er allavega engin leið sem ég finn þar sem ég get gert upp á milli þessara tveggja yndislegu kvenna.
Hey, já við erum búin að sauma eða sko ég og mamma, eldhúsgardínur og koma þær ekkert smá flott út ma´r! Komið bara og sjáið, húsið er opið í dag frá 14-16 og svo er ég farin að syngja í útvarpinu með þeim Magga og Gulla mínum og svo ætlum við SvannaBogga að skella okkur á Akureyri og keppa í Blaki takk fyrir túkall!! Já endilega allir að mæta og sjá leggina okkar gullfallegu skutla sér í Tigerinn og smössin við erum RUSSSSSSSSSSSSSSAlegar.. Mæting í kvöld og byrjar þetta kl. 20 sjitt hvað ég hlakka til. Svo er það bara body á eftir og fyrramálið og aftur haldið á Ak til að klára mótið. Verðum í mat hjá ömmu Sigrúnu þannig að það gæti velverið að við myndum droppa inn hjá góðkunningjum...spurningin er: VERÐUR ÞÚ HEIMA????
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 4. febrúar 2007
sweet sweet snow
oh hvað var ljúft að vakna i morgun og líta út um gluggan og sjá allan fallega púðursnjóinn sem kom í heimsókn í nótt og það snjóar enn, jesss. Var reyndar byrjað í gær þegar við vorum að koma heim úr matarboðinu frá Svövu og Kjartani og það var svo kósý
Febrúar genginn í garð og jónína og John eignuðust litla prinsessu 2. feb. sem var heilar 16 merkur og 52cm sem er næstum því jafn stór og ég var, nema ég bætti einum cm við lengdina...úje! Sáum myndir af snúllinni í gær og hún er bara alveg eins og mamma sín þessi elska. Til lukku allir saman. Annars missti ég af þessarar helgar X-factor en sögur segja að þetta séu lélegustu þættir sem hafa verið sýndir á landinu og það sé ekkert verið að sinna keppendunum, sökkar. Talaði heillengi við Hallberu í gær og það var rosagaman og svo gerði ég tilraun til að hringja í Þórey en hún svaraði ekki þannig að ég reyni bara aftur í dag. Er farin að sakna ykkar svo mikið og ég get hreinlega ekki beðið eftir páskunum...dí Núna erum við hjónin að dressa okkur upp í björgvunarsveitargalla og að fara á leitaræfingu og í þetta skiptið er það hann Rúní minn sem er týndur....það er bara eins gott að við finnum hann, ég segi nú bara ekkert annað en það.
Lifið heil og farið vel með ykkur..
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Meina Freunde
Þeirra uppákomur
Nýjustu færslur
- 4.9.2009 Bissý-dey
- 1.9.2009 Lísebet Hauksdóttir
- 29.8.2009 Helló..helló again..sjíbúmm sjíbúmm
- 31.12.2008 GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLT NÝTT 2009
- 24.12.2008 Gleðilega jólahátíð allir saman
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
- Júlí 2006
- Júní 2006
- Maí 2006
- Apríl 2006